"...þetta var bara huldumaðurinn..."

Flestir sem hafa verið e-ð að ráði í Stóru-Sandvík hafa fundið fyrir einhverjum draugagang.. ég man þegar ég var yngri þá var aðal sportið í afmælum að láta mig segja draugasögur..  Flestir kippa sér þó lítið upp við þetta og segja eins og pabbi sagði í morgun "þetta var bara huldumaðurinn.." Fólkið hérna í sveitinni hefur trúað mjög sterkt á álfa og huldufólk.. og auðvitað Guð líka.. t.d varð pabbi einu sinni alltaf að vera með tómt glas á einum stað, heima í sveitinni, glasið var fyrir huldumanninn.. Einnig man ég eftir að Magga frænka sagði mér sögur frá því að þau gáfu álfkonu mjólk á nóttunni, létu mjólkurskál út í glugga.. gerðu það um tíma og eftir það gekk allt rosa vel..

(Ég ætla ekki að færa rök fyrir því hvort fólk ætti að trúa að þetta eða ekki.. það skiptir ekki máli.. það fer mest í taugarnar á mér þegar fólker að reyna sannfæra fólk um að trúa/trúa ekki.. maður á bara að virða trú annarra..)

Það eru auðvitað líka fólk hérna sem trúi ekkert á þetta..ég held reyndar að það sé meiri hræðsla.. svo það reynir að útilokar þetta..ég er ekki að segja ef hurðin lokast að það sé bara draugagangur.. auðvitað reiknar maður fyrst með því að þetta sé e-h dragsúr e-ð álíka.. En t.d einu sinni þegar frænkur mínar voru í bíl sem var slökkt á þá fóru allt í einu ljósin að blikka og rúðuþurrkurnar af stað... og þá sagði önnur frænkan sem trúir alls ekki á neitt svona "bílinn er bilaður"... það var samt slökkt á honum, hvernig gat þetta gerst bara 1x ef hann var e-ð bilaður og kveikti ljósin sjálfur og e-ð? 

Ég gæti nú sagt endalausar sögur úr sveitinni en ég ætlaði að tjá mig um það sem gerðist í gær.. 

Seint í gærkvöldi..  pabbi var stein sofandi.. þá fer Jón Steinar í sturtu.. og ég er á klósettinu (sitt hvort baðherbergið) þá allt í einu heyrist mér einhver vera að labba frammi... þannig ég hlusta betur.. jújú.. það er einhver að labba.. ég kall "Jón? Jón steinar?!" ekkert svar..  Ég heyrði að einhver ýtti á slökkvarann.. ég hélt kannski að hann væri að reyna að vera fyndinn.. en þá heyrði ég í sturtunni.. þá kalla ég "Pabbi?..Pabbi?!" ekkert svar.. þetta var samt ekki pabbi því maður þekkir alltaf hvernig pabbi labba, hann dregur fæturna svo mikið á eftir sér.. hehe.. 

 Ég þori ekki fram.. því ég heyri að það er e-h fyrir utan hurðina hjá mér.. og ég kalla "hver er þarna frammi?! halló! " en ekkert svar.. ég ætlaði sko ekki að fara fram! því auðvitað hélt ég bara að einhver væri búinn að brjótast inn.. það væri ekki í fyrsta skipti á mínum heimilum.. þar sem það var brotist inn til okkar(hjá mömmu) á Smáratúninu.. og svo þegar fangarnir voru að sniglast hérna og stálu svo bíl systur minnar!

 Það var eins og það stæði einhver fyrir framan klósettið, og heyrði sig, án þess að labba.. þá heyrist svona aðeins í fötunum.. æjj.. fattiði hvað ég er að meina? 

Jón Steinar kom svo loksins úr sturtu og þá þorði ég fram.. og þar var enginn! og ég sagði Jóni hvað væri í gangi.. og hann sagði einmitt að einhver hefði tekið í hurðahúninn hjá sér meðan hann væri í sturtu... þannig við vorum alveg viss um að þetta hefði bara verið pabbi.. 

En í morgun þegar ég hitti pabba.. spurði ég hvort hann hefði ætlað á klósettið meðan Jón væri í sturtu.. þá kannaðist hann ekki neitt, við neitt.. og var ekki var við að einhver hefði farið í sturtu... þá sagði ég "það er skrítið.. þetta er e-ð skrítið!" þá sagði pabbi frekar rólegur " þetta var bara huldumaðurinn.. "

 http://www.fva.is/harpa/fva/verknema/ingibjorg/adalsida/myndir/draugur.gif


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oki ég veit (og þú veist) að ég er ekki nein ofsatrúa manneskja á drauga en þetta er virkilega KRÍPÍ!!

laufey (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 10:53

2 identicon

 Váá ég trúi svo mikið á svona að það er eiginlega bara óþægilegt!

Þori sko ekki að koma í sveitina á næstunni...

Ragga (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 12:48

3 identicon

Shit creepie, þú hefiðir átt að kíkja fram og sjá hver þetta væri, :P. En ég er alveg sammála að það sé eitthvað á sveimi í sveitinni sem maður sér ekki. maður kann ekki að lýsa því en, maður finnur oft fyrir því, sérstaklega þegar maður er einn að gera eitthvað, skiptir ekki máli hvort það sé nótt eða dagur, mjög sérstakt.

Jói (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 14:40

4 identicon

ÉG var einmitt að biðja Gumma um að segja draugasögu úr sveitinni í gærkvöldi. En hann kunni enga....

Mæja (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 15:03

5 Smámynd: Fjólan

Laufey: já einmitt.. þetta var pínu fáranlegt!

Ragga: haha.. jújú.. bara ekki vera ein.. þá er allt ennþá meira krípí!

Jói: ég þorði engan veginn að opna hurðina því ég var 100% viss um að einhver væri búinn að brjótast inn og það væri e-h innbrotsþjófur í forstofunni!

Mæja: Gummi kann alveg drauga sögur.. hann er bara búinn að blokka á það.. haha.. 

Fjólan, 25.10.2010 kl. 23:14

6 Smámynd: Jóhanna

Gastu ekki kíkt undir hurðina eða í gegnum skráargatið og reynt að sjá eitthvað?  Held að innbrotsþjófar séu venjulega ekki með læti og ef þeir heyra að einhver sé heima að þá forða þeir sér.

Jóhanna, 27.10.2010 kl. 16:04

7 Smámynd: Fjólan

Þegar maður er mjög hræddur þá hugsar maður ekki um svona smáatriði..  gæti alveg verið e-h sikk gaur sem væri að bíða eftir að ég kæmi fram..  e-ð..

Fjólan, 28.10.2010 kl. 05:48

8 identicon

uuuu já halló heimur! Fjóla þú ert að fara að segja mér drauga sögur, kemur bara í heimsókn og við ræðum þessi mál aðeins ;)

Hafdís Sig (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband