Allt of snemma í morgun vöknuðum við við þjóðverjana sem eru með okkur í salnum (sofum í íþróttsal).. Þeir blöstuðu ömurlegri teknótónlist og kveiktu ljósin! Svo kom reyndar e-ð lag á ensku og textinn var einhvern veginn á þennan veg
góðan dag, góðan dag.. þú þarft að vakna.. kominn tími til að fara á fætur.. þú þarft að fara að mæta í vinnuna.. góðan dag.. svo var tónlistin bara áfam þó að þau væru öll vöknuð.. bara á meðan þau voru að éta.. svo þegar þau voru búin að éta fóru þau að gera æfingar og hopp á gólfinu til að toppa allt saman! Yndislegt að vera vakin upp við þetta fyrir allar aldir!
Í morgun var rok og rigning.. kalt.. ég hitaði því upp í ullarnærfötum og regnfötum.. veðrið skánaði töluvert þegar ég átti svo að hlaupa 100m grind.. ég var staðráðin í að nýta mér tækifærið og bæta mig og vinna hlaupið.. Það fór þó ekki svo ég byrjaði að hlaupa á 1. Grind.. og á grind nr. 2 hljóp ég illa á grindina og skar á mér hnéð.. datt næstum því.. (ekki hugmynd hvernig það er hægt skera sig á grind.. ) ég klárði engu að síður hlaupið og endaði í 2. Sæti á tímanum 15.28..
Ég leit þá á hnéð á mér og sá að ég var með djúpan og frekar breiðan skurð á hnénu.. það var ekki byrjað að blæði.. ég sá bara e-ð hvítt.. ojjj..
Ég labbaði svo nokkur skref til að tala við starfsmann á vellinum til að biðja um plástur og benti á hnéð.. þá var byrjað að blæða og niður allan fótinn..
Síðan kom maður og sagði að best væri að ég færi á sjúkrahús því að það þyrfti örugglega að sauma. Einhverjir starfmenn skutluðu mér á sjúkrahúsið og Dagur kom með mér. Við þurftum ekki að bíða lengi.. eða eftir sirka 1,5 klst. Var búið að sauma 3 spor. Læknirinn sagði að ég ætti ekki að hlaupa eða æfa mig í allavega viku.. Það mundi ekkert hættulegt gerast en skurðurinn mundi ekki gróa því hann er á þannig stað að það er stöðugur núningur..
Þegar við komum út af sjúkrahúsinu var komið þetta fínasta veður. Lítill vindur, léttskýað og heitt. Gummi kom þá mér einstaklega skemmtilegt komment og sagði spáðu í því Fjóla ef þú hefði hlaupið núna þá hefðiru örugglega náð lágmarkinu! hmm.. það skiptir ekki máli.. ég er ekki að fara að hlaupa í þessu góða veðri..
Svo er heimferðin á morgun! Ótrúlegt að ég sé strax að koma heim.. Það verður kannski ekki þæginleg ferð með hnéð svona.. en ég er fegin að þetta gerðist ekki t.d í Finnlandi e-ð! Þessi ferð hefur verið rosa góð reynsla og ég er nokkuð viss um að ég muni fara aftur að ári!
Hér koma nokkrar myndir:
Gummi að hoppa í sjóinn í dag..
Ég fór ekkert í sjóinn með skurðinn minn..
Halli bætti sig í 200m í dag.. 22.99.. endaði í 6. sæti..
Medalíurnar mínar.. gull og silfur
Fékk þennan fína stól líka í verðlaun.. verður e-ð vesen að koma honum heim! ( þessi mynd er uppstillt.. ég var ekki svona glöð eftir 400m gr. og það var ekki svona hlýtt að ég vildi vera á bolnum!)
Gummi og Dagur í stellingum..
Gummi að planka á verðlaunapallinum.. hann plankar allstaðar!
Gummi og Halli pöntuðu Fjölskyldupizzu.. á staðnum sem við mætum alltaf 15 mín fyrir lokun og notum netið þeirra!
Svona var veðrið í morgun!
Aldrei eins gaman að horfa á sleggju.. giskuðum á hvað þeir mundu kasta langt áður en þeir köstuðu.. haha.. Dagur bætti sig og kastði 48,18..!
Sjaldan hlegið jafn mikið í morgunverði eins og í morgun.. ég fékk krampa í magan!
Ostur, salami, marmelaði, brauð, smjör, skinka, gúrka og tómatur.. að hætti Dags..
Skurðuinn minn
Verið að sauma mig saman..
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leiðinlegt að heyra með skurðinn en til hamingju með 2. sætið. Gott að þú kláraðir líka hlaupið! :-)
Ég las bloggið fyrir guðdóttur þína og henni fannst það mjög skemmtilegt. Fannst gaman að sjá hvað þú ættir marga vini og fannst MJÖG gaman að sjá mynd af skurðinum. Þegar ég er búin að skrifa þetta komment að þá vill hún sjá aftur myndina af skurðinum :-)
Sjáumst á mánudaginn. Góða ferð heim <3
Jóhanna, 2.7.2011 kl. 19:40
P.S. Skurðurinn er eins og auga... eða munnur. Frekar krípí!
Jóhanna, 2.7.2011 kl. 21:31
Þessi ferð var góð reynsla fyrir þig og sýndi hversu megnug þú ert. Leiðinlegt með skurðinn en það jafnar sig vonandi fljótt. Sé að verðlaunagripirnir á Eyrasundsleikunum eru ennþá eins og fyrir 15 árum síðan!! :-) Góða ferð heim og sé þig á morgun!
Ágústa (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 08:39
Jóhanna; haha... ætlar hún að verða læknir? hehe.. en það er einmitt sem ég sagði.. að þetta væri eins og auga!
Ágústa: takk fyrir það! haha.. já greinilega ekkert að breyta til! :)
Fjólan, 4.7.2011 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.