Ég fékk svo að vita það í vikunni að ég væri frjálsíþróttamaður HSK 2010 en kjörinn verður íþróttamaður HSK 12.mars.. Það er alltaf gaman og mikill heiður á fá svona titla og tilnefningar.
Nú er keppnistímabilið búið og þá er bara að fara að vinna upp skólann. Maður nær ekki alveg að halda áætlun þegar maður fer suður allar helgar! Ég er ótrúlega sátt við bikarkeppnina, þar sem hver keppandi má bara keppa í 2 greinum + boðhlaup þá var ég sett í 400m þar bætti ég mig um rúma sek!! það er svakalegt! ég hljóp á 58,35sek og þar af leiðandi nýtt HSK-met, eftir hlaupið (yfirleitt á maður bara ekki að gera meira þegar maður er búin að taka svona hlaup) en þá fór ég í hástökk! loksins var takturinn kominn inn (þar sem ég er ekkert búin að æfa hástökk neitt) og varð bikarmeistari í hástökki! endaði svo á því að taka þátt í að bæta HSK-metið í 4x400m boðhlaupinu.. Bikarkeppni snýst um liðakeppni og stóð liðið mitt sig æðislega vel! kvennaliðið endaði í 2. sæti í heildarstigakeppni og samanlögð stig þá var liðið jafn norðlendingum en þeir voru með fleiri bikarmeistara en við svo við vorum í 3.sæti.
Nokkrar myndir af mótinu...
Þessa mynd tók Hermann..
Allir verða að vera málaðir á Bikar..
Það er sko trommað og brjáluð læti!!
Síðan fengum við bikar og ég missti mig í gleðinni!
aðeins oooof gaman! þokkalega sátt við bikarinn :)
Til að toppa helgina þá fór ég í sveitina mína... og smellti nokkrum myndum þar líka :)
Vinur alltaf jafn flottur :)
hahaha.. ég elska þessa mynd! Litla er eins og einhver lítill púki í rauðagallanum.. Svo er e-ð svo ótrúlega vorlegt á þessari mynd.. og þessi rúlla upp á hjallinum alltaf jafn fyndinn, hjallurinn var að fjúka einu sinni og þá var bara skellt rúllu ofan á þakið.. en svo seinna fauk þá bara annar hluti af hjallinum eins og sést á myndinni...
Vinur í fótbolta.. fátt skemmtilegra en boltinn!
Svo var sko blásið sápukúlur!
meiri kúlur
Flottast á þessari mynd er hvernig húsið speglast í kúlunni..
Þessi mynd er alveg mögnuð.. alveg eins og hún sé klippt saman e-ð..
Hlakka til í sumar þegar ég verð alltaf í sveitinni...
Fræið er komið úr freskjun.. rosa góð uppskera og góð spíra á fræjunum.. ekki við öðru að búast..
31 dagur til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá! sápukúlumyndirnar eru ekkert smá flottar
Og til hamingju með titilinn!!
Bergþóra, 28.2.2011 kl. 23:15
geggjaðar myndir!
jónsteinar (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 23:23
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ hvað þetta eru flottar myndir hjá þér!!!!!!! Bravó, Fjóla!
Jóhanna, 28.2.2011 kl. 23:44
Takk fyrir það allir!!
Fjólan, 1.3.2011 kl. 08:24
FLOTTAR MYNDIR!
Sólveig (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 08:37
Gormur....ormurinn þinn :-D
Mæja (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.