flughræðsla..

og komin til Reykjavíkur einu sinni enn.. reyndar stutt stopp þessu sinni þar sem ég tók flug áðan og til baka eftir keppni á morgun.. Ég keppi s.s bara á morgun og það í 5 greinum.. enda er ég að fara að keppa í fimmþraut. Alltaf gaman að taka þátt í þraut.. ég hef mest náð 3474 stigum.. stefnan er auðvitað að bæta það :)

Mig langar aðeins að tala um flughræðslu.. ég var fyrir nokkrum árum alveg svakalega flughrædd.. (reyndar sjúklega lífshrædd!!) en þar sem það er ótrúlega pirrandi að vera hræddur og hindrandi.. og t.d að vera flughræddur það bætir ekki neitt.. það eina sem það gerir að mann líður ömurlega.. eyðileggur flugið fyrir þér og jafnvel öðrum og maður er oft allan daginn að jafna sig.. það er ekki eins og flugvélin hrapi e-ð síður ef ég er grenjandi.. !

þannig ég var alltaf að segja þetta við sjálfan mig og bara tekist ágætlega að takast á við þetta.. allavega mjög langt síðan að ég hef t.d farið að grenja í flugi (af hræðslu).. erum að tala um að ég kom grátbólgin út úr vélinni eftir að hafa flogið frá bakka yfir til eyja!! (það tekur ca. 4-5 mín að fljúga þarna yfr!!)

Ástæðan að ég hef þörf fyrir að tjá mig um þetta er að ég var í flugi áðan.. sem var ekkert rosa fínt.. ekki alveg hræðilegt.. en það byrjaði frekar illa.. hoppaði og skoppaði.. meira en venjulega.. og ég byrjaði að panika.. og anda hratt.. og roðna.. svitna í lófunum.. og horfa í kringum mig.. eru aðrir rólegir? allavega var útlendingurinn hliðn á mér ekker mjög rólegur hann var búinn að opna  lesbókina en sat bara stjarfur og horfði á sætið fyrir framan sig..  og það er helst þegar ég sé annað fólk sem er e-ð órátt eða ekki í nógu góðu jafnvægi þá finnst mér ég verða vera róleg og tilbúin að aðstoða aðra við að vera rólegir líka.. 

Þannig til þess að reyna að dreifa huganum eða halda mér í jafnvægi.. þá tók ég upp bæklinginn sem sýnir hvað maður á að gera ef flugvélin hrapar! haha.. ég er svo klikkuð!

Ég s.s skoðaði leiðbeiningarnar og var búin að ákveða nkl. hvað ég mundi gera þegar flugvélin færi að hrapa og svo hvað ég mundi gera ef við mundum lenda í sjó.. hvað væri langt í næstu neyðadyr og hvernig ég ætti að opna hana..  og líka hvað við mundum gera ef við mundum brotlenda á landi.. og var búin að búa til alla mögulega aðstæður.. og fara í gegnum skyndihjálpkunnáttuna mína og hvað eina.. 

hversu klikkaður er maður? svo fór ókyrrðin að róast og ég náði að slaka á..  mig langar svolítið að forvitnast um það hvort það er einhver hér sem flughræddur og hvað viðkomandi gerir til að vinna gegn hræðslunni? hvort að viðkomandi segir við sjálfan sig "að flugvélin hrapi ekkert síður þó ég sé hrædd"... og skipuleggur hvað maður mundi þá gera ef flugvélin mundi hrapa eða er ég bara svona klikkuð?

Ég er reyndar ótrúleg með það að ímynda mér allar mögulegu aðstæður fari á vesta veg og hvað ég mundi gera í þeim aðstæðum..ég ræð bara ekki við þetta.. Shocking

http://nothingtotweetabout.com/images/us_airways_plane_crash_hudson_river_nyc_11.jpg

Í þessum aðstæðum væri röðin svona: krjúpa niður á meðan flugvélin væri að falla til jarðar og ég mundi teygja mig í björgunarvestið sem er undir sætinu og halda utan um það.. og þegar skellurinn er kominn mundi ég rísa upp sem fyrst og setja vestið á mig og fara eins rösklega að dyrunum(sem voru fyrir aftan mig..) og kippa i spottana svo það mundi blásast upp og snúa handfanginu til hægri, draga djúpt andann, og ýta á dyrnar og  út.. synda upp og strax í áttina að landi.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég panikka líka alltaf smá þegar þessi ókyrrð er.. frekar óþægileg.. er samt ekki búinn að plana þetta eins vel og þú.. haha..

maður finnur líka alltaf meira fyrir þessu í litlu vélunum í innanlandsfluginu..

Jónsteinar (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband