Þar sem ég er með ótrúlega lélegt tímaskyn þá geri ég mér ekki grein fyrir því hvort þetta byrjaði á laugardaginn eða sunnudaginn.. ég er allavega búin að vera með alla helgina e-ð óbragð í munninum.. erfitt að lýsa þessu, en þetta minnir mig helst á að þegar maður er ný búin að tannbursta sig og borðar e-ð eða búinn að borða mikið súrt.. ég var alltaf að skola munninn um helgina reyna að losa mig við þetta.. þetta bragð er ekkert að fara þegar ég borða e-ð.. þvert á móti.. þá er allur matur sem ég borða vondur.. og er þar af leiðandi er ég búin borða aðeins minna.. ég hélt þetta væri e-ð tengt því að ég hefði verið að hlaupa erfið hlaup og keyra mig alveg út í keppninni um helgina.. því oft á eftir þá fær maður blóðbragð og illt í hálsinn og svona.. en þetta er ekkert að lagast.. og var e-ð að pirra mig á þessu við Jón Steinar áðan þegar hann sagði
jón:"varstu kannski að borða e-ð mikið af furuhnetum?"(í kaldhæðnistón)
Ég: "já..? afhverju? (ekki alveg að skilja?)
Jón: "í alvöru?! þá ertu kannski með svona Pine Mouth"
og sendi mér linkinn á þettaog þetta passar allt saman og ég er líklegast með þetta?! þetta er ógeðslegt! og ég veit ekki hvort og hvað ég ætti að gera.. ég keypti mér s.s salatblöndupoka-frá gottfæði.ehf sem er ma. furhnetur í.. sem ég var að háma í mig á föstudaginn.. og svo á laugardaginn fékk ég mér kjúklingaböku frá Saffran sem er s.s pizza með ma. fullt af furuhnetum.. og ég tíndi bókstafla hverja einustu furhnetu þar og át.. því mér finnst þær mjög góðar!!
Kannski ekki það góðar að ég nenni að standa í þessu.. vera með þetta óbragð endalaust! ef einhver veit eða veit um einhvern sem veit hvernig væri mögulega hægt að losna við þetta óbragð fyrr þá plís viljiði láta mig vita...
p.s þá gekk bara vel um helgina.. bætti 3 met.. í 400m hlaupi í ungkvenna flokki og kvennaflokk þegar ég hljóp á 59.40 sek og svo í 200m einnig á hljóp á 26.65sek! í öðrum greinum gekk mér allt í lagi.. og endaði með 2 silfur og 3 brons..
Þórhildur, Eva Lind, Agnes og ég.. frá silfurleikunum.. settum þar HSK-met í 4x200m
31 dagur til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það fer eftir því hvaða furuhnetur þú ert að borða. Þessar sem valda óbragðinu eru innfluttar frá Kína. Það eru í þeim aukaefni sem valda þessu bragði. Aukaefnin eru ekki hættuleg og bragðið hverfur eftir 1-2 vikur af sjálfu sér.
Það á að vera búið að taka þessar kínversku hnetur af markaðnum núna (þær eru samt í íslenskum umbúðum). Þær voru í kalkúnafyllingunni hjá okkur á jólunum og ég var með óbragð í munninum í viku. Svo fór það... :-)
GK, 7.2.2011 kl. 15:59
...og dugleg ertu að hlaupa... :)
GK, 7.2.2011 kl. 16:00
og ekkert hægt að gera.. ?! og takk!
Fjólan, 7.2.2011 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.