Ef hægt væri að virkja orkuna frá Agent Frasco mundi það lýsa upp bæinn!

Þessi mynd var tekin af okkur síðasta föstudagskvöld af einhverjum næturlífs-ljósmyndara.. (Jón Steinar mætti alveg fá smá lit í andlitið.. hehe) Við fórum á tónleika með Cliff Clavin og Agent Fresco. Það var reyndar einhver hljómsveit á undan, man ekki hvað hún heitir, enda hlustuðum við ekki á hana. 

Rosa góðir tónleikar. Ég var eiginlega á því að mér líkaði betur við cliff clavin, þar sem söngvarinn á til að öskra í agent fresco og mér líka ekki vel við það þegar fólk öskrar á mig.. En það er svo brjáluð orka og ástríða sem smitast frá þeim að það er ólýsanlegt! Söngvarinn er líka ótrúlega góður.. flott lög.. ég upplifði lögin frá þeim eins og draum sem allt er svo gott (þegar hann er að syngja) og svo allt í einu verður allt að og breytist í martröð (þegar hann byrjar að öskra).. þessi öskur hljóma eins og brjálað rok.. rok er eina "veðrið" sem ég þoli ekki... Jón sagði mér svo eftir á að flest lögin hans fjalla um að pabbi hans fékk krabbamein, held að hann hafi dáið úr því.. svo að þessi upplifun mín er ekki svo galin..

Ég er loksins að fara í klippingu núna á föstudaginn.. Hingað til er ég alltaf bara búin að gera eitthvað með hárið.. Þetta kvöld fléttaði ég báðar hliðar og túberaði svo hluta af hárinu.. heppnaðist bara allt í lagi held ég :)

 

Þetta voru vel sveittir kjallaratónleikar.. gaman af þessu.. sérstaklega þegar söngarinn sagði frá því að hann væri búinn að vera með niðurgang síðustu 3 daga.. W00t

Ég setti saman pínu video með klippum frá tónleikunum.. tók þau atriði sem ég náðir að taka upp og ná hva best að lýsa stemmingunni.. hvað finnst ykkur? 

 kannski ekki alveg nógu góð klippa fyrir þá sem ekki þekkja þessa hljómsveit. 

Svo smá myndir frá interailferðinni sem ég var í fyrir ári..

Nice.. ótrúlega fallegt! sögðum alltaf Nice í staðin fyrir að segja næs.. hehe..

Þessi er klassísk

Það er ekki laust við að maður hafi orðið pínu þreyttur á ferðalögunum.. dröslast með bakpokann útum allt..

Yndislegar vel troðnar rútuferðir sem við fórum í..

 

svo var svo gott að fá að borða! yfirleitt vel svangur eftir daginn og það tók yfirleitt einhvern tíma að finna stað sem við vildum borða á.. 

Í Barcelona.. Eitt það skemmtilegasta sem við gerðum.. leigðum hjól og hjóluðum marga marga kílómetra.. Þeir sem hafa komið til Barcelona vita að það er kannski ekki alveg það skarpasta að vera á hjóli því það er allt í brekkum og umferðin alveg vangefin! því þarna hjólar fólk með bílunum, má ekki hjóla á gangstéttum... Að hjóla yfir t.d margra akreina hringtorg sem var ekki akreinaskipt á hjóli, með engan hjálm eða neitt var pínu klikkað.. Bergþóra var svo ekki að bæta ástandið þegar hún vildi ekki hjóla á móti umferð í íbúðargötum, þar sem var s.s einstefna og eiginelga engir bílar... haha.. 

Þegar ég var að skoða þessar myndir þá var ég búin að merkja myndir "JAPANST!" en það var orð sem við sögðum yfir allt.. t.d að maturinn var japanskt góður.. s.s e-ð orð eins og geðveikt e-ð álíka.. man ekki alveg hvert upphafið var.. allvega mjög steikt! 

p.s ég get ekki séð hverjir eru að like bloggin mín.. þannig það má endilega kvitta :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh, ég ELSKA söngvarann í Cliff Clavin, einn daginn skulum við giftast.. ;-)

Gaman að rifja upp interrail, þú ert óóógó mega sætust á þessari fléttumynd :)

Bergþóra Kristín (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 05:27

2 Smámynd: Fjólan

Ég hugsaði einmitt til þín hann er svo akkurat einhver gæi sem þú fílar! með sitt síða hár og allt það! en hann er flottur :)

jamm svona ferðir eru bara eins og einhver draumur..maður veður að minna sig á þetta að þetta sé alvöru.. og takk fyrir það :)

Fjólan, 18.4.2011 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband