tvær sögur..

Þar sem mér finnst svo gaman að segja sögur og hef ekkert betra að gera en að blogg ætla ég að segja tvær ómerkilegar sögur...

Í gær fór ég til rvk með strætó.. Pabbi keyrði mig upp á Selfoss og ég ætlaði að taka hann í Fossnesti en þegar ég er að keyra þangað mæti ég strætóinum móts við Kaffi krús.. ég var ekki að skilja og hrópa " aaaa.. þarna er strætóinn minn!! en klukkan er ekki orðin" og þá segir pabbi " ég veit nú ekki hversu rétt þessi klukka er" og þá hófst eltingaleikurinn..

 Pabbi snéri við á punktinum og ég ætlaði að reyna að hlaupa og ná honum á stoppinu rétt hjá, en þegar við vorum að fara að koma að hún þá keyrði hann aftur af stað.. ég ætlaði þá að taka hann þá á síðasta stoppi út úr bænum en þar var enginn svo hann stoppaði ekki og hélt áfram.. ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.. Pabbi æstur og keyrði mjög nálægt honum og blikkaði á fullu.. ég vissi ekki hvað ég átti að gera.. of biturt að láta hann fara því hann var þarna fyrir framan mig.. þetta var líka eina ferðin sem ég gat tekið!

Við vorum komin út fyrir Selfoss og pabbi ennþá að reyna að blikka hann og ég segi að það er ekki hægt að láta hann stoppa á miðjum þjóðvegi.. en Pabbi vildi ekki gefast upp og tók fram úr honum og hélt áfram að blikka og blikka stefnuljósinu og hægði á sér fyrir framan strætóinn þegar við vorum næstum komin fram hjá Ingólfsfjalli beygði strætóinn út í kannt.. ég var samt ekki að þora að fara í strætóinn eftir þetta rugl! En bílstjórinn var voða jolly gæi og sagði að þetta væri allt í lagi víst það var lítil umferð, ég ætti bara að vera tímaleg næst.. 

!!!! díses kræst þetta var alveg fáranlegt stress og þvílík leiðinlegt.. það er best að stilla klukkuna í bílnum hjá pabba  rétt.. Eins og Nína Hrefna mundi segja "vandræðalegt!"

Í Reykjavík fór ég í ossa fínt matarboð og til að toppa kvöldið þá var ákveðið að fara í ísferð.. Ég var með svona plan A jarðaberjasorbet og sítrónusorbet kúlur og plan B var ís í brauði með dökkri súkkulaðidýfu með pistasíukruli... Við vorum 4 og þau 3 voru afgreidd á undan mér og svo ákvað stelpan bara að afgreiða alla búðina á undan mér... jæja þegar kom loksins að mér þá var ekki til í plan A.. þá var það plan B... loksins fékk ég ísinn minn en þetta var ekki pistasíur heldur salthnetu kurl! hver vill hafa salt á ísnum sínum?!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er algjörlega rétt orð við þessar,,vandræðalegu'' aðstæður haha=D

Nína Hrefna (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 23:08

2 Smámynd: Jóhanna

Hahaha þetta er of fyndið! Er alveg að sjá ykkur pabba fyrir mér! :-D

Jóhanna, 23.5.2011 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband