Mæja og Ísold komu í heimsókn.. Við fórum ma. í skautahöllina.. það fékk ég að kynnast því hversu ákveðin litla frænka er.. þetta var fyrsta skiptið sem hún fór að skauta og eðlilega datt hún svolítið oft eftir eitt svakalegt fall og búin að dett svolítið oft þá kom þetta " ...
svo leit hún á mig og krefti hnefann og sagði rosa ákveðin Nú ætla ég að meika það! Nú dett ég ekki, ég skal ná þessu og hún stóð upp og skautaði það sem eftir var af hringnum og síðan 2 heila hringi án þess að detta!" Mæja hjálpaði mér að sníða kjólinn sem ég var byrjuð á (ég var að klára hann núna í vikunni!! með ágætri hjálp frá henni aftur..!)
Gísli þjálfari fyrir norðan sagði "Hann sagði einnig að ég væri í engu formi (þó ég sé í því besta formi sem ég hef verið) og það sem ég væri að geta og gera í frjálsum væru meðfæddir hæfileikar.." (samt var ég alveg að bæta mig í ýmsum greinum.. núna talar hann um það að ég sé í góðu formi og lýti vel út.. ég get ekki beðið eftir að fara að keppa og sjá bætingarnar!!)
Mars:
Var búin að plana að læra garðyrkju síðar um haustið í 100% fjarnámi.. þegar ég hringdi og ætlaði að senda inn umsókn þá fékk ég að vita að það væri hætt núna að kenna í 100% fjarnámi! Það gekk mjög ill að finna e-ð nám sem hentaði mér.. e-ð nám sem ég gat lært á akureyri.. hvort sem það væri fjarnám eða nám ég ég gæti haldið svo áfram í ef ég mundi flytja suður! (svo endaði ég með því að fara í Viðskiptafræði! )
Það kom snjór fyrir sunnan.. og ég og Dýrleif nýttum okkur það.. það var sko ekki leikið inni þá..
Ég var alveg að farast úr spenningi fyrir ferðalagið.. æfingabúðirnar + interail.. þegar líða tók á mánuðinn var ég orðin meira stressuð en spennt!
Mamma og Sigvaldi komu í heimsókn.. fórum ma. inn í eyjarfjörð til að fá okkur voða frægan og góðan ís.. fengum ekki alveg réttar upplýsingar og keyrðum auka 100km!!! á meðan átti jón að byrja elda heima en sofnaði svo matnum seinkaði töluvert!
Ég var valin til að fara ókeypis til Grikklands til Ólympíu í 2 vikur á námskeið.... ein kona og ein karl frá íslandi..Námskeiðið snérist um að íþróttaiðkun og áhrif hennar á frið í heiminum. Þetta var nú ekki stíf dagskrá fyrir þetta, heldur leit þetta út fyrir að vera geðveikt skemmtileg ferð og fróðleg. Fyrir utan að maður mundi kynnast fólk frá öllum heiminum.. En þegar ég fór að ath. dagsetninguna betur var þetta á sama tíma á Evrópubikar.. ég var búin að stefna að því að komast á það mót. Ég gat ekki verið á báðum stöðum þannig ég valdi landsliðið.. En ég komst ekki í hópinn sem fór á Evrópubikar... smá svekk en svona er þetta :)
25.mars fór ég af klakanum.. hélt til tenerife í æfingabúðir í 2 vikur.. æðislega æfingabúðir.. bestu hingað til! stundaði ísbaðið grimmt.. ákveðin stemming í því!
Apríl Hélt svo ein til Madridar 7. apríl.. munaði litlu að ég gubbaði því litla sem ég náði að troða ofan í mig í morgunmat.. svo svo sjúklega stressuð.. langaði að hætta við þetta allt saman.. Þetta var í fyrsta skipti sem ég flaug ein í útlöndum.. allt gekk vel til að byrja með.. ég áttaði mig svo á því rétt áður en ég fór í flugvélina að ég var búin að tína miðanum sem ég var búin að skrifa nkl. hvernig ég kæmist til Laufeyjar í Madrid (hún gat ekki komið að sækja mig).. Síminn minn virkaði ekki.. náðist ekki samband.. í fluginu sat einhver Afríkubúi hliðin á mér og ætlaði að giftast mér, og ég átti að eignast með honum börn og þjálfa þau í frjálsum, hann ætlaði að fara með mér til Afríku og sína mér alla fjölskylduna hans.. ég átti svo að vera bara hjá honum í Madrid.. ég hljóp svo úr flugvélinni og faldi mig inn á kvennaklósettinu í svolítinn tíma.. þangað til ég væri viss um að hann væri farinn.. dramað var ekki búið því ég vissi ekkert hvert ég átti að fara.. tíkallasímarnir virkuðu ekki og ég var alein.. fann síma sem virkaði og náði að hringja snöggvast í Laufey, en sambandi slitnaði.. en hún hringdi aftu í tíkalla símann og ætlaði að koma eftir 2 klst.. ég sat fyrir framan stigann sem hún koma upp.. en ég hef e-ð litið undan og hún ekki séð mig.. en fundum svo hvor aðra á endanum!!
Frábært byrjun á Interailferðinni! Ferðin gekk nú svo bara ágætlega.. lentum ekkert í miklum vandræðum.. stundum vildi fólk ekki skilja okkur.. eldgos á heima og allir að nota lestir.. en það var verkfall í Frakklandi þannig við vorum í smá hasar að komast frá Spáni til Frakklands.. svo var líka verkfall í Ítalíu..
Maí:
Komum aftur heim 7. maí búin að fara til 7 landa og 25 borga/staða.. það var ekki mikil hvíld sem ég fékk heldur beint farið í vorverkinn í sveitinni.. og var ekki nettengd til að byrja með og því ekki mikið um bloggfærslur.
Keppti á MÍ í þraut.. náði ekki settum lágmörkum fyrir NM sem þýddi að ég mundi ekki keppa meira í þraut sem eftir var á árinu! ég var ekkert lítið svekkt.. og ákvað þar með að hætt að leggja áherslu á þraut!
Júní:Ég bjó til síðu fyrir fyrirtækið okkar pabba www.stora-sandvik.net
Ég byrjaði að tína og selja maðka eins og enginn væri morgundagurinn.. og rabarbara líka!
Sumarið var í hámarki.. Dýrleifu var svo heitt að hún var ekki að nota vatnið til að gefa blómunum að drekka bara sjálfri sér! hehe..!
Júlí
ég var dugleg að keppa og styttist óðum að ég mundi ná lágmarki annaðhvort í hástökki eða 400m grind.. á NM blatic..
Var alveg að njóta þess að vera vinna í sveitinni.. var ekki mikið að hanga í tölvunni
ágúst:
Fór í æðilega skemmtilegt ferðalag með Laufey og Terizu (frá Tékklandi).. ég sá í fyrsta skipti: reðursafnið, hvali, ásbyrgi, mývatn, leirböðin á mývatni..
Bókað ferð til Gumma bró til USA! yfir halloween.. var búin að selja nógu marga maðka til þess að eiga fyrir ferðinni!
Byrjaði í Háskóla Akureyrar og leist vel á.
Náði loksins langþráðu lágmarki á NM í 400m grind á Bikarkeppni frí hljóp á 62.50
September:
Fór til Svíþjóðar, til Söderhamn að keppa á NM baltic.. var algjörlega í toppformi þarna.. fílaði mig hrikalega.. aldrei verið eins fullkomin stund til að keppa..veðrið, hausinn, líkaminn, hitinn, keppendur,aðstaða, stemming .. allt ALLT fullkomið! svo byrja ég að hlaupa og sting hinar af (sem voru með mér í riðli) rekst svo í þriðjugrind og steypist á hausinn.. verð öll í sárum og lemstruð.. var allan sept. að jafna mig í hnénu eftir fallið.
Byrja með alltieinu.blog.is 21. sept. ólæst blogg.. það hefur ennþá reynst ágætlega.. 7,9,13..
Komst að því að líkaminn minn framleiðir of mikið af kortisól sem er stresshormón.. það útskýrir margt!
Október:
Félagslífið í skólanum var ekkert að minnka og hið árlega spellmót var haldið 1. okt.. þar var deildin mín með pönkaraþema. ég spókaði mig því umm með rauðan hanakamb og frekar subbuleg til fara!versta var að of margir sögðu að þetta útlit færi mér vel!
Var orðin spennt fyrir jólunum
Fór á skemmtilegan fyrirlestur með Sigurbirni Árna.. um afreksíþróttamenn.
Var valin í annað sinn í landsliðshópinn
25. okt lentum við Jón Steinar í einhverju skrítnu í sveitinni.. draugagangur?
Fór til Seattle í heimsókn til Gumma.. vá var yndislegt að hitta hann!!
Nóvember:
kom heim 3. nóv.. toppurinn var klárlega halloween.. fyllti myndaplássið á þessari síðu..
Allt á kafi og ófærð 13. nóv!
Komin með titil á næstu hasarmynd "Velchen am der laufen!"
Prófa undirbúningurinn hófst seinnipart mánaðarins...og lærdóminum lauk ekki fyrr en 17. des!
Desember:
Ekki mikið um bloggfærslur í prófatíðinni enda námið yfirþyrmandi..
Hélt ég kæmist ekki heim um jólin út af veðri en tafðist þó "bara" um einn dag..
Snéri mig og tognaði illa 27. des (en þetta lýtur allt rosa vel út) fór svo kvöldið eftir á uppskeruhátíð Árborgar.. tók á móti styrk og lenti þar í 3ja sæti sem íþróttakona árborgar..
Athugasemdir
Greinilega mjög viðburðarríkt og skemmtilegt ár!
Ragga (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 13:36
2010 leið alltof hratt... en þú náðir greinilega að gera helling! :-)
Luv :*
Jóhanna, 11.1.2011 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.