læri, læri, læri... og læra meira..

Ég hef kannski nefnt það áður.. en það er heldur ekkert að breytast! Ég er búin að vera að skila verkefnum, taka próf o.fl.. og finnst ég ekki alveg nógu örugg á þessu þannig ég ætla reyna að taka mig á og læra þetta betur.. svo fer ég að pæla í því hvernig á ég að geta gert það? ég er ALLTAF lærandi!

Ég t.d byrjaði að læra leið og ég vaknaði á föstudaginn.. og lærði til 14.45.. fór í vísindaferð (í MS, mjög áhugavert og skemmtilegt) síðan var keila á eftir.. okey.. smá pása.. en ég fór svo heim, fék mér að borða og lærði fyrir próf.. sem ég tók svo kl. 23.30! búin kl 00.30! (klst próf)..  Svo var dagurinn í gær enn öflugri..byrjaði að læra leið og ég vaknaði.. lærði til 15.30.. tók þá 3 klst próf.. síðan eftir það var ég að hamast við að læra í stærðfræði.. skila inn heimadæmum sem átti að skila síðastalagi fyrir miðnætti í gær.. (ég hef aldrei verið svona sein að skila þeim) og var með Gumma bró á skype að hjálpa mér.. (hann er algjör snillingur, hann er líka fáranlega þolinmóður að útskýra fyrir mér).. ég var allavega sveitt í svona 3 klst að gera þetti heimadæmi.. náði ekki að klára þau alveg..  og svo fékk ég bara ótrúlega lélega einkunn fyrir það! til að gera þetta enn skemmtilegra þá var ég að reikna í aaallla nótt.. í draumi þá.. hehe.. reiknaði allt út sem ég gerði, hvað voru mörg orð í því sem ég sagði, hvað það tók langan tíma að fara einhvert.. og allt... 

Ég var frekar mikið pist! maður er að leggja þvílíkt á sig og gera sitt besta og uppsker ekki neitt.. glatað! ég var mjög pirruð í gær.. það er eins gott að hin prófin sem ég tók um helgina komi betur út.. 

Ég ætlaði einmitt að koma með í gær status/blogg um að það væri  10 dagar í Seattle.. nú eru 9 dagar.. en það var e-ð meira töff að segja 10 dagar.. en allt kom fyrir ekki og enginn tími.. haha.. 

Okey, þetta hljómar svolítið mikið eins og ótrúlegt væl.. að allt sé svo erfitt bla bla bla..  en háskólanám er krafjandi og ég er lengi að læra (útaf les- og skrifblindu) sem gerir þetta bara að meiri áskorun.. ég er að koma með þessa færslu því ég ætla á einhvern hátt að ná betri tökum á þessu fyrir jólprófin.. reyna a læra meira á einhvern hátt.. og massa svo prófin um jólin!

Ég er í prófum til 17. des og ég ætla að koma suður 18. des.. ég fékk allt í einu panik að það komi kannski brjálað veður og ég mundi ekki komast heim um jólin.. það væri hræðilegt!!! en það eru örugglega meiri líkur á að geta fengið flug frekar en að keyra.. þannig kannski bóka ég bara flug.. 

 p.s Vorum að tala um í skólanum hvort maður segir brauðrist eða ritavél.. og þá sagði Nína "ég rista brauðið mitt ekki brista það".. hahahaha... Nína snillingur!

http://jensgud.blog.is/users/5b/jensgud/img/c_documents_and_settings_jens_gud_my_documents_my_pictures_uppfinning_6.jpg

Ég væri til í svona brauðrist!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna

Ji minn eini hvað þetta er falleg brauðrist! Og vá bara 9 dagar í Seattle!!!! Íks!

Jóhanna, 18.10.2010 kl. 13:48

2 identicon

"brista"...hahahhaha..!

....en ég fer ekki af þeirri skoðun að maður megi segja ristavél... ég meina hver segir að maður geti bara ristað brauð í þeim?:P á ensku segir maður td miklu frekar toaster en bread toaster...Ristavél er líka bara meira hipp og kúl nafn ;o)

Laufey (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 14:32

3 identicon

það verður gaman hjá þér í Seattle, mér heyrist þér líka ekki veita af pásu ;) Ég hlakka til jólanna, hey ég var að fatta að jólanna og Jóhanna er alveg eins nema Jóhanna er með H-i! haha;)

Sólveig Sara (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 16:23

4 Smámynd: Fjólan

Jóhanna: já ég væri game í svona brauðrist!

Lauey: haha.. nkl! ekki fatta ekki alveg Brista.. hehe.. en ég segi yfirleitt risavél, en leiðrétti mig svo oftast.. víst það er ekki rétt sagt..  það er svo margt í íslensku sem mér finnst asnalegt.. hehe..

Sólveig:já það verður gott að komast aðeins í burtu.. og þegar ég las fyrst jólanna.. þá las ég jóhanna.. hahaha.. 

Fjólan, 18.10.2010 kl. 16:54

5 identicon

þetta var frekar fyndið með ristavélina...en hmm...kannski ég fái mér bristað brauð núna ;D

Nína Hrefna (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 17:10

6 Smámynd: Fjólan

haha

Fjólan, 21.10.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband