Ég var búin að blogga voða fínt blogg.. og tölvan fékk einhvern sjálfstæðan vilja og þurrkaði allt út.. alveg yndislegt!
Þessi færsla fjallaði í grófum dráttum bara um það að ég verð heima um helgina.. fer s.s ekki að keppa.. Heldur á ég að koma mér í gang eftir veikindi og meiðsli.. og ég er öll að koma til.. að vísu fá ég harðsperrur og stíf allstaðar.. ótrúlegt hvað líkaminn er fljótur að linast niður!
Mér á þó ekki eftir að leiðast um helgina þar sem ég er að fá þokkadísirnar þrjár.. þær Laufeyju, Bergþóru Kristínu og Söndru Ósk.. þær ætluðu að koma í skíðaferð.. en snjórinn er því miður mikið farinn..
Annars er skólinn byrjaður í allri sinni lærdómsdýrð! og það er oft erfitt að koma sér að stað að t.d reikna heima þegar bækurnar eru á ensku og ég veit í raun ekkert hvað ég á að reikna..þó ég viti hvernig eigi að reikna það þá skil ég ekki hvað er verið að biðja um eða hvaða gögn ég er með í höndunum.. það eru allavega 4 áfangar af 5 sem ganga mikið út á reikning.. nei,nei.. þetta er ekkert erfiður reikningur.. meira tungumála-erfileikar.. en það kemur með hjálp góðra skólafélaga
Það er búið að vera nóg af snjó síðustu vikurnar hérna á Akureyri.. Jón Steinar tók þess mynd í vikunni.. frekar hár ruðningur inn í íbúðarhverfi.. (auðvitað eru sumur lægri en aðrir hærri!)
Ég er með æði núna að baka þetta brauð.. Fjölkornabrauð.. uppskrift sem ég fékk frá Bergþóru Gylfa fyrir löngu en er fyrst að nota núna! sjúklega gott!
ég er líka með æði fyrir að poppa poppið sjálf.. enda miklu betra! ég er reyndar ennþá að læra hversu margar baunir ég má láta i pottinn..
Ekki verra þegar maður á bíó-poppsalt! og svona flotta poppskál til að auka stemminguna!
31 dagur til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða skemmtun um helgina! Heppin ertu að fá þær í heimsókn :D Og vá girnó brauð hjá þér, dugleg að baka :) Og bíópoppsaltið, það klikkar ekki, haha :D
Sólveig (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 20:58
verði þér að góðu ;)
Bergþóra, 20.1.2011 kl. 21:39
Mmm, girnilegt brauð :) Ég væri alveg til í að fá uppskriftina hjá þér ;)
Fríða Björk (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 11:43
ég kem með uppskriftina í næstabloggi.. þar sem ég er fyrir sunnan núna og uppskriftin er fyrir norðan..
Fjólan, 28.1.2011 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.