Loksins, loksins eru allar einkunnir komnar í hús..
er nokkuð sátt við einkunnirnar.. en ég fékk
(í leiðinlegasta faginu, að mínu mati) fjárhagsbókhaldi fékk ég 6.. meðaleinkunnin var 4,65 og 40% fall.. var nr. 15-16 af 33
Í markaðsfræði fékk ég 8.. meðaleinkunnin var 5,02 og 33% fall.. ég var nr. 2-4 af 33 í röðinni (einn með 9 og 3 aðrir með 8)
Í stjórnun fékk ég 8,5 meðaleinkunnin var 5,25 og 30% fall.. ég var nr. 1 af 26 í röðinni.. hæsta einkunn
Í stærðfræði fékk ég 9 og meðaleinkunnin var 5,8 og 30% fall. ég var nr. 7-10 af 49 í röðinni.. það munaði 0,03 að ég fengi 9,5 en kennaranum fannst svörin ekki nógu skír og skilningurinn því ekki nægur til þess að fá það.. frekar mikið bögg!!
Í vinnulagi fékk ég 8,5 og meðaleinkunnin var 5,6 og 34% fall.. ég var nr. 2-3 af 47.. s.s 1 annar með 8,5 og einn með 9..
Ég er því með meðaleinkunnina 8 á fyrstu önnina mína í háskóla.. ég er þokkalega sátt við það þar sem ég þarf að hafa þvílíkt mikið fyrir því að læra.. enda var ég alveg útbrunnin fyrir síðasta prófið.. ég lærði endalaust í mánuð fyrir og í kringum prófin, eða 8-14klst á dag.. alla daga! ég vissi alveg að ég ætti erfiðara með að læra en aðrir þar sem ég er með lesblindu og skrifblindu.. en ég gerði mér grein fyrir hvað það munar miklu. Ég fór í nýja lesblindugreiningu á önninni og þar kom m.a fram að 15 ára krakkar lesa að meðaltali 80%hraðar en ég!! 80% hraðar!! það er rugl!
að vera lesblindur og vera lesblindur er alls ekki það sama.. það er misjafn hversu mikil áhrif þetta hefur á fólk og hversu vel fólk er búið að vinna með þetta.. þannig ekki halda að allir þeir sem eru lesblindir lesi svona hægt... fyrir utan þetta var líka slakur lesskilningur ofl. en best fannst mér að talað var um að stafsetningin væri styrkleikinn minn af þeim atriðum sem lesblindir eiga í erfileikum með.. mér finnst það best því mér finnst ég alltaf skrifa svo hræðilega vitlaust..! hehe.. en ætli að ég hafi ekki æfst í því henni með því að blogga svona mikið eins og ég geri :)
og hey.. fóturinn minn er voða duglegur.. labba stundum nánast alveg venjulega.. ég gat hjólað í 16 mín í dag og svona.. má þó ekki reyna hlaupa/labba fyrr en fyrstalagi eftir viku.. en þetta lýtur vel út.. þ.e.a.s mér líður ágætlega í fætinum.. hann hinsvegar lýtur ekkert rosa vel út sjálfur eins og sjá má á þessari mynd..
Ég veit ekki hvort það sé nógu skírt á þessari mynd en ég er allavega marin upp á legg, í kringum ökklann og niður á ristina.. ennþá svolítið bólginn en hún er þó farin að minnka..
Flokkur: Bloggar | 30.12.2010 | 02:32 (breytt kl. 02:44) | Facebook
31 dagur til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi fótur lítur bara alveg þokkalega út.
Til hamingju með dugnaðinn, kv. B.
Baldur Fjölnisson, 30.12.2010 kl. 04:21
Til hamingju með einkunnirnar! Virkilega vel gert!
Guðmundur Marteinn Hannesson, 30.12.2010 kl. 11:00
Vá, Fjóla! Ekkert smá flottar einkunnir! Til hamingju með þetta!!
Bergþóra, 30.12.2010 kl. 11:08
Takk fyrir það allir!
Fjólan, 30.12.2010 kl. 18:36
Þú ert snillingur Fjóla
Helga R. Einarsdóttir, 31.12.2010 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.