Jæja nú þarf ég ykkar stuðning!

 Evrópubikar landsliða fer fram núna um helgina í Reykjavík á Laugardalsvellinum. Keppnin hefst báða dag kl 10 og kostar 1500kr inn en 2000kr báða daga.. Það eru margir góðir að keppa og gaman að fylgjast með. Ég er að keppa kl 13.35 í 400m á laugardeginum hörku keppni í þeim riðli, ég næ vonandi að bæta mig.. síðan keppi ég aftur á sunnudeginum kl 12.20 í 100m grind.. en stelpurnar sem ég keppi við í þessum riðli eiga ekki góða tíma og ætti ég því að vera líklegust til sigurs í þessum riðli(ef tímarnir eru rétt skráðir). Það er svo annar riðill og þar eru stelpur sem eiga svipaðan og aðeins betri tíma en ég.. Síðast er svo 4x400m boðhlaup sem er kl. 15.05

Það er búið að vera kreysí að gera hjá mér.. ég get ekki einu sinni hugsað á kvöldin hvað ég geri næsta dag því ég er svo örmagna eftir daginn.. Ég er svo búin að vera að reyna endalaust að finna mót til að keppa í 400m grind.. og það er sko ekki auðvelt. Vésteinn Hafsteinsson er búinn að vera mega duglegur að hjálpa mér.. þetta er líka búið að vera svo mikið vesen því upprunalega átti ég að vera í Finnlandi að keppa í þraut og ég ætlaði að nýta sömuferð í að keppa í 400m grind.. og svo breyttist það og svo var svo dýrt að breyta fluginu og vorum viss um að það væri ódýrara að panta upp á nýtt en þá var það bara miklu dýrara.. og þyrfti að taka mörg flug.. alein.. kostar mikið og allt þetta var aðeins of mikið.. ég of stressuð í þetta allt saman..

Til að stytta söguna aðeins þá var ég að bóka flug út og heim aftur.. Ég keppi í Finnlandi 25. júní á Kuortaneen leikum í Finnlandi.. ég þarf að taka 3 flug til að komast þangað.. síðan keppi ég 1. júlí í Svíþjóð á Öresundspelen og flýg heim frá Köpen 3. júlí.. Þessi flug kostuðu samtal 106 þúsund!! ég er ekki búin að bóka flug frá Finnlandi og til svíþjóðar því ég á einfaldlega ekki meiri pening! Þannig ég ætla að fara að sækja um styrki svo ef þið vitið um einhvern styrk sem ég get sótt um eða fyrirtæki eru að styrkja einhverja megið þið endilega láta mig vita!

Ég er líka mjög stressuð fyrir þessu, eins og ég sagði fyrr en ég vil bara heyra e-ð jákvætt.. ég er viðkvæm fyrir neikvæðni.. Þetta verður bara gaman, ævintýri og rosa góð reynsla sama hvernig þetta fer allt saman! þannig eins og ég segi endilega koma með e-ð jákvætt!

Það eru líka margir búnir að knúsa mig í dag og óska mér góðs gengis um helgina.. það er alveg búið að bjarga stemmingunni því ég er búin að vera hugsa og stressa mig svo mikið með ferðina sem ég er að fara í eftir viku! en ég hlakka mikið til að keppa á morgun!

vona að sjá sem flesta á vellinum á morgun!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þetta verður geðveikt gaman hjá þér!!! Ekki laust við öfund hérna megin ;) 

Unnur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband