Ég er svo heppin..

Ég er svo heppin eins og mamma mín sagði þegar ég sagði henni að ég hefði náð og með hæðstu einkunn af staðarnemum í áfanga sem var tæplega 70% fall..  Ég kláraði prófin föstudaginn 13. Maí.. það var mikil gleði.. ég á ennþá eftir að fá eina einkunnen hinar fjórar alveg ásættanlegar.. ég vil auðvitað alltaf fá hærra en ég fæ..hehe..  t.d í allaveg þrem áföngum er ég lækkuð niður.. vantar bara öggu pons upp á að ég sé hækkuð upp. Eins og í einum áfanganum vantar 0.05 til þess að ég sé hækkuð upp í 9.. og þetta var námsefni sem ég kunni alveg 9.6 e-ð.. þannig mér finnst 9 alveg lágmark..  í einu lokaprófinu fékk ég 8.8 og villurnar á því prófi var annarsvegar misskilningur hjá mér og svo klaufavilla.. lét einn mínus á vitlausum stað.. kjáninn ég..  enþar sem ég var ekki með nógu góða annareinkunn lækkaði hún mig niður og ég enda með 8! Mér finnst það ekki sniðugt að annareinkunnin lækki mann niður!  Þar sem ég veit að sumir eru að láta aðra taka prófin sín sem eru t.d menntaðir endurskoðendur eða skila gömlumverkefnum.. og ég var búin að ræða þetta við kennarana og þá sögðu þeir

“þeir læra ekkert á því og þeir þurfa að standast lokaprófið og þar hafa þeir engan með sér, ef þeir ná að standast prófið þá eru þeir yfirleitt hækkaðir um 0.5 mestalagi 1 ef þeir eru heppnir”

Ég hugsaði þetta hinsvegar ekki á hinn veginn að þar sem ég geri verkefnin og prófin sjálf og er þá um leið að læra þetta og fæ ekki alveg eins hátt.. síðan í lok annar komin með þetta sæmilega á hreint fékk 8.8 með smá klaufa mistökum.. miða við þá einkunn hefði ég fengið 9 í lokaeingunn en ég enda með 8… ég veit ekki mér finnst þetta e-ð ósanngjart…

Á síðustu önn  þá var það í einum áfanga að annareinkunnin gat ekki lækkað mann niður nema að maður hafði ekki tekið þátt, s.s ekki tekið próf eða skilað verkefnum.. annareinkunnin gat bara hækkað viðkomandi.. en þarna voru auðvitað allir að taka prófin og verkefnin sjálf til þess að æfa sig. óhræddir um að það lækkaði mann niður..reyndar munaði í þeim áfanga 0.03 að ég hefði fengið 9.5.. það er líka svekk.. 

Hvað um það.. ég er komin í sumarfrí frá skólanum og þá tekur við annarsamt sumar hjá mér.. ég get þó ekki hætt að hugsa um skólann og prófinn.. hehe.. Ég get reyndar ekki sagt að það sé mikið sumarveður úti þegar það er alltaf næturfrost og snjóar.. það er ekkert rosa sumarlegt verð ég að segja.. ég vona til dæmis að veðurspáin gangi ekki eftir sem spáð er fyrir sunnudaginn en það er 4°C en þá er ég að fara að keppa .. fyrsta mótið á tímabilinu og það er haldið á Selfossi! Það er verið að merkja völlin núna bak og fyrir  og flytja ný áhöld á völlin.. það verður algjört æði að fá loksins völl! Það verður sko tekið á því þar í sumar! 

Það er reyndar líka kostir við að það sé svona kalt.. þar sem ég er að vinna mikið í gróðurhúsinu heima og það er ekki hægt þegar það er sól.. því þá verður allt of heitt og þetta er alveg nógu erfitt fyrir.. einnig er mjög lítið um flugur.. guð minn góður hvað ég þoli ekki þessar árans húsflugur! En bíflugurnar eru að reyna að vakna til lífsins og all nokkrar búnar að leita inn til okkar í hitann.. Eitt skiptið þegar ein flaug inn og flaug í áttina að ljósinu (það var myrkur úti) þá slökktum við ljósið og BAMM..hún skall samstundis til jarðar/gólfið og rotaðist… haha..

Það var líka ein bífluga í gær sem mér þótti gaman að fylgjast með en hún var að reyna að fljúga á móti vindinum..hún færðist hægt áfram meira bara upp og niður.. og allt í einu gafst hún bara upp og lét sig falla til jarðar… þar lá hún svo lengi sem ég nennti að fylgjast með henni..  hún hafði misst lífsviljan greyið..  Ég var að heyra að það væri þjóðsaga um það að þegar bíflugur deyja út þá deyr mannkynið því þær eru víst svo mikilvægar í hringrás lífsins..

Að allt öðru þá er nýjasta æðið hjá mér eggjaskyr.. fyrir suma kann þetta að hljóma illa.. sérstaklega þeir sem vilja hafa eggin sín harðsoðin eða steikt báðu megin.. mér finnst hinsvegar gott að hafa eggin linsoðin og helst drekka eggjarauðuna.. hehe.. eeeen þetta eggja skyr er nú ekki e-ð sem ég er að finna upp þvert á móti.. of þar maður að láta minna sig á svona gúrme “rétti”, ég á allavega oft erfitt með að finna mér e-ð nýtt þannig ef einhver laumar á einhverju svona hollu og góðum rétt endilega láta mig vita.. J ég er bara ný búin að rifja þetta upp, pabbi fann þetta oft til fyrir okkur þegar ég var yngri. Þetta er mög einfalt.

Pískar saman 2 egg

Tekur ein stóra dollu af óhræðu skyri og blandar saman við

Bætir við tæplega fullum tappa af vanilludropum

Tekur svo hálfan skammt af þessu  og lætur í skál (borðar restina bara á morgun) og skerð niður uppáhalds ávöxtinn þinn.. t.d peru, epli, jarðaber.. og blandar því saman við..og til að toppa þetta þá strá smá kanil yfir (ekki kanilsykri).. og vola.. ótrúlega gott og hollt!

Með því að blanda eggjunum við þá fær meður extra prótein og skyrið er ekki eins þykkt.. með ávöxtunum þá verður þetta ferskt og kanillinn gefur svo enn betra bragð plús hann drekkur ávaxtasykurinn úr ávöxtunum. 

 

MS skyr og fersk jarðaber er toppurinn! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru seytl slöngurnar ekki komnar í gróðurhúsið?=O hehe=)

Nína Hrefna (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 19:09

2 Smámynd: Bergþóra

Voðalega ertu heppin! haha... eiiinmitt ;)
Til hamingju með frábæran árangur, þú ert snillingur! :)

Bergþóra, 19.5.2011 kl. 19:11

3 Smámynd: Fjólan

Nína: nei ég ætlaði að ná í þær í dag en hann þurfti að fresta því fram á þriðjudag.. ég skal láta þig vita hvernig gengur..hehe..

Bergþóra: takk fyrir það..og sumuleiðis... aftur ;)

Fjólan, 19.5.2011 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband