Jæja og þá er það útlönd!

 Um síðustu helgi þegar ég keppni með A-landsliðinu í Evrópubikarkeppni gekk mér rosa vel! Takk allir sem sendu mér kveðjur.. hvort sem það var að hringja í mig, senda sms, facebook, e-mail, knús eða hvað eina.. Það er svo æðislegt að fá ykkar stuðning..

Ég er rosa fegin að mitt fyrsta svona stóra mót var á Íslandi. Því ekki nóg með að maður sé mjög stressaður að fara að keppa við einhverja útlendinga þá er fullt af reglum sem maður er ekki vanur. Maður þarf að hita upp á sérstökuuphitunarsvæði, sem er okey nema það eru svo margir að maður er einhvern veginn fyrir allstaðar. Maður þarf að mæta ákveðið löngu fyrir keppni í "callroom" þar er maður skoðaður bak og fyrir. Maður varð að vera með númer framan á toppnum og aftann á, aftann áupphitunargalla og á bakpokanum. Öll þessi númer urðu að vera fest með minnst 4 nælum og ekki mátti bretta neitt á auglýsingarnar á númerunum. Ekki mátti vera nein önnum auglýsing, t.d gaddaskótaskan e-ð mátti ekki sýna neitt merki og annaðhvort teipað yfir eða snúið við. Skoða þurfti gadda skónna sem maður keppti í hvort þeir lúti ekki öllum reglum. Ég get svo svarið það ef ég hefði verið í Ísrael e-ð þar sem e-ð fólk væri að rífa mig úr fötunum til að ath. hvort ekki allt verið í lagi hefði ég örugglega gubbað á það af stressi þar sem ég var alveg við það hér heima! Ekki gat ég hlusta á ákveðin lög í ipodinum til að róa mig niður þar sem ég mátti ekki vera með ipod, hann var tekin af mér og ég þurfti að sækja hann seinna, eftir keppni. Það sama gildir um myndavélar og síma. Þannig ég var ekkert með síma alla helgina.

 Í fyrramálið á ég flug kl 7.45 til köpen.. flýg þaðan til Helskini og þaðan til Vaasa (í Finnlandi) og þar verður tekið á móti mér með skilti og flygt upp á hótel. Ég keppi þar svo á laugardaginn í 400m grind. Ég á flug þaðan á mánudagsmorgun. Ódýrasta flugið til Köpen var að millilenda í Lettlandi og verð ég þar í 9 klst! í köpen tek ég svo lest yfir til Svíþjóðar til Helsinkborg og keppi 1. júlí á Öresundsspelen. Markmiðið er að ná lágmarki fyrir EM U23.. sem er 60.50.. og ég ætti svo sannarlega að ná því ef ég fæ gott hlaup miða við tímana sem ég var að hlaupa 400m á um helgina! Ég er búin að vera reyna að fara í fyrirtæki inn á milli til að safna styrkjum.. ekki búin að hafa nægan tíma en almennt er mér tekið mjög vel og fólk meðvitað um hvað ég hef verið að gera í frjálsum.. Ég hef verið að safna styrkjum frá 5000 upp í 20.000 og er komin upp í 105þús alls!  sem er sirka fyrir 1/2 af kostnaðinum. Frábært.. ég vil nýta mér tækifærið og þakka þessum fyrirtækjum sem eru öll á Selfossi:

MS, Sjóvá, Sparisjóðurinn Suðurlandi, Lögmenn Suðurlands, Arion banki, Landsbankinn, Sunnlenska.is, Bílasala Selfoss, SS, Efnalaug Suðurlands, Baldvin og Þorvaldur, Pylsuvagninn og Set.

Hér koma nokkrar myndir sem ég hef séð sem teknar voru af mér um helgina:  

Ég er alltaf með svo fallega svipi þegar ég er að keppa! Hér er ég að hlaupa 400m og stórbætti mig og hlóp á 57,52.. lang fyrst í mínum riðli og endaði í 3. sæti.  

 

 Hér er ég að hlaupa 100m grind. Hjóp á 14,93.. aftur lang fyrst í mínum riðli.. endaði í 4. sæti. 

Önnur mynd frá 400m hlaupinu

 Björg, Stefanía, Ég og Hafdís.. boðhlaupsveitin í 4x400.. stelpurnar stóðu sig þvílíkt vel.. við enduðum í 2. sæti eftir rosalega keppni! 

Önnur mynd.. 

 Stemmingin var samt meira svona.. þegar við vorum ekki uppstilltar.. þar sem myndin var tekin strax og ég kom í mark.. og ég kláraði alla orku sem fannst í líkamanum! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna

Þetta verður svoooo frábært hjá þér, allt saman! :-)

Jóhanna, 22.6.2011 kl. 09:59

2 Smámynd: Bergþóra

þú ert svo dugleg! gangi þér vel úti!! :)

Bergþóra, 22.6.2011 kl. 20:40

3 Smámynd: Fjólan

Takk stelpur mínar!

Fjólan, 24.6.2011 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband