Það sem ég elska mest við að vera í sveitinni er tímleysið! Lífið stjórnast ekki eftir klukkunni.. Ef ég er svöng 30 mín fyrr eða seinna þá fer ég bara í mat þegar ég er svöng.. ekki þegar það er "matartími".. eða stimpli klukka sem ég þarf að stimpla mig inn.. ef ég er í stuði og gott veður þá vinn ég aðeins lengur, ef ég er þreytt þá vinn ég aðeins minna. Yfirleitt eru það kvöldin sem fara svo í að vinna í hestunum þar er sama sagan ef veðrið er gott og hestarnir skemmtilegir hef ég stundum verið að fara að skríða upp í rúm um klukka 2.. ekki held ég að það sé nú beint til fyrirmyndar að fara seint að sofa en þetta frelsi er ómetanlegt..
Ég hinsvegar búin að lifa í algjöru tímaleysi síðustu daga þar sem aðfaranótt miðvikudags fékk ég einhverja magapest og búin að sofa meira og minna síðan, veit ekkert hvað tímanum líður. Ég vona samt að ég geti farið að gera eitthvað á morgun. Ég er nefnilega alveg fín núna.. þ.e.a.s ef ég geri ekki neitt og borða ekki neitt.. get ekki sagt að það sé beint skemmtilegt en skurðurinn á hnénu á mér hefur tekið svaka kipp í að gróa. Saumarnir voru einmitt fjarlægðir í dag, 12 dagar síðan ég náði að skera mig á grind í Svíþjóð.. 12 dagar! hvað líður tíminn eiginlega hratt! það er bara 5 vikur eftir af þessu sumri! og 162 dagar til jóla!
Nokkrar myndir frá liðinni viku:
Fór í útilegu með systkinum mömmu og afkomendum á Eyrarbakka sl. helgi. Vinur var að fíla sjóinn!
Jón Steinar tók þessa og fyrir ofan..
Jói alltaf að matreiða eitthvað öðruvísi, núna eru það blóm og því smakkar hann öll blóm sem hann finnur!
"allir eru að taka planka-myndir" ég fatta það ekki alveg.. þ.e.a.s ég var að fatta það af hverju er maður ekki í plankastöðunni? eins og æfingin er.. ef það er ekki tengt því af hverju heitir þetta þá að planka? ég er víst bara svona treg.. hehe..
Elska sjóinn.. ég get horft á hann tímunum saman.. horft á öldurnar endalausu og endalausan sjóinn..
Notalegt að fara niður að á og veiða og njóta kyrrðarinnar og náttúru
annar fiskurinn sem ég veiddi.. þeir gerast ekki mikið minni en það var ekki hægt að sleppa honum eins og hinum sem ég veiddi.. hann var líka lítill en þó stærri en þessi
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha Jói snillingur!!!
Og shit ég fékk bara sting í magann þegar þú segir hvað það er lítið eftir af sumrinu og stutt til jóla! :-O
Jóhanna, 15.7.2011 kl. 21:51
veiddir allavega mest af öllum þarna.. :)
jónsteinar (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 23:10
"...af hverju er maður ekki í plankastöðunni? eins og æfingin er.. ef það er ekki tengt því af hverju heitir þetta þá að planka?" Hahaha, þú ert engri lík
Bergþóra, 19.7.2011 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.