Í dag átti að tilkynna hópinn sem yrði sendur á smáþjóðleikana í sumar, það var reyndar haft samband við þá sem fara í gær. Ekki var haft samband við mig. Ég er svo óendanlega sár og leið yfir þessu núna.. því ég ætlaði svo mikið að fara 2009 (smáþjóðleikarnir eru bara annaðhvert ár) en vegna lélegra samskipta þar sem ég var með marga þjálfara og annað þá vissi ég ekki þegar síðasta mótið var til þess að tryggja sér sæti í landsliðinu. Seinna það sumar vann ég þær sem kepptu eða voru að keppast um 400m grind og 100m grind. Eftir sumarið var ég valin í landsliðið. Ég var geðveikt sár yfir að hafa misst af þessum mótum sem ég hefði geta keppt fyrir Íslandshönd, huggaði mig við það að ég yrði orðin miklu betri 2009 og myndi massa smáþjóðleikana þá! (ég keppti þó á NM í þraut sem haldið var á Íslandi 2009)
Ég ætlaði mér síðasta sumar að keppa á NM í þraut, Evrópubikar og NM-Baldic U23... Í apríl var talað um að þeir sem yrðu sendir á NM í þraut yrði valið eftir árangri 2009 og eftir innanhústímabilið.. og taldi ég mig því nokkuð örugga því það gekk mjög vel inni. Síðan í vikunni fyrir MÍ í þraut (sem er eiginlega fyrsta mótið á utanhústímabilinu) sé ég að það er kominn ákveðinn stigafjöldi sem maður þyrfti að ná til að mega keppa. Ég var ekki búin að undirbúa mig, eða hafa æfingaprógrammið í takt við það og munaði litlu en náði ekki þessu lágmarki og fékk því ekki að fara út! ég hef sjaldan verið jafn sár... þar sem ég var búin að æfa allan veturinn fyrir þraut, og þegar maður æfir fyrir þraut þá nær maður ekki að standa sig eins vel í einstökum greinum þar sem t.d ef ég ætla að vera rosa góð í 800m hlaupi þá er erfitt að vera massa góður í 100m gr líka.. Eftir þetta ákvað ég að hætt að leggja áherslu á þraut.. umhverfið á Íslandi er ekki beint uppbyggilegt fyrir þessa grein. Það er eitt sjöþrautamót á ári og það er fyrsta mótið.. hvað er gaman að æfa fyrir það?! til þess að keppa með landsliðinu úti þá þarftu alveg að massa þetta mót rosa vel! þannig áherslan er á 100mgr og 400mgrind
Svo kom Kristín Brina aftur inn í landsliðið en hún var búin að vera frá í einhvern tíma vegna meiðsla. Hún kom til baka í hörku formi og er hún einnig í 100m gr. og 400m gr og Sjöþraut. Þar með missti ég sætið mitt í evrópubikarnum. Enda náði hún líka þeim frábæra árangri að ná lágmarki á EM í 400m grind.
Ég náði lágmarkinu í NM-Baltic í 400m gr og fór og keppti í Svíþjóð síðasta haust.. Allt var fullkomið, byrjaði hrikalega vel, en datt mjög illa á 3. grind og gat því ekki klárað hlaupið. Það var ömurlegt! ég hef aldrei upplifað eins frábærann keppnisdag, keppnisaðstæður og keppninauta.. var lang fyrst og búmm.. Það tók mig eiginlega allan september mánuð að jafna mig í líkamanum eftir þetta fall..
og svo núna 2011.. markmiðinn fyrir þetta sumar eru/voru smáþjóleikar, Evrópubikar og EMU23...
Ég vissi ekki (eins og svo margir aðrir) að maður þurfti að sanna sig á innanhústímabilinu til að vera öruggur með sæti á smáþjóðleikunum. Ég keppti ágætlega á innanhústímablinu en tognaði illa á ökkla 27.des og varð svo veik í jan sem setti strik í reikninginn en árangurinn alveg okey.. Planið var að koma svo hrikalega sterk inn á vormótunum í maí.. Ég fékk þó boð um að senda vegabréfs upplýsingar og annað, s.s inn í hópnum sem átti að fara. Síðan er búið að hringla með þetta fram og til baka..
Fyrir það fyrsta vildi FRÍ helst ekki senda lið því það á engan pening.. og því var talað um að keppendur mundu þurfa að borga ferðina.. síðan var talað um að fækka hópnum niður í 10-15 og FRÍ mundi borga fyrir þá.. talað var við þessa einstaklinga og ath. þeirra álit hvort þeir vildu borga og hafa fullt lið eða láta borga fyrir sig og það yrði ekki boðhlaupsveitir eða neitt, ekki fullt lið. ALLIR sögðust vilja borga.. En FRÍ leist ekki nógu vel á að láta keppendur borga og ákvað að senda bara þennan fámenna hóp. Ég er ekki alveg að skilja þetta, af hverju er ekki hlustað á keppendurna? er þetta ekki gert fyrir þá?
Þeir sögðu að "það væri ósanngjarnt að þeir færu sem hefði aðgang að fjármagni" en málið er að ég veit um eeeengann sem ætlaði ekki að fara því hann þyrfti að borga.. og það er nú ekki eins og ég eigi marga peninga en maður mundi redda því einhvern veginn.. sækja um styrki og annað!
þessi 10-15 manna hópur er þeir sem eru líklegir til verðlauna miða við árangurinn 2009.. Mér finnst hallærislegast við þetta að það er ekki miða við árangurinn sjálfann, hvað það væri að gefa mörg stig.. Það er að segja að þeir sem velja að keppa í greinum sem er ekki eins mikil keppni í þeir eiga meiri möguleika á að komast.
Ég er rosalega sár akkurat núna en það gengur yfir einhvern tímann.. það er bara svo óendanlega pirrandi að það komi alltaf e-ð upp á sem veldur því að ég næ ekki að keppa með landsliðinu. Ég legg þvílíkt mikið á mig og er búin að drífa mig áfram alla brekkusprettina, eða síðustu metrana i löngum sprettum, eða þrekæfingar er hvað það nú er með hugsuninni "Lichtenstein!! smáþjóðleikar!"... og svo verður bara ekki sent fullt lið..
Ég veit að þetta er enginn heimsendir en næ bara ekki að sjá einhvern jákvæða hlið á þessu máli, eða e-ð til að kæta mig..
Evrópubikar verður svo haldinn hérna á Íslandi.. og þá er eftir bara að ná lágmarki í 400m grind á EM U23.. sem er 60.50.. ég verð bara að einbeita mér að því... og fara að skipuleggja keppnisferði sjálf, ein út til að keppa.. því ég þarf nokkur góð hlaup og það er ekki í boði hér á Íslandi.. planið var að skipuleggja í kringum smáþjóðleikana en það verður ekki úr þessu..
Þangað til næst...
Ein frekar ósátt og getur ekki hætt að hugsa um þetta og lærir ekki neitt á meðan!
Hér er ég að keppa á NM í þraut.. í hástökki.. flottasta myndin af mér í landsliðsgallanum..sem ég veit um..
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2209
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
skil vel að þú ert fúl yfir þessu! en það þýðir ekki að svekkja sig of mikið...það eiga eftir að koma ný tækifæri :)
Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 18:20
Ég veit að þetta er óendanlega svekkjandi en nú þýðir ekkert annað en að gleyma þessu og horfa fram í tímann. Þinn tími mun koma Fjóla og þá muntu svo sannarlega njóta þess:-*
Ágústa (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 10:42
Ég var byrjuð að jafna mig aðeins í gær.. eftir æfingu.. það var gaman á æfingunni og það er ekki eins og ég sé e-ð á leiðinni að fara hætta.. ég hefði bara þurft á einhverri viðurkenningu að hlada fyrir alla vinnuna og tímann sem ég eyði í þetta..
Síðan í gærkvöldi sé ég hópinn og skoðaði úrslitin frá því á síðastu smáþjóðleikum þá varð ég aftur mega pirruð..
Mér finnst bara mest svekkjandi að vita til þess að ef ég væri að fara væri miklar líkur á að ég mundi vinna til verðlauna.. :(
Fjólan, 30.4.2011 kl. 11:09
Við förum bara báðar 2013 og tökum 400mgrindina í nefið ;-)
Ég kemst því miður ekki núna þó ég sé í mínu besta formi hingað til.... en ég horfi til næstu ára ;)
Kristín Birna (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 19:38
Ég býð eftir nýju bloggi :)
Bergþóra, 16.5.2011 kl. 18:08
vó! bíð!! haha :)
Bergþóra, 16.5.2011 kl. 18:08
Kristín: ég tek þig á orðin!
Bergþóra: haha.. like! það er í vinnslu..;) haha..
Fjólan, 18.5.2011 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.