Ég veit ég get betur en samt svona góður tími!

Ég vaknaði fyrst kl 4 í nótt við það hvað mig klæjaði sjúklega mikið í ökklan.. enda með 2 bit þar.. ég bar e-ð gel sem ég keypti í gær á það og hélt fyrst ég mundi ekki sofna aftur en það hafðist J

Síðan var morgunmaturinn góði.. hafagrautur og allt tilheyrandi.. ég er svooo ótrúlega ánægð að fá hafragraut og kanil líka! Ég er búin að hafa aðeins meiri tíma fyrir sjálfan mig síðan frá kvöldmat í gær. En þá komu herbergisfélagarnir hennar Anastasiya sem eru rússar. Hún talar nú ekki góða ensku en þau tala bara enga ensku! Ég reyndi að spjalla við þau og spyrja í hverju þau væru að keppa en þau skildu ekki neitt, þannig ég hlustaði bara á rússnesku þennan kvöldverð. 

Síðan þá hefur hún verið upptekin með þeim. Ég lifi það alveg af. Til dæmis í morgunverðinum þá koma finnskar stelpur sem settust hjá mér þegar Anastasiya og vinkona hennar fóru. Að allt öðru þá er Anastasiya búin að kvarta undan veðrinu allan tímann og vera viss um að það verði rigning og hún vill ekki hlaupa nema það sé sól og hlýtt.. en ég er alltaf búin að vera svo ángæð með veðrið. Svo í dag þegar ég var að keppa þá var hlýtt og þurrt en þegar hún keppti  sirka klst. á eftir mér var þvílík rigning og kalt!

Mér tókst svo að misreikna mig heldur betur í dag. Þegar ég var eiginlega búin með upphitunina mína kíkti ég á klukkuna til að ath. Hvort ég væri ekki örugglega á áætlun. Ég horfði um stund á klukkuna til að reyna átta mig á þessu, ég var á klst á undan áætlun! Haha.. Það kom þó ekki að sök, ég fór bara inn í herbergi og las aðeins í klst og tók svo aftur snögga upphitun.

Annar skemmtilegur misskilningur var hjá mér í gær þegar ég var að senda fyrirspurn á mótshaldarann hvort ég gæti fengið nudd eftir keppni. Ég sendi skilaboðin auðvitað á ensku en klúðraði einum staf ég spurði “Can I have a message ….” En ekki massage.. haha.. hann skildi auðvitað ekkert hvað ég var að biðja um!

Þá að keppninni sjálfri. Ég hef aldrei keppt fyrir framan svona marga áhorfendur, þeir voru rúmlega 4300 talsins! Mikil stemming á vellinum og mér leist rosa vel á þetta allt saman. Það var skýað, hlýtt og eiginlega logn. Þegar við áttum að stilla blokkirnar á vellinum þá hélt ég að ég væri á 1. Braut. Síðan var ég búin að gera mig klára á henni þá var blokkin tekin í burtu! Þá var ég víst á 2. Braut.. haha.. en það kom ekki að sök, ég stillti hana bara og testaði aðeins.

 

Svo hljóp ég eins og vindurinn á tímanum 60,78..Hlaupið sjálft var ekkert rosa frábært. Ég hélt ég hefði verið á kannski 61 eitthvað. Þar sem mér fannst ég eiga pínu eftir og hitti ekki alveg nógu vel á grindurnar. Lágmarkið á EM U23 er 60.50.. ég þarf að hlaupa 0,28 úr sekúntu hraðar!! Það er sjúklega lítið. Ég hefði náð því ef ég hefði hitt betur á 1 eða 2 grindur, eða hlaupið bara aðeins hraðar og þá er þetta komið! Það mun gerast í Svíþjóð á Eyrarsundsleikunum.

 

Þetta er engu að síður 1 og ½ sek í bætingu þar sem ég átti 62.25. Einnig er þetta nýtt HSK-met í ungkvenna og kvennaflokki. Þuríður átti gamla metið og var það orðið 17 ára gamalt!

 

Það sem var líka svolítið skemmtilegt við úrslitin að ég átti lang versta tímann en munaði litlu að ég hefði náð 2. Sæti. Þar sem það var ein sem var svolítið á undan og síðan vorum við 3 allar mjög svipaðar í mikilli keppni í restina.  

 

og svo koma nokkrar myndir:

Hér sjást 3 flugnabit.. tvö á bakvið eyrað og eitt á kinninni.. ógeðsleg mosquito fluga var þarna.. brá ekkert smá þegar ég sá hana og kramdi hana á mér.. ojj.. :S

Tveir nýjir orkudrykkir sem ég var að prófa.. þessi litli var ógeðslegur á bragðið.. svona eins og kók e-ð.. bjakk! en hinn er bara eins og burn e-ð.. 

Hér hitaði ég mig upp og skokkaði niður..

Eitt af bitunum sem ég er með.. þetta er lang verst og mér er illt í ökklanum... eins og sést er hann líka vel bólginn, samt svaf ég alveg með kodda undir fótunum síðustu nótt..

Þetta er flott mót og mikið undir það lagt. Það voru myndavélar allstaðar og margir áhorfendur. Þetta var líka sýnt í TV og það var boðið að horfa á það eftir keppni en þegar ég kom var ný búið að sýna hlaupið mitt þannig ég missti af því :/

Ekki leiðinlegt að keppa á svona móti. Ég var í bakþanka í gær að ég ætti ekki heima á svona stóru móti, allir væri svo góðir og blablabla.. en nei.. ég leiðréttti mig og hugsaði "vá ég er svona góð að ég tilheyri þessum hópi!"

 

 

Orkudrykkur sem við fengum á vellinum. Með lemon bragði var góður en ekki Green apple.. ojj..

Þetta fólk er að borða pylsu eins og flesti aðrir áhorfendur voru að borða. En bara pylsu ekkert brauð eða sósa eða neitt með.. og þetta er ekkert mjó pylsa eins og þið sjáið.. svona sirka jafn breytt og 2 puttar e-ð..  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú massar þetta í Svíþjóð Fjóla mín! Hlakka til að heyra meira :)

Guðmunda (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 18:46

2 identicon

Til hamingju með árangurinn elsku Fjóla! Gangi þér vel á mótinu í Svíþjóð! :D

Sólveig Sara (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 22:55

3 identicon

Innilega til hamingju með þennan flotta árangur :)

Ragga (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 23:09

4 Smámynd: GK

Gaman að bæta svona gamalt met. Þú varst 5 ára þegar Þurý setti metið. Pældí því! :-)

GK, 26.6.2011 kl. 09:50

5 Smámynd: Fjólan

Guðmunda: takk fyrir það... já ég hlakka til að keppa í svíþjóð!

Sólveig: takk snúllan mín!! :*

Ragga: takk kærlega fyrir það!

Gummi: haha.. já það er skemmtileg pæling!

Fjólan, 26.6.2011 kl. 10:22

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Dugleg ertu Fjóla- hefurðu aldrei prófaðað taka ofnæmislyf svo þú fáir ekki svona bólguútbrot af fjandans bitvarginum? kannski máttu ekki taka svoleiðis lyf?

Þú stendur þig áfram og gerir það gott- ég er alveg viss um það.

Helga R. Einarsdóttir, 26.6.2011 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband