Er mjög spennt fyrir vetrinum..!!

 Undirbúningstímabilið er núna að hefjast, erfiðar æfingar og mikið puð.. en ég hlakka bara til! það er nefnilega svo spennandi ár.. eða bara tímar.. hehe.. mér finnst ég bara vera rétt að byrja.. Á æfingu í gær vorum við Hafdís að tala um Smáþjóðleika sem eru á næsta ári í Liechtenstein.. En það er klárlega markmiðið að fara á það mót! einnig held ég að það sé raunhæft að ég komist á EM 20-23 í 400m grind.. lágmarkið er 60.50 sek.. þarf að bæta mig um 2 sek til að ná því.. ég bætti mig um rúmar 2 sek á þessu ári og náði bara að hlaupa 2 hlaup með einhverjum.. (s.s keppa við einhvern)

Talandi um bætingar þá er þróunin hjá mér í þessum greinum búin að vera svona milli ára:

                      2008         2009            2010

400mgrind  72,49           64,43          62,25
200m          28,49           28,13          26,56
800m          2:37,20        2:25,77      2;25,00
Hástökk      155              165             167
Þrístökk      10,8             11,20          11,26 (11,57 í of miklum vindi)
Langstökk   5,11            ekki bæting  5,49

 Þrátt fyrir að ég hafi verið að bæta mig ágætlega á þessu ári náði ég samt ekki að gera eins og ég get.. 

 

photo
Þessi mynd er tekin af myndasíðu Ármans á flickr.. Ég náði að bæta mig um nokkra cm á þessu ári.. en það er fjarri öllum raunveruleika hvað spjótið fer stutt hjá mér.. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú lýtur á björtu hliðarnar þá lúkkar þú alltaf út fyrir að vera fara kasta svakalega langt! svo þetta hlýtur að fara koma :)

iðunn (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 16:39

2 Smámynd: Bergþóra

Ekkert smá flottar bætingarnar hjá þér.

Pældu í því, þegar við hittumst fyrst þá hefðir þú nefbrotið mig ef þú hefðir reynt að hoppa yfir mig. En þú færir létt með það í dag!...

Bergþóra, 7.10.2010 kl. 17:51

3 Smámynd: Fjólan

Iðunn: haha.. já við skulum vona það.. enda kann ég að hlaupa(hlaupari) en ekki kasta..

Bergþóra: hahahaha.. ég hló upphátt.. það er eins gott að ég reyndi það ekki!

Fjólan, 7.10.2010 kl. 21:14

4 identicon

Þú átt svo rosalega mikið inni! EM 20-23 er flott markmið fyrir næsta ár....  Drífa þig út að keppa snemma summars svo þú fáir alvöru keppn (s.s. í góðu veðri með fullt af stelpum) og þá ættiru að hlaupa undir 60.5 leikandi.

Kristín Birna (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 22:58

5 identicon

Hvar sástu lágmarkið fyrir EM 20-23 ?? Þú ert ekkert að fara ein þangað sko ;)

Agnes (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 08:14

6 Smámynd: Fjólan

Kristín:Takk fyrir það!

Agnes: lýst vel á þig.. en ég sá það á síðunni http://www.european-athletics.org/ en akkurat á þessari síðu..

http://www.european-athletics.org/files/echu23_2011-entry_standards-may_2010.pdf

Fjólan, 14.10.2010 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband