Svona er ég með hanakamb!

Það var sprellmót hjá háskólanum á Akureyri í gær.. gengur aðallega út á það að vera fullur og að vera í búning að gera ýmsar þrautir... hver deild velur sér þema eða búning.. og mín deild valdi að vera pönkarar.. og þeir sem þekkja mig þá vita þeir hvað mér finnst gaman að hafa e-ð svona þema eða búninga dæmi.. brýtur upp á hversdagsleikann.. en verst fannst mér að allt of margir sögðu " þetta fer þér ógeðslega vel!" Shocking

 Það var tekið rosalega mikið af myndum af mér... haha.. meiri hlutinn af fólki sem ég þekki ekki neitt.. haha.. t.d einhverjir túristar.... haha..  En svona var ég:

 

Við Nína vorum saman að undirbúa okkur.. 
 

Svo skrapp ég heim, skipti um föt, tók naglalakki af, þvoði á mér hausinn, skrúbbaði á mér andlitið og fór á æfingu.. þar var ég látin hlaupa og hlaupa og hlaupa.. og meira hlaupa.. var alveg  búin á því.. þ.e.a.s fæturnir á mér voru alveg búnir.. þegar ég fór svo út að borða með deildinni minni og héldum áfram einhverju skralli, kom það í ljós að ég var ekkert að drekka og ekki búin að vera drekka allan daginn.. það vakti gífurleg viðbrögð.. "what? ertu bara edrú?!" hahaha.. alltaf jafn gaman af þessum viðbrögðum hjá fólki!  nokkrar samræður seinna um kvöldið byrjuðu á "ertu þú ekki gellan sem varst með hanakamb í dag?" hehe... 

Svona var ég seinna um kvöldið.. og já.. var í klippingu í vikunni..;)

Svo fékk ég dýrindis uppskrift af snúðum hjá henni Sólveigu minni... heppnaðist bara ágætlega!

 

Eldhúsið var allt undirlagt fyrir baksturinn..
mmmm.. sjúklega góðir.. væri mikið til í að borða þá núna!!
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mmm snúðar.. og hanakambar.. mmm...

jónsteinar (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 03:13

2 identicon

haha.. þú er flottur pönkari! Fyndið hvað fólk er alltaf hissa að þú sért ekki að drekka! :) Frábært hvað þú getur skemmt þér án þess.. Og fínt á þér nýja hárið, einnig girnilegir snúðar, manni langar bara í, mmm.. ;)

Sólveig Sara (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 11:06

3 Smámynd: Fjólan

Jón Steinar: sammála með snúðana er ekki alveg viss með hanakambana!

Sólveig:haha já..  gaman að þessu! mig langar líka í þá núna.. 

Fjólan, 3.10.2010 kl. 12:01

4 identicon

Rosa flott á þér hárið! líklega kemur þetta betur út heldur en ef þú hefðir rakað það af eins og ég stakk upp á

Unnur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 09:57

5 Smámynd: Fjólan

haha... Takk fyrir það.. já það er spurning Unnur.. ég vona það..

Fjólan, 4.10.2010 kl. 10:49

6 Smámynd: Bergþóra

Mér finnst nýja klippingin þín rosa fín (ekki að hanakamburinn sé ekki töff líka, haha).

Og þessir snúðar... ó mí lord!

Bergþóra, 4.10.2010 kl. 11:20

7 Smámynd: Jóhanna

Vá hvað hárið á þér er flott!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Sæta sæta sæta!

Og alltaf best að vera edrú - það er þroskamerki að geta skemmt sér án áfengis

Geggjaður hanakambur og girnilegir snúðar! Namm!

Jóhanna, 8.10.2010 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband