Aðfangadagur er runnin upp.. þetta eru góð jól... það er ekkert stress hjá mér fyrir þessi jól.. það er snjór úti.. og ég borðaði möndlugraut áðan.. fjölmennasti möndlugrautur sem ég hef upplifað.. ótrúlega gaman.. Grauturinn hefur verið á stóru-sandvík 5 síðustu 20 skipti.. og alltaf fjölskyldan hér.. svo flutti mamma.. og svo fór jóhanna að til tengdó í graut.. svo flutti gummi til USA og svo er Jói ekki hjá okkur núna um jólin þannig ég og Pabbi vorum bara ein eftir.. ekki mikil stemming í að vera 2 í möndlugraut..
Þannig ég talaði við Sólveigu.. sem er eiginlega eins og systir mín.. hvort við ættum nú ekki að hafa möndlugraut saman.. fjölskyldan hennar er ekki vön að hafa svoleiðis því í gamla daga fóru alltaf hinir krakkarnir að grenja ef þeir fengu ekki möndlugjöfina.. þannig þessu var bara sleppt.. hehe..
Við vorum alls 10 að borða graut saman.. og loksins fékk ég ekki möndlugjöfina.. orðin frekar þreytt á að fá hana ALLTAF örugglega búin að fá hana síðustu 10 árin! það var nefnilega þannig að sá sem fékk möndluna átti líka að lesa af pökkunum seinna um kvöldið.. áður fyrr var það voða mikið sport.. en það er eiginlega bara kvöð núna.. Því tóku bræður mínir sig alltaf saman og svindluðu.. voru vissir um að ég fékk alltaf möndluna.. hvort sem það var að setja möndluna í minn disk og setja hann hjá mér.. eða allir voru látnir fá möndlu og enginn mátti segja svo það liti út fyrir að ég væri ein með möndluna.. sniðugir! hmmm..
Ég slepp reyndar ekki við að lesa á pakkana.. En litla frænka hjálpar mér við það.. bráðum getur hún farið að lesa á pakkana..
að lokum ..
hér er Jólakveðja til ykkar yndislega fólk.. tekur smá stund að hlaðast in.. sirka 30 sek.. (þið eigið svo að klikka á það sem stendur "click")
Fjóla Jóla!
Flokkur: Bloggar | 24.12.2010 | 13:32 (breytt kl. 13:34) | Facebook
31 dagur til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að lesa Fjóla mín- gleðileg jól- við sjáumst í kvöld!
Helga R. Einarsdóttir, 24.12.2010 kl. 13:51
Jói var einmitt að rifja upp brögðin sem þeir bræðurnir notuðu fyrir hvern möndlugraut, hehe.
Ég var að fá möndlugjöfina í fyrsta skipti núna! ;)
Ragga (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 14:10
haha bræður þínir eru ótrúlegir!
Ég fæ hinsvegar aldrei möndluna og það var engin breyting á þetta árið :( :P
gleðileg jól!!
Jónsteinar (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 12:35
Helga: gleðileg jól og takk fyrir gærkvöldið...
Ragga: haha.. jói er ótrúlegur.. það er gaman að fá hana þegar maður fær hana í fyrsta skiptið! hvað fékkstu svo?
Jón: hefuru aldrei fengið möndluna? ég skal gefa þér möndlu...
Fjólan, 25.12.2010 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.