Ár síðan að ég hélt að afríku maður ætlaði að ræna mér!

Ég trúi varla að ég sé ekki búin að blogga í 19 daga!! Ég er nokkuð viss um að þetta sé met hjá mér síðan ég byrjaði að blogga í 7. bekk! 

Ég ákvað að blogga í tilefni dagsins, þar sem ég var orðin frekar smeik á tímabili að Afríkumaður mundi ræna mér á flugvellinum í Madrid. Fyrir ári síðan skildi ég við æfingafélagana á tenerife eftir æðislegar æfingabúðir og tók ein flug til Madridar til Laufeyjar og Bergþóra Gylfa kom svo seinna og við störtuðum mánaðar geggaðri interail ferð! Ég get nú ekki sagt að ferðin hafi byrjað vel!

Ég hafði aldrei áður tekið ein flug í útlöndum. Ég fékk gluggasæti og þeldökkur maður settist hliðin á mér.. ólýsanleg og ógeðsleg svitalykt af manninum.. Ég lokaði bara augunum og sofnaði..vaknaði stuttu seinna með hálsríg og þá byrjaði maðurinn strax að tala við mig. Fyrst byrjaði þetta sem kurteissis spjall.. þar sem við vorum að sitja hlið viðhlið í 3 klst ákvað taka þátt.. Sagði honum að ég hefði verið í æfingabúðum í frjálsum, væri frá Íslandi  og væri að fara í interail og hann svipað e-ð svona um sig.. en ég áttaði mig fljótlega að ekki var allt með feldu og hætti eiginlega alveg að svara manninum.. það skipti engu máli.. hann var búinn að plana allt saman. Ég átti að flytja út og þjálfa börnin hans, en hann átti enginn börn þannig ég átti bara að eignast börn með honum. Svo mundi hann fara með mig til Afríku og þar mundi ég hitta alla fjölskylduna hans og við mundum ferðast saman. Hann fílaði stelpur sem áttu sér framtíð og heilsteyptar eins og ég.. ég átti ekki að fara til og hitta vinkonur mínar, ég átti að vera bara hjá honum í madrid!! ég reyndi t.d að segja að ég ætti kærasta og svona þá sagði hann " hann getur ekki komið í veg fyrir að þú hittir annað fólk, hann getur ekki komið í veg fyrir að við kynnumst, við eigum að vera saman"

Ég var farin að svitna ansi mikið og reyna að sena gamla manninum sem sat hliðin á svarta manninum hjálpar augnaráð en hann veitti því ekki athygli. Ég fór að hugsa um að ég væri búin að týna upplýsingunum hvernig ég kæmist til Laufeyjar (hún gat ekki sótt mig á völlinn).. Síminn minn virkaði ekki og var ekk búinn að virka eftir ég fór út.. Ég vissi ekkert hvert ég átti að fara eða hvað ég ætti að gera! Gaurinn lét mig fá símanr. sitt og sagði að ég yrði að hringja í hann því annars yrði hann reiður (sagði þetta mjööög ákveðið að ég var bara hrædd)!

 Þegar flugvélin lenti og þá hljóp ég út og hljóp inn á kvennaklósettið og var þar í góðan tíma.. Hugsaði svo að ef hann væri ennþá einhverstaðar frami mundi ég reyna fá hjálp frá einhverjum öðrum túristum á vellinum..Þess var þó sem betur fer ekki þörf.. Ég reyndi að hringja úr tíkalla símum í Laufeyju því ég kunni símanr. hennar utan af.. en enginn sími virkaði.. E-ð stm. reyndu að hjálpa mér án árangurs.. ég fór um allan völl.. einhvern tímann hjálpuðu einhverjir strákar mér án árangurs.. alltaf var ég að skíta á mig úr hræðslu ef þessi gaur mundi finna mig..

LOKSINS fann ég síma sem virkaði. Ég rétt náði að segja Laufey að ég vildi fá heimilisfangið hennar aftur þegar sambandið slitnaði!!! og ég gat ekki hringt aftur!!... ég var alveg komin á ystu nöf og kökkurinn komin upp í háls! hvað átti ég að gera ein og týnd í 5 milljóna borg! Ég stóð stjörf alveg ráðþrota þá hringdi tíkalla síminn aftur.. sem var þá Laufey! hún sagði að hún gæti komið eftir 2-3 klst.. þannig ég beið eftir henni.. Þegar hún kom fórum við á mis en fundum hvor aðra á endanum!

Þessi mynd er frá Cérrbere í Frakklandi.. áttu í erfileikum að komast yfir landamærin og enduðum í rosa litlum bæ þar sem voru engar lestir, sprengjur, fólk vildi ekki tala við okkur og allt voða spúkí!

Ég fann svo Pops morgunkornið í Montpellier í Frakklandi.. þokkalega sátt..  

Það má búast við því að ég eigi eftir að koma me myndir frá þessu snilldar ferðalagi þar sem ég verð núna ári seinna á haus að læra undir lokapróf og væri ekkert á móti því að fara í aðra svona ferð! 

Á síðustu 19 daga þá til dæmis eyðilagðist tölvan mín á eftirminnilegan hátt.. þann 23. mars pakkaði ég ofan í skólatöskuna mína eins og hvern annan morgun og meðal annars te-brúsanum mínum eins og ég hef gert flesta morgna frá því ég byrjaði í háskólanum og allt í góðu. Nema hvað, þann morgun þá gleymdi ég að loka fyrir drykkjargatið á brúsanum og þegar ég fór inn í bílinn lagði ég töskuna á hliðina, þá rann allt teið úr brúsanum. Þar sem taskan er úr leðri þá lak ekkert út úr töskunni og þegar ég tók töskuna aftur upp þá lak teið allt niður aftur. Með þeim afleiðingum að teið fór inn í tölvuna mína.. inn í viftuna, batteríið og önnur op. Þegar ég kom inn í tíman og tók tölvuna upp þá var bókstaflega eins og ég væri að taka hana upp úr baði.. það var ekkert lítið sem lak af henni.. Kennarinn minn fékk sjokk  og gal-opnaði augun og munninn og hrópaði "NEI,NEI,NEI,NEI!!!!!"Gasp

Síðan þá er ég búin að vera leita mér a tölvu og ekki búið að ganga neitt rosa vel.. kannski líka út af því að mér finnst yfirleitt bara ekkert gaman að versla (nema jólagjafir).. en maður þarf að vanda valið vel á svona tækjum.. ég er alveg að missa allt vit á þessu.. Svo er það ekki að bæta það að nú eru fermingatilboð og tölvan metin á tilboðsverði.. eða 30þús lægra verði en tölvan ætti að kosta! tölvan ætti að kosta 140þús.. en með tilboðverði, afföllum og sjálfsábyrgð þá fæ ég bara 59 þús úr tryggingunum!.... ég er ekki ennþá komin með nýja tölvu! en það er alveg að fara að breytast.. ég er svo heppin að ég gat fenið 8 ára gamla tölvu lánaða frá Mæju siss.. hún er pínu hæg og meikar stundum ekki alveg álagið sem fylgir skólanum..(það er reyndar búið að vera vangefið mikið að gera í skólanum) en hún er ótrúlega seig miða við aldur!

 Ég get því ekki sett inn myndir.. en það gerist vonandi í næstu viku!!

p.s það er komin like takki á bloggin fyrir ykkur sem ekki nennið að kommenta ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra

Til hamingju með Interrailafmælið!

Ég bíð spennt eftir fleiri myndum... þó ég sé reyndar búin að skoða þær allar svona 15 sinnum

Bergþóra, 7.4.2011 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband