Komin á Akureyri og farin aftur!

úff.. það er svo mikið að gera í skólanum.. svo er ég bara að gera svo mikið annað líka.. mesti tíminn fer þó auðvitað í frjálsar og allt í kringum það..  ég reyni þó að gera allt í einu..

Mér gekk svona lala eða allt í lagi.. erfitt að segja hvar maður á að hafa væntingar/kröfur.. því auðvitað vill maður alltaf bæta sig.. en þetta var fyrsta mót á þessu ári og eftir smá stopp í 3 vikur.. en var við mitt besta í sumum greinum en aðeins frá mínu besta í öðrum.. en 4x400 boðhlaupssveitin náði að stórbæta HSK-metið um næstum 9 sek! alveg frábært.. ég náði rosa góðum sprett, eða var 58,3sek að hlaupa.. sem er mun betra en ég á í 400m.. 

Það koma e-ð brjálæði.. keppnisskap og atrennalín í þessu boðhlaupi að ég get ekki beðið eftir því að fara að keppa aftur um helgina.. ótrúlegt hvað það er endalaust gaman í þessari íþrótt!InLove

Þetta verður stutt blogg í þetta sinn.. verð að reyna að klára verkefnin sem bíða áður en ég fer aftur suður! sem er kl 12 á morgun!! ef veður leyfir Errm 

http://lh6.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TUm6L0cZOqI/AAAAAAAACEc/q9EPiads9xU/s640/IMG_7360.jpg

Ég mætti í afmæli hjá Benedikt litla.. þar voru mínar yndislegu frænkur líka!

http://lh4.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TUm6MPFy9GI/AAAAAAAACEg/RqyA0B_3M0o/s800/IMG_7385.jpgHópmynd af HSK/Selfoss liðinu sem keppti á MÍ15-22 + þjálfarar.. það vantar reyndar nokkra inn á myndina.. þessi föngulegi hópur setti slatta af HSK-metum og endaði í 2. sæti í heildar stigakeppninni!

p.s eitt húsráð í lokinn.. ef þú átt einhverja bolla sem eru orðnir mattir að innan.. svona brún rönd efst, eða doppóttur.. lítur út eins og hann sé alltaf skítugur en er það samt ekki.. það er hægt að ná þessu með því að nudda bollan að innan með matarsóta/natron með rakri tusku eða bréfi.. algjör snilld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra

Fjóla í rvk = sund sund sund... :)

Bergþóra, 3.2.2011 kl. 17:34

2 Smámynd: Jóhanna

Hahaha aðeins of góð mynd af ykkur! :-D

Jóhanna, 5.2.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband