Afhverju ávarpar maður Guð þegar maður er að hneikslast?

Af hverju segir maður "Guuuuuuð" þegar maður er að hneikslast eða mjög hissa.. erum við að ávarpa/kalla á Guð og spyrja hann í leiðinni af hverju hann lét þetta fara svona? því hann á jú, að ákveða allt sem gerist, að Guð sé stjórnandinn.

Ég ætla nú ekki mikið að fara að tjá mig um trú-mál, enda viðkvæmt efni.. ég er meira að segja eiginlega alveg hætt að segja "Guð hjálpi þér" þegar fólk hnerrar.. því það er ekkert víst að viðkomandi vilji að Guð hjálpi sér.. svo ég segi bara "hjálpi þér"..  Grin

En ég er s.s komin norðurpólinn.. hehe.. næstum.. það er allavega allt á kafi hérna, maður er ekkert að fara mögum sinnum út..!

http://lh3.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TStrjSTW6dI/AAAAAAAACC8/DMuAxHkYOCg/s720/IMG_7206.jpgÉg sakna mest við að vera ekki í sveitinni er að geta ekki farið í bað hvenær sem ég vil..Ekkert betra en að eiga kósy stund í baði! (sérstaklega ef það er kalt og mikill snjór úti!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá kósí!!:o) ég er nú ekki mikil bað manneskja en mig langar nú bara eiginlega að skella mér í bað við að sjá þessa mynd :P

laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 20:48

2 identicon

mmm, ég elska bað! :)

þú verður bara að fara í sund í staðinn... eða banka hjá nágrannanum, hehe

Bergþóra Ál (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 20:50

3 identicon

Mig langar í bað þegar ég sé þessa mynd! haha :) En vona að þú hafir það gott í snjónum á Ak. :)

Sólveig (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 21:20

4 Smámynd: Fjólan

Laufey:hehe... það er ekki sama hvernig maður hefur "baðið" eins og með "teið".. verður að gera það svona að hætti Fjólu.. hehe...

Bergþóra: já.. ég elska líka að fara í sund.. en samt aðeins meira að fara í bað.. því sundlaugin hérna á AK lokar svo snemma og kostar marga peninga!

Sólveig:ert þú með baðkar heima hjá þér? en ég hef það ágætt hér í snjónum..:)

Fjólan, 10.1.2011 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband