Lífið gengur sinn vanagang hérna í sveitinni.. alltaf brjálað að gera og maður reynir að koma svefn einhverstaðar inn á milli. Eins og ég var búin að blogga um áður var búið að skrá mig á Norðurlandamót í þraut í Finnlandi 18. og 19. júní. Það er unglingalandsliðs-mót eða fyrir krakka 22 ára og yngri. Já, ég er ennþá unglingur á síðasta ári. Ég hef reyndar ekki lagt áhersluna á þrautina í vetur heldur grindarhlaup. Ég get samt vel keppt í þraut og öllum líkindum bætt minn árangur og væri gaman að fara til Finnlands. Það vill hinsvegar vera þannig að Evrópubikar landsliða er sömu helgi. Það mót er stærsta verkefni A-landsliðsins. Ég hefði viljað geta keppt á báðum mótunum en það er ekki hægt. Að þessu sinni er Evrópubikar haldin hérna á Íslandi, í fyrsta skiptið.
Síðasta mót til að ná sæti í evrópubikar var núna 8. júní. Ég var ekki að stefna á að ná sæti þar heldur bara taka mót til að æfa mig fyrir þrautina. Ég semsagt hvíldi ekkert heldur var búin að taka 2 klst æfingar alla dagana á undan. Ekki laust við að ég væri með smá harðsperru. Síðan var skítakuldi, 6°C hiti og rok. Þrátt fyrir það náði ég góðum árangri í 100m grind og líka í 400m hlaupi. Kom mér sérstaklega á óvart með 400m hlaupið því ég var svo ísköld eftir að hafa verið að reyna að stökkva hástökk sem gekk nú ekki alveg nógu vel. Það að hafa sigrað 100m grind og 400m á ágætis tímum leiddi til þess að ég keppi í þeim greinum á evrópubikar. Besta var að ég bætti minn persónulegan árangur í 400m þannig það er nokkuð ljóst að ég á mikið inni þar! Það er nokkuð víst að ég muni taka með mér kraftgalla og heitt kakó á næsta móti.
Ég fékk símtal í gær og sagt "við þurfum á þér að halda hérna heima".. Semsagt ég keppi með A-landsliðinu á Evrópubikar helgina 18. og 19. júní í Reykjavík. Það er ekki oft að það sé hægt að fylgjast með landsliðinu í frjálsum á Íslandi og því vil ég hvetja ALLA til að mæta á laugardalsvöllinn. Miðaverð er aðeins 1500kr. Mótið hefst kl 10 og er til 16.. Ég veit ekki ennþá hvenær ég keppi. En ég keppi í 400m hlaupi, 100m grind og boðhlaupum. Það er mikill heiður að vera valin þar sem það er aðeins 1 frá hverju landi í hverri grein. Ég hlakka mikið til að keppa. Það var mjög leiðinlegt að fara ekki á smáþjóðleikana, sem sem miða við úrslitin að ég hefði átt góða möguleika á 2 silfurpeningum og 1 brons, þá erum við að tala um að ég hefði þurft að vera nálægt mínu besta, ekki einu sinni á mínum besta árangri. Ég verð bara að sýna það á þessu móti hversu miklu landsliðið var að tapa á því hafa mig ekki með til Liechtenstein. Það voru líka örfáir sendir út vegna sparnaðar.
Jæja Kótelettan um helgina hérna á Selfossi og verð ég að vinna í kaffihúsinu sem frjálsíþróttadeildin sér um. Endilega koma og versla af okkur kakó og kleinu e-ð!
Jóhanna Siss tók þessa mynd þegar ég var að finna til rabarabarapöntun í vikunni..
Flokkur: Bloggar | 10.6.2011 | 13:15 (breytt kl. 13:20) | Facebook
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2209
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilegar hamingjuóskir aftur!! Bara smá leiðrétting á því að Evrópubikarinn sé haldinn hér í fyrsta skipti, það eru ekki svo mörg ár síðan að hann var hér á landi einnig, man ekki alveg ártalið en ég mætti til að horfa:-)
Ágústa (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 16:45
Takk fyrir það Ágústa mín! en í bréfi frá FRÍ stóð "Frjálsíþróttasamband Íslands stendur fyrir stærsta alþjóðlegu frjálsíþróttamóti sem haldið hefur verið hér á landi, Evrópubikarkeppni 3ju deild" og því hélt ég að þetta mót væri í fyrsta skiptið sem væri haldið hér..hehe
Fjólan, 11.6.2011 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.