Lífið í Kuortane

eða Gúortaane eins og þeir segja það.. ég held reyndar að ég sé ekki ennþá búin að ná að segja þetta rétt...

Ég komst  alla leið á áfangastað. Ég mundi ekki segja að það hafi verið eitthvað súper auðvelt þar sem ég hef aldrei verið að taka svona mörg tengiflug.. allavega ekki ein.. Byrjaði á því að ég bað stelpu á Keflavíkur flugvellinum að hjálpa mér við bóka mig inn því ég hef aldrei gert það. Hún svaraði játandi og fór svo að henda einhverju og labbaði svo bara í burtu.. En þessi kassi var nú ekki flókinn og ég komst í gegnum það. Ég gat reyndar ekki bókað mig í 3ja og síðasta flugið, bara fyrstu 2.. Flugið í Cöpen gékk vel.. smá hopp í lokin og konan sem sat í sömu röð og ég var farin að góla pínu og halda í manninn sinn og horfa á hann eins og við værum öll að fara að deyja! Það gerðist nú ekki.

 

Þegar ég kem út úr vélinni sé ég “transfer Reykjavík” og ég fer þangað og segi að ég sé að fara í tengiflug frá Reykjavík.. og hann var einhver fúlí skúli og sagði mér fyrst bara að setjast niður ég væri með flugmiða (en mig vantaði að fá miða frá Helsinki til Vaasa) það var ekkert hægt að tala við hann og mér fannst hann ekki kunna nógu góða ensku og endaði með því að hann sagði ég ætti að finna út úr þessu sjálf hann gæti ekki hjálpað mér. Ég labbaði þá að hliðinu sem ég hélt að væri mitt hlið en  þar var enginn.. En á endanum fann ég staðinn til að fá flugmiða fyrir tengiflug. Ég náði að fá mér einn frabocino á starbucks án kaffi með súkkulaðibragði! Nammi namm..

Þegar við lentum í Helsinki þá var mikil flugumferð og við komumst ekki strax að og ég var ennþá inn í flugvélinni þegar það átti að vera byrjað að tékka inn í flugvélina sem ég átti að fara í. Ég þurfti svo að labba spotta til að fara að mínu hliði en viti menn þar var líka seinkunn þannig þetta blessaðist allt saman.

Á Vaasaflugvellinum tók á móti mér yndælisstúlka sem er 21 árs og við spjölluðum heilmikið saman. Ég t.d vissi að Finnland væri mikið fyrir Saunu en vissi ekki að þetta væri e-ð sem flestir ættu heima hjá sér.. haha.. Það var einnig önnur stelpa sem kom á sama tíma og ég.hún hafði misst af sínu flugi og heppni að hún væri á sama tíma. Hún talaði ekki mikið í fyrstu því hún er ekki rosa góð í ensku og er bara 18 ára. En við erum búin að vera meira og minna saman síðan við komum. Þannig mér leiðist ekki og er ekki ein að reyna að finna út úr öllu. Ég held reyndar að hún þurfi meira á mér að halda en ég henni. Þar sem hún þorir ekki að spyrja neinn og er með heimþrá svo e-ð sé nefnd. Ég er rosa ánægð að hafa hana líka til að hafa einhvern til að tala við og skoða svæðið með mér. Þetta er mjög lítill staður sem er bara fínt. Það er allt í alls.

Það var mikil rigning þegar við komum og smá í morgun er er búið að vera létta til. Þegar sólin skýn er alveg steik finnst mér en Anastasiya (stelpan sem ég er með) finnst vera kalt, hún er frá Úkræinu og aðeins hlýrra þar en er búið að vera á Íslandi. En í Úkraínu búa 47 milljónir og þar eru bara 2 íþróttavellir!! Þ.e.a.s svona með 400m hringjum! Þau æfa alltaf í skóginum.. ótrúlegt! Hún sagði að það hleypur enginn nema að hann sé íþróttamaður, íþróttir eru ekki mjög cool í Úkraínu.

Sem sagt ég er bara mjög ánægð hérna, hlakka rosa til að keppa á morgun. Þetta er rosalega sterk keppni og ég á lakasta tímann þannig ég er bara spennt yfir að fara að bæta mig á morgun! Eftir keppni er grill fyrir alla keppendurna og einnig boðið upp á að fara í Sauna og synda í vatninu hérna sem er hliðiná hótelinu!

p.s Ég er reyndar komin með allavega 3 flugnabit! 2 á hálsin, bak við eyrað og eitt á ökklanum! ég tók ekki eftir þessi á ökklanum en þegar ég kom inn í gær og leit í spegil var einhver ógeðsleg fluga þarna bakvið eyrað/á hálsinum! jakk! 

Hér koma nokkrar myndir:

Frabocino drykkurinn minn.. ekkert smá gott að fá svona kaldann og góðan drykk í svitakasti áflugvellinum í köpen! 

 

 Anastasiya  í tölvunni minni þar sem það er enginn tölva hér og netið í símanum hjá henni er lélgt.. Rosa góður 800m hlaupari.. hún á besta tímann af þeim hérna eða 2:00,37! og bara 18 ára!

  Hér er Andreas Thorkildsen að fá sér morgunmat í morgun.. hann ákvað að sitja ekki hliðin á okkur eins og í gærkvöldi.. En þá settist hann með þjálfurum á næsta borð.. og fjölmiðlar og krakkar að koma að taka myndir af honum og við flissandi yfir þessu öllu saman :)

Ég og íþróttavöllurinn, við fórum að skoða hann í gær..

Stelpan sem sótti mig og Anastasiyu.. hélt á þessu flotta skilti! :)

Hluti af herberginu mínu.. fínasta herbergi.. nóg pláss.. eldavél og ískápur líka.. reyndar óþarflega mikið af maurum á gólfinu.. en þeir eru mest inn á baði.

Upphitunarsvæðið.. við erum eiginlega inn í skógi hérna og upphitunarsvæðið er bara að hlaupa á stígum inn í skóginum.. það er bara kósý :P

Ég í morgunmatnum. Fékk eplið mitt, hafragraut og líka Kanil!! þokkalega sátt!

klósett glugginn inn á baði.. pínu spes.. en samt eiginlega bara cool að hafa hann á hlið..:P

Hótelið er alveg við stórt vatn.. eða mér finnst það stórt en það er víst ekki stórt miðað við Finnland.. Á morgun eftir keppni er í boði að fara að synda í þessu vatni! það lýtur nú ekki út fyrir að vera neitt sérstaklega hreint eða hlýtt.. en ætli ég verð ekki að hoppa aðeins út í til að ná allavega mynd af mér í vatninu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna

Geðveikt gaman að sjá myndir! Og skemmtilegt blogg! Gangi þér SÚPER VEL á morgun!!! :-D

Jóhanna, 24.6.2011 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband