Eru meiðsl hluti af þessu?

Nú kemur smá dramatísk saga af æfingunni áðan..

Í upphituninni þá kemur Dröfn til mín, hún sem er búin að búa út í Danmörku í svolítinn tíma og er núna heima um jólin.  Hún segir " til hamingju með allan árangurinn.. frábært alveg.. og þú ert ekkert búin að vera neitt meidd lengi.. " og ég svaraði "Takk fyrir það.. en ég er líka hætt í því.. hætt að meiða mig.. passa mig bara vel.. :)"

Við förum svo inn í fimleikahúsið og erum að gera æfingu þar inni.. erum að gera allskonar hopp á svona loftgólfi.. svona gólf sem er eins og hoppukastalar eru gerðir úr og maður hoppar alveg rosa hátt.. Svo erum við að gera svona jafnfætishopp, hné í brjóst.. og í einni lendingunni misstíg ég mig, svaka smellur heyrist og ég hníg niður og rúlla mér útaf... Olga fimleikaþjálfari sem var einhverstaðar allt annarstaðar í húsinu var fáránleg fljót að koma og byrjuð að vefja á mér ökklann.. greinilega vön ökklameiðslum hjá fimleikastelpunum..

Þetta var alveg fáránlega vont.. en ég náði stjórn á mér eftir smá stund.. ég fann það mikið til að ég var nokkuð viss um að þetta væri eitthvað sem tekur lengur en viku að lagast.. ég hugsaði þá jákvætt að það væri betra að meiðast svona fyrir innanhús tímabilið frekar en utanhús tímabilið.. innanhús tímabilið er ekki alveg eins mikilvægt.. og ég gæti alveg haldið áfram að æfa e-ð þó ég gæti kannski ekki hlaupið strax.. verið bara t.d dugleg að lyfta og massa mig upp.. og komið svo mega sterk og öflug inn í sumarið

Þegar 20 mín voru liðnar átti ég að taka vafninginn af.. og fara heim og haldið áfram að kæla og þrýsta á ökklann.. ég var búin að undirbúa mig fyrir það versta þegar ég var að taka vafninginn af.. í fyrstu var eins og ökklinn væri ekki einu sinni mikið bólginn.. en þá tók ég eftir því að hællinn var allur fjólublár/grænn/gulur.. og ég fríkað út og fór að hágrenja að ég gæti ekkert hlaupið og ég ætlaði að keppa á 29. des.. og nú var allt ónýt.. ég reyndi samt að segja við sjálfan mig upphátt að þetta væri ekki svona slæmt.. en það var samt svo erfitt.. þar sem ég hlakka svo til að fara að keppa því ég hef ALDREI verið í eins góðu formi eins og núna.

Ein stelpa sem er að æfa fimleika er sjúkraþjálfari og hún kom og ýtti og skoðaði fótinn og sá ekki að þetta vær neitt alvarlegt.. og þá var hællinn líka orðin venjulegur á litinn.. líklegast hefur blóðflæðið verið bara svona lítið þegar ég var vafin og orsakað þennan ógeðlega lit á fætinum.. ég prófaði að stíga í fótinn og það gekk.. þ.e.a.s að ég get gengið illa, haltrað..

Núna eru 3 klst. síðan þetta gerðist og ég er ennþá að drepast í fætinum.. tók samt e-h 1000mgr verkjatöflur stuttu eftir þetta og nýlega búin að taka inn 600mgr. íbúfen.. fóturinn er orðin svolítið bólginn.. 

Ekki laust við að þetta riðli plönum næstu daga en ég verð bara bíða og sjá.. þetta er alveg örugglega ekkert alvarlegt þar sem sjúkraþjálfarinn gat ekki fundið neitt.. og ég veit að þetta er ekki slitið liðband eða sprunga í leggnum því ég hef lent í því á þessum fæti.. og hann er því mögulega e-ð viðkvæmari fyrir þessu.. 

p.s Sigga þjálfari er svo mikið krútt hún var alveg miður sín og var næstum farin að gráta með mér..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æjjj, leiðinlegt að heyra.. Vona að þetta lagist nú sem fyrst og að þetta sé ekki alvarlegt!

En já, Olga er svo sannarlega ýmsu vön þegar kemur að meiðslum, hehe.... :)

Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 23:03

2 identicon

Æiiii Fjóla í alvöru !!! Þetta er ekki sniðugt .... eiginlega alveg ömurlegt :( en þú verður fljót að jafna þig á þessu dúllan mín :*

Hafdís Sig (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: Fjólan

Ég er strax mun betri.. labba næstum venjulega..

Fjólan, 29.12.2010 kl. 01:43

4 Smámynd: Bergþóra

Shit, vona þetta sé að lagast!
Heyri í þér á morgun...

Bergþóra, 30.12.2010 kl. 01:30

5 identicon

æh díses ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar sigga sagði mér frá þessu daginn eftir.. :/ en það er góðs viti að þú hafir strax skánað daginn eftir, þetta verður vonandi enga stund að jafna sig:)

Dröfn (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 13:17

6 Smámynd: Fjólan

þetta er alveg típist.. en þetta er að lagast.. ;)

Fjólan, 30.12.2010 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband