afhverju lætur fólk svona?

það er svo langt síðan ég bloggaði.. þó það séu bara 8 dagar þá er ég alltaf að hugsa nýtt og nýtt blogg nokkrum sinnum á dag.. en ekkert gerist.. alltaf svo mikið að gera :| mér finnst líka mun meira að gera í skólanum miða við síðustu önn.. Það eru nú engar fréttir hehe.. 

Síðustu helgi fékk ég skemmtilega heimsókn frá þessum píum

http://lh5.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TUMzN_FKsQI/AAAAAAAACEI/wP-GNpBxDEo/s640/IMG_7320.jpg

og ekki má gleyma hinum stórfenglega og fræga Kormáki

http://lh3.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TUMzNTYSxcI/AAAAAAAACEE/4qbwVycQqLo/s512/IMG_7312.jpg

og svo var það jungle speed!

http://lh3.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TUMzM6kIQNI/AAAAAAAACEA/3zsSSjWHvyw/s512/IMG_7299.jpg

og sumir kusu að blanda áfengi við.. þá fyrst hafði ég séns í að vinna stelpurnar.. LoL

 Það var ótrúlega gaman að fá þær í heimsókn og fá að baka svolítið.. reyndar er frystirinn samt fullur af kökum.. greinilegt að þær höfðu ekki alveg undan..Whistling

Nú er ég komin til Reykjavíkur enn einu sinni.. nú er ég að fara að keppa á Meistaramóti Íslands 15-22ára.. þetta er síðasta árið mitt sem unglingur.. eins grátlegt og það er.. !  Ég hlakka til að keppa og fá að sjá tölur, árangur.. vita hvað ég get.. þrátt fyrir að fólk sé ennþá í sjokki eftir síðasta mót, fólk enn að koma og spyrja hvað gerðist eiginlega?! og e-ð.. hehe.. förum nú ekki út í þá sálma aftur..  en mér finnst alveg ótrúlegt þegar fólk kemur til mans og segir "af hverju vannstu ekki" eða "léstu yngri stelpu vinna þig?" og í þá áttina.. þó það sé auðvitað minni hlutinn af fólkinu sem kemur og talar við mann um íþróttina.. en þetta fer alveg gríðarlega í taugarnar á mér.. 

Þegar fólk er að segja e-ð svona.. auðvitað gerir maður alltaf sitt besta.. stundum eru "ástæður" að ekki væri hægt að gera betur t.d veikindi,meiðsli eða e-ð.. væri bara betra ef maður mundi ekki keppa ef maður fílaði sig ekki alveg 100%?! öö.. nei.. það er mikilvæg reynsla hver keppni hvort sem maður stendur sig vel eða illa..  Vesta er að sumir þola ekki þessi komment.. því auðvitað er ég ekki ein í þessu heldur örugglega flestir sem hafa unnið eitthvað.. og viðkomandi vinnu það ekki.. eða bætir sig ekki aftur hrikalega þá er hann bara "skammaður" af einhverjum sem hefur yfirleitt ekki hundsvit á íþróttinni! út af þessu þá eru margir sem eru hreint hræddir við að keppa!

Í vikunni kom einmitt maður til mín og fór að segja að ég hefði ekki átt að láta litla stelpu vinna mig.. og ég sagði að hún væri bara ekkert lítil, hún hafi verið að bæta sig um 3 sek og staðið sig frábærlega! og þá fór hann að segja að ég ætti að bara að vera duglegri að æfa til að koma í veg fyrir þetta.. ég ætti mæta í ræktina og hamast eins og andskotinn og jarijarijari.. og ég sagði þá að ég hefði nú bara búin að vera frá í 3 vikur útaf meiðslum og veikindum og þá varð hann bara enn ákveðnari og sagði "ég hlusta ekki á neinar afsakanir".. þá hætti ég nú bara að hlusta en hann hélt áfram að tala/röfla hliðin á mér.. ég spyr bara af hverju? af hverju er fólk að segja svona? það ætlar kannski ekki að vera leiðinlegt e-ð... eða segja svona í gríni e-ð en auðvitað vill maður alltaf vinna og bæta sig og maður þarf ekki einhvern til að nudda sé upp úr því að maður hafi ekki staðið sig vel..  Ég er ekki að segja að maður geti ekki talað um að maður hafi tapað.. þið fattið hvað ég meina.. 

nóg um það og og best að fara að einbeita sér að keppninni á morgun.. mikið hlakka ég til!W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

váááááts Fjóla !!!

 Ótrúlegt að lesa þetta, því ég fæ að upplifa þetta allt of oft!  "af hverju vannstu ekki" eða "léstu yngri stelpu vinna þig?" já þetta fær maður að heyra og fólk er bara ekki að fatta hvað það er að segja við mann og einmitt hlustar ekki á það sem maður hefur að segja og túlkar það bara sem djöfulsins afsakanir og aumingjaskap. Þá er mér nú bara skapi næst að segja "já ég er bara of gömul og feit til að hanga í yngri stelpunum".... kannski segji það ekki en ég klárlega hugsa það :(
Og ég er einmitt farin að finna fyrir kröfum frá fólki að ég eigi að standa mig og þá er fólkið að meina GULL ... ekki bæting eða bara gott gengi heldur GULL !!!kræææst auðvitað langar öllum til að vinna, en það fá víst ekki allir að vinna þetta blessaða gull!

úff við gætum greinilega haldið saumaklúbb um þetta umræðuefni! HAHA 

En gangi þér hrikalega vel um helgina :D :D knúús

Hafdís Sig (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 22:33

2 identicon

KONRÁÐI!! Kormákur er bíllinn minn ;)

Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 22:50

3 identicon

Vá stelpur ég er svo sammála ykkur !!!! Þetta er ekkert lítið pirrandi, vil mjög gjarnan vera með í saumaklúbbnum að ræða þetta... ;)

 You got to lose to learn how to win!!

Agnes (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 22:59

4 identicon

Ég held að flestir sem hafa verið í þessu sporti og á einhverjum tímapunkti og verið að standa sig hrika vel fengið að heyra nákvæmlega það sem þú fékkst að heyra (og það sem Hafdís hefur fengið að heyra líka). Síðast um daginn sagði einn við mig (í niðrandi tóm) - "flott í sjónvarpinu um daginn - mikið eru þetta ungar stelpur sem þú ert að keppa við hérna á Íslandi"
Ég sagði bara kurteisislega -  jaHá... ungar og efnilegar stelpur... og heppin ég að ver í þeim hóp ekki satt!! ;)

Ég gæti komið með nokkur dæmi um fólk sem veit ekkert hvað það er að tala um en vil samt skipta sér af og segja mér að æfa minna/meira/hætta og gera hitt og þetta!... pirrandi, pirr en best bara að hundsa svona því maður veit betur.

 Gangi þér hrika vel um helgina! :-)

Kristín Birna (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 00:28

5 Smámynd: Bergþóra

Aaaa, svo þetta er Konráð... var búin að pæla mikið í þessu ;)

Bergþóra, 29.1.2011 kl. 10:08

6 Smámynd: Fjólan

hafdís: já það er sko hægt að tala um þetta fram og til baka.. og hneikslast á fólki sem  lætur svona.. en maður verður bara að minna sig á staðreyndir og hvað er réttmætt í þessu.. hvernig maður stóð sig sjálfur.. enn hvað aðrir voru að gera!

Bergþóra Kristín: ómæ god! trúi ekki að ég hafi klúðrað þessu.. hann verður ekki sáttu!

Agnes: já er það ekki bara í sundlauginni eftir keppni næsta laugardag?

Krisín Birna: satt,satt..  maður verður einmitt að passa að láta þetta fólk ekki hafa áfhrif á sig.. ég er bara alltaf jafn hissa þegar fólk segjir svona.. hvað það er sem fær það til að segja þetta.. 

Bergþóra Gylfa: haha.. já.. loksins færðu að sjá hann! hihi.. hann er þú mun skemmtilegri live!

Fjólan, 30.1.2011 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband