Ég vil byrja á því að taka skýrt fram að ég er ekki að beina orðum mínum til einhvers með þessu blogg, ég er ekki að tala um einhverja ákveðna aðila, ég ætla ekki að móðga neinn. Ég er algjörlega að segja mína skoðun og vil endilega fá svör og hvað ykkur finnst.. fá ykkar skoðun líka..
Ég hef aðeins verið að pæla í áfengi og umgjörðina í kringum það. Af hverju fer fólk á fyllerí? Mögulega útaf....
... það villfinna fyrir áhrifum og gera e-ð sem maður mundi annars ekki gera?
... hafa afsökun fyrir að láta eins og bjáni?
... af því að hinir gera það?
... missa/minnka dómgreinda tímabundið?
... sleppa því að þurfa keyra?
... það er gottbragð af áfenginu?
... fá líkaman til að slaka aðeins á?
... vera ónýtur daginn eftir út af þynnku?
... geta varla labbað upp stiga því allt þol í líkamanum farið?
... Kyssa (og jafnvel e-ð meira) einhvern sem maður ætti alls ekki að gera?
... Til að reyna að gleyma einhverju leiðinlegu og/eða erfiðu?
... bara af því bara?
... eða eitthvað annað?
Og fyrir þetta allt saman að borga stórfé.. því áfengi kostar ekki lítinn pening.. Ég veit það ekki.. þessi atriði heilla mig ekki.. ég tala svo ekki um þegar maður sér fólk alveg út úr heiminum, hefur drukkið of mikið og það er með buxurnar á hælunum, ælandi, vælandi og ég veit ekki hvað.. Ég hef samt prófað að smakka áfengi... af hverju? Kannski pínu forvitni en aðallega hópþrýstingur.. Ég skil ekki hópþrýsting.. ef það er eitthvað atriði eða e-ð sem fær þig til að langa að drekka.. fine.. en af hverju viltu þá að ég geri það?
...Er það útaf éger svona leiðinileg edrú? (ætti maður þá ekki að gera e-ð annað saman?)
... eða líður þérbetur ef ég drekk? (Afhverju?)
... vilt að ég geri einhverja tóma steypu sem ég mundi annars ekki gera? (Af hverju?)
... vandræðalegt að það sé edrú manneskja sem man allt? (er það eðlilegt að vilja ekki muna eftir kvöldinu?)
... eða eitthvað annað?
Þessi hópþrýstingur er alveg hræðilegur.. hver hefur ekki heyrt til dæmis
Einhvern segja "þú verður að drekka því Siggi á afmæli..."
eða "hva hvað þykist þú vera, af hverju ertu ekki að drekka?"...
eða "ertu alveg geldur?! Ætlaru ekki að drekka" ...
eða " hva, getur alveg fengið einn bjór.."
eða " hvað er eiginlega langt síðan þú drakkst.. verður að drekka í kvöld!"
ofl.ofl... munið þið ekki eftir einhverjum svona setningum/kommentum?
Mér er samt alvegsama að aðrir séu að drekka, kemur mér ekkert við.. þeirra val.. mér finnst bara svo pirrandi þessi hugsunarháttur að það eigi bara allir að drekka, nema að viðkomandi eigi við vandamál eða er að keyra.. ef þú ert edrú þá átt þú bara að keyra..!
Ég var að fljót að komast að því að áfengi er ekki minn tebolli.. hef enga löngun í að veraeinhver önnur en ég er dagsdaglega, minnka dómgreindina ofl. Auk þess þolir líkaminn minn það ekki plús mundi ég ekki vilja það út af íþróttunum. Ég vil samt ekki segja að ég drekki ekki..því kannski einhvern tímann seinna langar mig kannski að fá mér kokteil e-ð...reyndar finnst mér áfengisbragð mjög vont.. þannig ég fæ mér í dag bara óáfenga kokteila.. og þá heyri ég oft "mikið ertu dugleg að drekka ekki".. þetta er enginn brjáluð barátta, kannski frekar viðeigandi að segja það við manneskju sem á við áfengisvandamál að stríða e-ð..æj ég veit ekki, mér finnst allavega alltaf jafn skrítið þegar fólki finnst þetta vera einhver árangur.. það er kannski bara ég.. þetta blogg er auðvitað bara ég og mínar skoðanir á þessu..og þætti mér mjög fróðleg að fá að heyra/lesa ykkar skoðun..
mmm.. mojito... ég fæ mér oft svona.. án áfengis.. (ég stal þessari mynd af netinu.. þar sem ég er ekki ennþá með photoshop og er að læra á þessa tölvu og svona.. )
Flokkur: Bloggar | 17.4.2011 | 11:54 (breytt 18.4.2011 kl. 11:11) | Facebook
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2209
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar pælingar Fjóla. Það er alveg óþolandi að fólk sem er að drekka vill að allir aðrir drekki líka. Ég held að þetta sé eitthvað óöryggi, að það líti á það sem einhverja ógn eða gagnrýni á sjálfan sig þegar aðrir í kringum það er ekki að drekka. Eins með ástæðurnar fyrir því að fólk drekkur, þetta er náttúrulega rosalega sammþykkt í samfélaginu að skemmtun er samasem áfengi. Svo eru aðrir sem eru að flýja raunveruleikann og vilja bara komast í breytt ástand, sama hvað. Og svo er það því miður þannig að það má afsaka alla hegðun með: "ég var svo full, ég man ekki neitt." En það er algjört ábyrgðarleysi.
Þóra (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.