og þá fékk ég hnetuofnæmi!

ég er eiginlega ekki alveg að ná þessu.. ég s.s var að smakka allt sem ég fékk í sárabætur (sem ég talaði um í síðasta bloggi) og meðal annars var ég að borða svona heilsunammi, ávexti og hnetur húðaðar í jógúrti eða súkkulaði.. og stuttu seinn fer mér að líða undarlega í hálsinum.. eins og tungan sé að bólgna.. og frekar dofin í kokinu og var alltaf að kyngja.. það varð ekkert verra en það.. þ.e.a.s ég gat alveg andað og allt.. 

En þar sem ég var búin að smakka svo mikið nýtt þá var ég ekki alveg 100% að það væri hneturnar sem voru að orsaka þetta.. og ég prófaði að bíta oggu posnu lítið brot af einni hnetu og fékk strax sömu viðbrögð.. miklu hraðar en fyrr um daginn.. 

Ég ákvað að hringja í lækni eða hjúkrunarfr. e-ð til að ath. hvað ég ætti að gera.. ég hringdi á sjúkrahúsið og  konan benti mér bara á að tala við vakthafandi lækni.. lét mig fá símanúmerið hjá honum.. og hann talaði ótrúlega hátt en samt rólega.. erfitt að lýsa því.. en samtalið var svona

"VAKTHAFANDI LÆKNIR"
"já góðan daginn, ég var að spá..." komst ekki lengra því hann greip fram í..
"má ég hringja í þig á eftir?"
"ha? öö.. ja?"
"hvað er númerið?"

Svo skrifaði hann númerið og hringdi 3 klst seinna!! en hann sagði að ég væri klárlega með hnetuofnæmi.. það færi ekki milli mála.. og svona ofnæmi geta bara komið allt í einu upp.. það er ekki ár síðan ég byrjaði að borða hnetur.. samt finnst mér alveg ömurlegt að geta ekki borðað þær! en það skiptir greinilega ekki mála hvernig hnetur þetta eru því ég borðaði óvart aftur hnetu í dag, hélt það væri súkkulaðirúsína.. og fékk strax þessi viðbrögð.. ég held ég þurfi að drífa í því að kaupa ofnæmislyf... mér finnst þetta samt bara fáránlegt.. 

http://www.mbl.is/mm/img/tn/200/gs//2004/03/14/GOL952C5.jpg

Svo er bikarkeppnin á morgun.. allir að mæta!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

Vantar ekki e-ð orð í titilinn á færslunni?

En leiðinlegt með ofnæmið og gangi þér vel á morgun!

Guðmundur Marteinn Hannesson, 18.2.2011 kl. 23:18

2 Smámynd: Fjólan

haha.. !! jú ég er búin að laga þetta.. takk fyrir það og sumuleiðis.. var einmitt að óska þér góðsgengis á fésinu;)

Fjólan, 18.2.2011 kl. 23:27

3 Smámynd: Jóhanna

Haha vá, hvað þú ert óheppin! En kannski var ástæða fyrir því að þér fannst hnetur alltaf vondar....? :-)

Jóhanna, 19.2.2011 kl. 13:32

4 Smámynd: Fjólan

jóhanna: já nkl! ég held að ég ætti ekkert að reyna að byrja borða papríku.. er nokkuð viss um að ég er með e-ð óþol fyrir henni.. þar sem ég finn stundum ekki mun á parikulykt og eiturlykt!

Fjólan, 21.2.2011 kl. 18:10

5 Smámynd: Bergþóra

ertu á lífi fjóla?

Bergþóra, 28.2.2011 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband