Þegar síðasta eldgos var þá var ég eiginlega allan tímann úti.. náði rétt upphafinu og endanum.. þar sem ég var úti í einn og hálfan mánuð! mér fannst svo ömurlegt að vera úti og sjá fréttir og myndir héðan hvað allt var ömurlegt og get ekkert gert.. en núna er ég heima og er til staðar.. ég fór að klaustri í gær en þegar þangað var komið þá voru öll verkefni búin.. Ég er að fara aftur í nótt.. verð pikkuð upp rétt fyrir kl 5.. þannig það er eins gott að fara að sofa sem fyrst til að ná einhverri hvíld.. nóg var ég þreytt í dag eftir annasaman dag í gær!
Ég ætlaði að henda nokkrum myndum og myndböndum sem ég tók í gær, ætlaði s.s að setja það saman núna í kvöld en ég geri það þá bara seinna með fleiri myndum.. þetta eru samt ekkert nýjar myndir þ.e.a.s alveg eins og sýnt hefur verið í fréttunum.. en það er ótrúlegt að vera þarna.. þetta er eins og hryllingsmynd.. andrúmsloftið er þungt, alltaf grábrúnt og rauðir kallar (björgunarsveitin) á vappi..
nú fékk ég annað útakall, óveðursaðstoð! allt að verða vitlaust hérna, en ég held ég hvíli mig aðeins, frekar þreytt!
ps. fékk síðustu einkunn í dag.. meðaleinkunn því 7,8.. var samt ekki alveg nógu sátt við einkunnirnar.. þar sem mér fannst þær ekki endurspegla kunnáttu mína í áföngunum.. einhver klaufamistök og bull.. en var þó með þeim hæðstu eða hæðst svo fólk segir að ég eigi að vera sátt.. ég er að vinna í því..
Ég er fegin að eiga ennþá grímuna frá því ég var að vinna í álverinu... en þarna er ég á Klaustri í gær seinnipartinn.. það var ansi gott veður þá!
Flokkur: Bloggar | 23.5.2011 | 22:12 (breytt kl. 22:20) | Facebook
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2209
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert svo dugleg :)
Fríða Björk (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.