Forgangsröðun..

Ég held að örugglega allir forgangsraða ákveðnum atriðum í lífinu hjá sér.. Eins og auðvitað  gengur það fyrir að mæta í afmæli maka þíns frekar en að sitja heima og forrita tölvuna þína upp á nýtt.. þegar maður setur þetta svona upp þá er þetta einfalt.. það er líka kannski auðvelt að gera lista yfir það sem skiptir mann mestu máli.. en svo finnst mér bara allt of erfitt að fylgja þessu.. svona stundum.. Enda ekki að ástæðu lausu sem titill bloggsins er "allt í einu".. Ég er reyndar alltaf að bæta mig í þessu.. 

Ég viðurkenni alveg að frjálsar skipta mig meira máli en skólinn.. þ.e.a.s ég er búin að ákveða að láta frjálsar ganga fyrir skólann.. en ég vil samt auðvitað standa mig vel í skólanum og þetta gengur alveg.. það er auðvitað bara minni tími sem ég hef til að læra.. því æfingarnar taka langan tíma og ég verð að passa að hvíla mig nóg, og taka smá slökun eftir æfinguna (mikilvægt útaf of háu kortisól í líkamanum sem ég talaði um hér um daginn)..  

Okey, gott og blessað.. þetta gengur ágætlega og ég er dugleg að segja nei við fólk.. ég er alveg mega léleg að segja nei við fólk.. og ef mér tekst það í byrjun þá er mjög líklegt að ég láti undan á endanum.. Eins og t.d með vinnu með skólanum og æfingunum.. það er nkl. ENGINN tími fyrir það.. það er ekki einu sinni nægur tími fyrir skólann! En ég er að vinna stöku sinnum í Snúðum&snældum á glerártorgi... Svo er verið að biðja mann um að vinna aðeins meira það... og ég segi nei... og svo er verið að biðja mann um að vera í fleiri ráðum og e-ð í skólanum.. og ég segi nei... svo er verið að biðja mig um að þjálfa..  og ég segi nei.. og ég er beðin um að þjálfa (hjá öðru liði).... og ég segi nei... og ég er aftur beðin um að þjálfa með skyhigh laun... og ég segi nei.... Shocking

Þá fer maður samt að pæla "en mig vantar pening".. hvað þá? hvar er það í forgangsröðinni.. ég þarf pening fyrir mat.. reyndar dekka námslánin kannski fyrir mat.. en ég meina.. Ég er ekki að segja að ég ætli að taka að mér þessa þjálfun (ekki að það væri gaman, enda búin að vera þjálfa meira og minna síðan ég var 15 ára)...ekki að ég sé að fara að gera það.. en það er alltaf svo auðvelt að detta út af rammanum sem maður setti í byrjun... því ef ég mundi þjálfa/vinna þá mundi það bitna á Skóla/þjálfun.. 

Ég hef örugglega aldrei sagt svona oft nei á ævinni! btw. þetta var ekki allt í dag.. heldur á svona síðustu vikum... 

Þetta er alveg mega ómerkileg færsla.. en langaði bara að tjá mig um þetta..  Kannski meikar þessi færsla ekkert sens.. þar sem ég er að skrifa nkl. það sem ég er að hugsa... 

Hér kemur ein mynd sem Jón Steinar tók af mér í síðustu viku.. 

fjola_haust.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra

http://www.youtube.com/watch?v=EwjZEEsMJaU

Bergþóra, 14.10.2010 kl. 21:59

2 Smámynd: Fjólan

hehe.. flott lag!

Fjólan, 14.10.2010 kl. 22:30

3 Smámynd: Bergþóra

ef boðskapurinn var ekki nógu skýr: "do what, do what you wanna do" ;)

Bergþóra, 14.10.2010 kl. 22:36

4 Smámynd: Fjólan

hahaha.. ég skildi! en ég er einmitt að reyna að halda mig við það! :)

Fjólan, 14.10.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband