Verð ekki lengur í netsambandi!

Strákanir eru að fara koma til Helsingborg í dag. Þeir Halli, Dagur, Gummi og Barði. Þeir eru svo yndislegir að taka fyrir dýnu og svefnpoka þannig ég get gist á sama stað og þeir. Í skólanumm hliðin á vellinum. Sú gisting kostar 1100kr nóttin meðan hótelið sem ég er á kostar 12.000kr e-ð álíka nóttin! þó ég fái ekki netsamband, sér baðherbergi og morgunmat þá er þessi gisting svo margfalt ódýrari auk þess þarf ég ekki að vera í strætó veseni og get verið með strákunum! 

Ég þarf að fara ef hótelinu eftir 1 og 1/2 klst og þá verð ég bara að taka allt draslið mitt og bíða eftir strákunum í einhverja klukkutíma.. Ég fer nú ekki langt með allt þetta drasl ætli ég setjist ekki bara niður í almenningsgarð sem er hérna frekar nálægt og les bók... kosy time.. :P

Ég keppi á morgun kl 17 á sænskum tíma eða kl 15 á íslenskum tíma í 400m grind.. á Laugardaginn keppi ég svo í 100m grind kl 13.20 eað 11.20 á ísl tíma.. Ég kem svo heim miðnætti á sunnudaginn. Það er ekki þráðlaust net í skólanum sem ég gisti þannig ég er ekki viss um að ég komist í netsamband. En ég mun senda sms á einhverja ma. sunnlenska.is og hægt að sjá frétt um hvernig mér gekk þar. Einnig mun ég biðja einhvern um að pósta því á Fésbókina mína og svona.

og að lokum nokkrar myndir frá því í gær..

 

Kvöldmaturinn í gær.. Ég var að lesa bloggið hjá Eyrúnu og Elínu sem eru í heimsreisu og voru að blogga um Ítalíu.. ég bara varð að fá e-ð ítalst!

og kúluís..

Ég fann fyrir smá kulda á vörunum meðan ég borðaði ísinn.. ekki mikið meira en það.. allt of heitt!

Garðurinn sem ég mun dvelja í einhverja klukkustundir á meðan ég bíð eftir strákunum.. veit í raun ekki neitt hvenær þeir koma.. ég veit að fluginu seinkaði.. en ekki viss hve lengi eða neitt.. haha.. þetta reddast.. :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna

Oooh maður verður bara svangur á að skoða bloggið þitt!

Gangi þér SÚPER VEL á morgun! Hugsa til þín!!!

<3

Jóhanna, 30.6.2011 kl. 12:08

2 identicon

Gangi þér rosa vel að keppa Fjóla! Ég sendi góðar hugsanir til þín ;)

Sólveig Sara (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 11:08

3 Smámynd: Fjólan

Takk stelpur!

Fjólan, 4.7.2011 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband