Fjölkornabrauðið!

Vegna fjölda áskoranna þá ætla ég að skella inn uppskriftinni af þessu æðislega fjölkornabrauði sem ég er alltaf að baka þessa dagana..  þetta er mjög einfalt og þarf ekki að eiga e-ð brauðform e-ð álíka..Uppskriftin er s. s svona:

Fjölkornabrauð

Innihald:
5 dl hveiti
3 dl heilhveiti
1 dl hveitiklíð
1 dl haframjöl
1/2 msk fínt þurrger
1/2 - 1 tsk salt
2 msk matarolía
1 msk hunang eða agavegsýróp
2 dl volgt vatn
2 dl volg mjólk
(ég hef bætt við 1 dl af fræjum ofan í..ég læt graskera og sólblómafræ..mæli með því ef ykkur finnst þessi fræ góð..má alveg eins setja e-ð annað fræ)


Hita vatn og mjólk - fingurvolgt. setja gerið útí gefa þessu smá stund að vinna saman.
svo eru þurrefnin bara sett útí og hvíta hveitið síðast.

Hefast í 20 - 30 mín.
Pensla með eggi ( ég strái svo fræ ofaná, ég nota hörfræ og sesamfræ)
skera 3 - 4 rendur í brauðið... verður flottara svoleiðis
Hefast aftur 15 - 20 mín

Baka við 180°c í ca 15 - 20 mín

 https://lh3.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TThxuVKJhNI/AAAAAAAACDs/A1uLDiYQpvk/s720/IMG_7239.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nice! Vista þessa uppskrift í tölvuna ;) Tanke!

Sólveig (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 15:55

2 Smámynd: Bergþóra

Ég ætti kannski að prófa að baka þetta brauð aftur :)

Bergþóra, 8.2.2011 kl. 16:03

3 Smámynd: Fjólan

Sólveig: minnsta málið

Bergþóra: haha.. já! hvernig væri það.. nkl. ár síðan þú sendi mérþetta eða4. feb. 2010:)

Fjólan, 9.2.2011 kl. 09:16

4 Smámynd: Bergþóra

annars er ég alltaf að baka annað brauð núna.. best í heimi!! skal senda þér uppskr. við tækifæri :)

Bergþóra, 11.2.2011 kl. 10:13

5 Smámynd: Fjólan

já endilega ég bíð spennt!

Fjólan, 12.2.2011 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband