Ekkert annað að gera enn að blogga :)

Hér sit ég á Duble Coffe kaffihúsi í Riga í Lettlandi. Búin að fá mér að borða ágætismat. Einnig er ég aðeins búin að rölta um gamla bæinn og taka túristarúnt með rútu. Ég ætlaði svo að lesa bók í garðinum hérna.. hann er æði! (koma myndir frá þessu á morgun) en ég er svo þreytt að ég er hrædd um að ég mundi sofna og kannski yrði þá taskan tekin ef mér og/eða ég mundi sofa af mér flugið.. hehe.. best að hafa varan á.. Flugið mitt fer eftir 4,5 klst.. 

Flugvöllurinn í Finnlandi, í Vaasa er svo lítill að stór handfarangurstaska passar ekki í farangurshólfin og því þurfti ég að senda hana með venjulegum farangri. Vona svo bara að ég sjái hana aftur í Köpen. Þetta gerðist frekar hratt og ég fattaði ekki að láta vökva/krem ofan í þá tösku. og var Hitakrem, sólavörn, vatn, flugna-sprey-fælan allt tekið af mér og ég þurfti að borga 30 evrur fyrir að vera með farangur..

Ég náði ekki alveg að setja inn þær myndir sem ég ætlaði í gærkvöldi því það koma kona til mín og sagði "við erum að loka" þegar ég var að skrifa bloggið.. og ég sagði "okey, ég verð farin eftir 10 mín" og hún svaraði "nei, ég er að loka núna" svo labbaði hún í burtu og smá seinna voru ljósin slökkt! ég reyndi að henda einhverju inn og svo var ég að reyna að taka saman í myrkrinu.. sá ekki neitt og því lengur en venjulega.. þegar ég ætlaði út þá var hurðin lokuð.. ég reyndi að opna hana en það var ekki hægt.. ég fór í áttina þangað sem konan fór og kallaði "hello?!" aftur og aftur.. ég fékk enginn svör.. ég fór inn í eldhús og kallaði.. ég fékk enginn svör! ég var að fara í panic að ég hefði verið læst inn í rangri byggingu og kæmist ekki í íbúðina mína og ég væri að fara í nótt..  

Eftir pínu stund kom svo konan aftur og ég sagði skelkuð "ég hélt þú værir búin að læra mig inni, ég kemst hvergi úti!" og konan glotti bara og svaði "við mundum aldrei skilja þig eftir" haha..

en hér eru myndirnar sem komu ekki í gær...

Hljómur, Geisli og Náttfari.. þeir sakna mín örugglega meðan ég er hérna úti..

Sveitin..:P

Svo ætlaði ég nú að hafa þessa fínu mynd af gæsinni..  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna

Shit að vera læst inni! Ég hefði fríkað út!

Skemmtileg mynd af Ernu! Haha!

Jóhanna, 27.6.2011 kl. 11:34

2 identicon

Það er eins gott að þú varst ekki læst inni í nótt !!!! Flottar myndir, þú ert svo flink að taka ljósmyndir :)

Góða ferð áfram :)

Fríða Björk (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 12:23

3 identicon

Frekar hart grín hjá konu :) Góða ferð :D !

Hildur Boga Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 12:34

4 Smámynd: Fjólan

Jóhanna: haha.. já það voru nokkrar mín í að ég færi í það.. ég var farin að labba ansi hratt í hringi og klæja extra mikið í öll flugnabit!

Fríða: Takk fyrir það Fríða!

Hildur: takk takk

Fjólan, 28.6.2011 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband