náði ekki að bæta mig en gullið staðreynd..

eins og ég sagði í síðasta bloggi þá var markmiðið minn besta árangur.. en það náðist ekki.. ég endaði 3.377stig.. eða 97stig frá mínu persónulega meti..  ég get ekki sagt að þetta hafi verið e-ð frábært árangur í sjálfum sér.. ég bætti mig ekki í neinu.. en jafnaði mitt besta í langst. og alveg við mitt besta í 800.. eða nánar tiltekið ...

Ég er ekki að æfa þraut lengur, heldur 400m grind.. og ákvað samt að keppa í þraut því það er svo gaman.. og ég var kannski með aðeins of miklar væntingar.. því ég ætlaði að bæta mig í öllu.. er það raunhæft þegar ég er ekki að æfa þessar greinar? held ekki.. 

Ég hljóp á 9.36. í 60mgr. en á 9.21 í þraut.. en ég hef alveg miss niður hraðan sem ég var búin að vinna í áður en ég meiddi mig og allt það.. en þetta er þó hraðasti tími ársins hjá mér..

í hástökkinu fór ég  160cm.. en ætlaði mér yfir165.. sem ég hef hoppað yfir inni.. en hæsta á þessu ári..

 Í kúlunni gekk rosa illa.. kastaði rosa langt og gekk vel í upphitun.. en svo var kast nr. 1 lélegt, steig á plankann og fipaðist e-ð.. nr. 2 fór kúlan beint upp og alveg glatað.. og nr. 3 missti ég kúluna!

Þá fór ég í fílu og fannst þetta ekkert skemmtilegt og sá fram á að ég væri ekki að fara að bæta mig.. eða að það yrði erfitt.. ég þurfti aðeins að jafna mig og átta mig á að ég væri að taka þátt í þessu til að hafa gaman og markmiðið er að ná 60.50 í 400m grind í sumar.. eftir að hafa lífgað upp á stemminguna í hausnum á mér náði ég að jafna mitt besta í langst. innanhús.. 5.17.. svo var annað stökk sem var 5.16 en það var langt fyrir aftan.. allavega 5.30 frá tá.. sem hefði verið töluverð bæting.. endaði svo á að vera alveg við mitt besta í 800 eða 14/100 úr sek frá mínu besta.. 

Þrátt fyrir allt dugði þetta til sigurs... Nokkuð viss um að stuðningur frjá Mæju siss, Steina og Ísold hafi átt þátt í sigrinum! og þá er bara eitt mót eftir á þessu tímabili næstu helgi.. BIKAR! 

mynd með verðlaunapeninginn í dag.. ennþá sveitt eftir 800m! haha.. 

https://lh4.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TVg0fb02WgI/AAAAAAAACFI/gQ_boBUWwm4/s640/IMG_7501.JPG


mbl.is Sölvi og Fjóla Signý meistarar í fjölþrautum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra

Enn og aftur til hamingju Fjóla!!

Bergþóra, 13.2.2011 kl. 20:29

2 identicon

TIL HAMINGJU !! :)

Bergþóra Kristín (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 20:33

3 identicon

Til hamingju með titilinn :-)

Dröfn (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 21:32

4 identicon

Til hamingju!! Alltaf gott að eignast titil ;)

Guðmunda (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:09

5 Smámynd: Fjólan

Takk stelpur!

Fjólan, 14.2.2011 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband