Þegar dagar eru eins og gærdagurinn.. þá langar mig til þess að sofa í heila öld..
Í gær fór ég í skólann kl 8 og var komin heim 17.45.. ég skrapp reyndar heim í hádeginu til að fá mér að borða.. ég átti reyndar að vera að á nemendaráðsfundi í hádeginu (vissi ekki/gleymdi honum)
þegar ég kom heim kl 17.45 þá gúffaði ég í mig smá mat.. var mætt á æfingu kl 18.. æfingin var aðallega stiga-hlaup/hopp.. ég var það þreytt að annar fóturinn var svo þreyttur að hann hætti ekki að titra þegar ég stoppaði að hreyfa mig.. btw. afhverju gerist þetta?eða hvað er að gerast í vöðvunum? veit það e-h.. veit þetta er þreyta en svona aðeins nákvæmari lýsing... allavega gat enganvegin stjórnað þessum titring og var frekar pirrandi þegar við stoppuðum til að heyra næstu fyrirmæli frá þjálfurunum.. ég reyndi að stíga fastar í fótinn en það hristist allur líkaminn eins og ég væri versti parkinson-sjúklingur ég held líka að æfingin hafi verið erfiðari því það var frekar kalt úti við frostmark.. vont í hálsinn/lungu að pústa svona mikið í kuldanum og kalt fyrir vöðvana..
Jæja.. dagurinn alls ekki búinn.. ég kom heim kl 19.30 og fékk mér að borða milli 19.30-20.. ótrúlega heppin að eiga kall sem er oft búinn að elda fyrir mig þegar ég kem heim af æfingum.. og ekki verra þegar það er fiskur eftir svona æfingar.. !
Ég dreif mig í sturtu kl 20 því ég þurfti að vera mætt á fund upp í skóla kl 20.30.. (fundur útaf skipulagningu á konukvöldi hjá HA.. allar stelpur í nemendaráðum í skólanum eru að skipuleggja þetta svaka flotta konukvöld!)
Ég var ekki komin heim af fundinum fyrr en kl 23.. þá átti ég eftir að renna yfir hópverkefni í markaðsfræði, ritgerð sem ég og 3 aðrar stelpur erum búnar að vera vinna í.. það þurfti að bæta inn í heimildir og svona.. ég var samt ekki búin að þessu fyrr en kl 00! (varð að klára þetta fyrir 00.00 því að það varð að senda verkefnið fyrir miðnætti!)
mikið ótrúlega var gott að leggjast upp í rúm.. og sofa!!! ekki verra að ég fékk að hafa dúnsængina!
Besta við þennan dag var að ég fékk mail.. sem stóð m.a "Til hamingju með að vera valin í Landsliðshóp fyrir árið 2011. " held að sá póstur hafi gefið mér auka orku yfir daginn :)
og já, kannski vert að segja frá því að ég ákvað að taka aðeins rólegri dag í dag.. t.d sofa út.. því það er algjört lykilatriði að hvílast vel þegar maður er að reyna að æfa vel!
Flokkur: Bloggar | 19.10.2010 | 22:34 (breytt kl. 22:35) | Facebook
31 dagur til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með að vera komin í landsliðshópinn!!
Guðmunda (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 22:44
Til hamingju! (aftur)
jónsteinar (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 23:28
Hey, við töluðum og töluðum í dag og þú gleymdir alveg að segja mér frá meilinu! TIL HAMINGJU
Jóhanna, 20.10.2010 kl. 01:27
Takk fyrir það allir!
Jóhanna: haha.. já.. erfitt að muna eftir öllu.. haha..
Fjólan, 20.10.2010 kl. 07:40
vá, það er alltaf jafn brjálað að gera hjá þér! En til hamingju með að vera komin í landsliðshópinn! :D
Sólveig Sara (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 09:14
Til hamingju að hafa verið valin=)
Nína Hrefna (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.