Ferðin frá Vaasa í Finnlandi og alla leið á hótelið hérna í Helsingborg gekk alveg ótrúlega vel. Ég held að ég sé komin með einhverja gráðu í að ferðast svona mikið.. hehe..
Í Riga var toppurinn að sitja í steikjandi hita og hlusta á yndislegan saxafónleikara spila ljúfa tóna. Það er mikið um tónlistamenn á hverju horni.
Ég náði svo fyrstu lest til Helsingborg ákvað að rölta á hótelið þar sem ég var búin að kíkja á googlemaps að það væri frekar stutt hjá. Þegar ég var svo að spyrja til vegar þá fékk ég "hvaða hótel er þetta eiginlega? aldrei heyrt um það" og ég var var svona aðeins að velta fyrir mér hvort þetta hafi verið e-ð svindl e-ð.. eða væri á einhverju frekar lélegu hóteli.. En allt kom fyrir ekki og ég fann þetta hótel. Það er pínu sveitó, þ.e.a.s allt frekar gamalt hérna en þetta er fínasta hótel.
Í gær eftir ég var búin að sofa út kíkti ég niður í bæ. Þar sem ég á engan pening til að versla þá millifærði systir mín pening inn á mig og ég fór að versla í H&M fyrir hana.. Ég hringdi e-ð í hana til að spyrja hana að einhverju og kláraði inneignina. En listinn sem ég átti að kaupa kostaði mun meira en peningurinn sem hún hafði lagt inn á mig. Ég fékk því að taka þetta allt saman frá og þær voru búnar að stimpla þenna inn og á meðan fór ég aftur á hótelið til að tala við Jóhönnu. Þá ákváðum við að ég mundi taka aðeins minna og hún lagði meiri pening inn. Þegar ég kom aftur þá ætlaði ég að taka af þessu og þá var e-ð vesen því það var búið að stimpla allt inn og þurfti að fara í gegnum þetta allt aftur. Svo bað ég um Taxfree og þá bað ég e-ð um það aðeins of seint og e-ð vesen að ná í það.. Á tímabili voru 4 konur að afgreiða mig.. Ég meikaði ekki að vera meira niður í bæ eftir þetta ævintýri.. Það var líka svo heitt..! ég sá á einum mæli 33°C!! stelpan í móttökunni hélt samt að það væri ekki svona heitt, en það var allavega mun hlýrra úti en inni. Ég reyndi að vera sem mest í skugga ef ég var úti.
Það vesta við þetta er að það er enginn loftkæling inn í herberginu! það er allt of heitt hérna til að sofa t.d! ég svitna bara þó ég sitji í legging og hlýrabol!
Næsta ævintýri var svo að komast á völlinn. Hann er eiginlega fyrir utan borgina.. eða í úthverfi því hann er t.d ekki inn á bæjarkortinu sem ég er með. Konan í móttökunni sagði mér hvaðan og hvaða strætó ég ætti að taka. Þegar ég kem í strætóinn þá get ég ekki borgað í strætónum, hvorki með pening né korti. Það er hægt að kaupa í gegnum símann en það er bara fyrir þá sem eru með sænkt númer. Ég gæti líka keypt miða í miðbænum (sem er ca 15-20 mín labb í burtu) en þá gildir miðinn bara í 1 klst eftir ég kaupi hann.. Ég get s.s ekki keypt nokkra miða e-ð. Þetta kerfi er s.s ekki gert fyrir túrista! þessi rútubilstjóri var samt rosa vingjarnlegur og vorkenndi mér e-ð og sagði að ég gæti fengið að fara með núna frítt.. síðan töluðum við um hvað þetta kerfi væri asnalegt! hann benti mér á annan strætó sem ég gæti tekið og í honum gæti ég borgað með korti. Það er gulustrætóarnir.. ég var í bláum. Ég þarf reyndar að labba smá spotta en það sleppur.. og ferðin kostar 343..
Nóg komið af skriftum.. nú koma hellingur af myndum!
Ég er búin að taka eftir ákveðnri þróun á bitunum sem ég fæ.. fyrst klæjar mig.. svo verð ég bólginn..og þegar það er farið að lagast verður þetta svona svaka rautt í kring og klæjar sjúklega mikið! ég er með eitt á enninu, það er ennþá bara bólgið.. vona að það verði ekki svona rautt!
Þetta er tekið í Finnlandi, ég var á leiðinni inn í íbúð þegar ég sé e-ð loðið dýrt stökkva upp úr ruslatunnunni og á tréið.. ég gólaði mér brá svo mikið.. svo þegar ég kíkti var þetta þessi stjarfi íkorni.. alveg að deyja úr hræðslu greyið!
Svo koma ég til Riga, keypti strætómiða og sit hér fyrir utan völlinn, með miðann, kort af miðbænum og ég á að taka strætó 22 og fara í/úr þar sem hringirnir eru!
Einn af tónlistamönnunum.. er ekki alveg viss á hvað hann er að spila.. Síder?
Á torginu í gamla bænum..
annað sjónarhorn
..
Fór í túrista-bus.. svaka flott!
Svo var hægt að taka U-beygju á stórri götu.. fannst þetta e-ð spes... hehe
Bara á þessari mynd sést í 4 kirkjur. Rosa mikið af kirkjum í gamla bænum. Það var oft bara reist kirkjur fyrir einhvern ákveðinn hóp sem var þarna, eins og þýskumennina e-ð álíka.
hluti af einni brú sem er yfir ánna
garðurinn sem ég talaði um að væri svo æðislegur í bænum..
Á kaffihúsi að borða, blogga og tala við fólk á msn :)
Saxafón leikarinn
Útsýnið þegar ég kom út úr lestarstöðinni í Helsingborg
Baðherbergið.. lítið og krúttlegt.. ekkert sturtuhengi þannig allt verður rennandi blautt þegar ég fer í sturtu!
fatahengi..
Herbergi nr. 2.. fyrst var ég í herbergi með 3 rúm.. en var svo flutt í gær með 1 rúm..
Ég er mjög fegin að þessi litli ísskápur er í herberginu til að eiga e-ð kalt hérna inni í þessum hita!
Fyrir utan Hótelið í Helsinbog í gær..
Keypti mér að éta og settist í næsta garð.. sem var kirkjugarður.. þessi súkkulaðimjólk var ógeðsleg!
útsýnið meðan ég borðaði.
Skemmtileg stitta og einhver kastali e-ð sem ég fór upp í í gær.. einnig var verið að taka mynd fyrir einhverja auglýsingu eins og sést á myndafólkinu þarna fyrir aftan..
Settist niður á kaffihúsi með H&M pokann..og fékk mér þessar Karrý-kjúklingasamloku.. vá hvað hún var góð!! shitt.. ætla að fara þangað aftur í dag og fá mér svona.. Klakarnir í glösunum hjá mér voru búnir að bráðna áður en ég settist niður!
Völlurinn.. eins og sést mjög opið svæði..
Kirkjan sem er rétt hjá mér.. tek strætóinn hjá henni.. gott að hafa svona stórt kennileyti!
Fólk talar um morgun æfingu.. eða kvöldæfingu.. hvað með næturæfingu? á þessi stöð er opinn allan sólahringinn!
Fæturinir upp í loft.. heitt og þreytt í fótunum.. hér er ég að bíða eftir kvöldmatnum mínum..
Kvöldmaturinn, katröflustappa, kjöt, bersessósa, grænmeti, sveppir, laukur.. ég ætlaði reyna að fá mér e-ð létt.. en það var ekkert í boði!
Eini staðurinn sem ég fann í nágreninu sem seldi ekki bara hamborgara var þessi bar..
Flokkur: Bloggar | 29.6.2011 | 12:54 (breytt kl. 12:55) | Facebook
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2209
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
flottar myndir :)
jónsteinar (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 12:57
Hahaha ég roðna bara þegar ég lesa þetta með skandalinn í HM! Og ég hló upphátt þegar ég las þetta með loðdýrið og gólið í þér - sé þetta sko alveg fyrir mér! Hahaha! Skemmtilegar myndir og vá hvað það er gott veður hjá þér!!!
Jóhanna, 29.6.2011 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.