ég var að lesa grein um það að hvernig eiginkonur í USA áttu að haga sér.. hægt að lesa þetta hér:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Ester_Hilmarsdottir/hin-fullkomna-eiginkona
það ótrúlegasta við þetta að stelpum í framhaldskóla var kennt þetta, að svona ættu þær að haga sér í framtíðinni.. ekki það að ég sé einhver feministi e-ð en þetta er samt svolítið mikið fáranlegt.. hvernig ætli kennslan fyrir strákana hafi verið? ein lína " Þú ræður, þú ert kóngurinn og eina sem þú þarft að gera heima hjá þér er éta (matinn sem konan er búin að elda) og sofa"
ég veit það ekki.. fyrst fannst mér þetta fyndið þegar ég var að lesa þetta.. en svo varð ég e-ð svo ótrúlega hneyksluð.. Vest er að það eru pottþétt einhverjir karlar sem hugsa svona og jafnvel konur líka!
Ég er allavega fegin að vera á Íslandi.. Ísland best í heimi.. hehehe..
Þetta minnir mig samt á tíma sem ég var í um daginn.. Kennarinn er oft að segja okkur einhverjar sögur úr viðskiptaferðum sem hann hefur farið í.. en hann var hjá mjög stóru fyrirtæki og fór um allan heim... Þessi tíma eru mjög skemmtilegir, kannski sérstaklega því hann er alltaf að segja sögur sem hann hefur lent í. Þessar sögur snúast oft á tíðum um það hvað menning er ólík milli landa.. hvort sem það er í hugsun, klæðaburði, framkomu eða hvað sem er..
Hann sagði okkur frá því að manneskjan sem vissi mest um fyrirtækið, sem hann var að vinna hjá, gat alltaf svarað öllum spurningum og allt það, var kona. Ekki nóg með það þá var hún ótrúlega skemmtileg til fara, í rosalega miklum og skærum litum, stuttu pilsi, með RISA eyrnalokka, hárgreiðslan rosaleg og alvegstíf máluð.. Svo þegar þetta fyrirtæki voru í einhverjum viðskiptaferðum um samstarf t.d í arabalöndunum þar sem konur eru ekki beint hátt settar var þetta svolítið skondið. Þeir tóku hana með, þar sem hún er auðvitað lykilmanneskja í teyminu þeirra (hún huldi samt hendur og axlir og svoleiðis) en karlarnir þarna úti yrtu aldrei á hana. Tóku ekki í höndina á henni og töluðu ekkert við hana.. mennirnir spurðu alltaf karlmennina en þessi kona svaraði þeim alltaf.. haha.. mér finnst það algjör snilld.. :)
p.s Vissuð þið að Indverjar elska að rífast og þræta, þó þeir meini ekkert endilega með því.. og þeir vilja láta ganga eftir sér... ef e-h segist ekki nenna á djammið þá áttu bara að draga hann með þér!
p.s2 það eru 90 dagar í jólin!!!
31 dagur til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.