Ég er með of hátt gildi af stress-hormón!

Ég er búin að reyna að komast að því hvað er að mér í maganum, en þeir sem þekkja mig e-ð vita hvað maginn á mér er stór furðulegur.. Allavega.. í stuttu máli þá fór ég ma. í fullt af blóðprufum sem sýndu ma. að cortison mælist hærra hjá mér en eðlilegt er talið..

Cortison er stresshormón.. Ég var frekar hissa því ég er einmitt búin að vera svo ótrúlega slök, frí frá frjálsum, komin í rólegra umhverfi hérna fyrir norðan og allt það.. Enda sagði læknirinn að þetta væri ekki e-ð undanaðkomandi, heldur lægi undir niðri.. s.s að það er bara meira af þessum stresshormónum í mér.. ekki furða að ég sé kannski oft stressuð.. haha.. Hann sagði t.d að þetta gæti framkallað kvíða tilfinningu sem maður skildi ekki.. Þetta útskýrir allavega margt..

hann sagði að eina sem ég gæti gert í þessu væri að fara í slökun.. er einhver með hugmynd hvað ég ætti að gera? ég slaka rosa vel á í gufu/heitum potti.. er kannski að spá að reyna að stunda það meira.. einnig var ég að spá að kíkja  kannski í Hot yoga sem er í boði á Bjargi (líkamsræktarstöð).. verst að ég hef bara ekki tíma fyrir þetta.. hahaha.. en jújú, maður verður að hlusta á líkamann er það ekki?

Ég ætlaði að fara að reyna finna e-ð meira um þetta hormón en fann ekkert nkl.. veit e-h e-ð meira um þetta.. ég sá nokkrar útfærslur á þessu orði á Google, Kortisón, Cortisón, cortison.. veit ekki hvort þetta þýðir allt það sama.. eina sem ég fann að þetta væru einhver stresshormón og e-ð.. 

Allavega, ef einhver veit e-ð meira um þetta þá væri ég endilega til í að fá að vita e-ð meira.. :|

 http://www.ninaspencer.com/imgs/email/stressed-out.gif

(ætli líkamanum líði ekki svona "undir niðri" eins og læknirinn orðaði það)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það heitir Cortisól/Kortisól (ath. með l en ekki n). Vonandi gengur betur að lesa um það núna ;)

Bára Dís Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 18:53

2 Smámynd: Fjólan

Okey.. frábært! takk fyrir þetta bára!

Fjólan, 23.9.2010 kl. 19:26

3 identicon

venjulegt jóga er rosa gott, getur gert það heima hjá þér. Spurning um að fara á bókasafnið og fá jógbækur;)

Anna Björk (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 19:52

4 Smámynd: Jóhanna

Ég mæli með jóga. Maður nær svo djúpri slökun og þó að maður sofi kannski ekki illa að þá sefur maður svo miklu miklu betur þegar maður stundar jóga reglulega :-)

Annars bara knús á þig, dúllan mín :*

Jóhanna, 23.9.2010 kl. 22:15

5 Smámynd: Fjólan

Já það er spurning hvort ég reyni að finna yoga.. er hotyoga ekki líka slakandi eða? hvað þarf maður eiginlega að stunda þetta oft í viku til þess að það virki, veit það einhver?

Fjólan, 24.9.2010 kl. 10:19

6 Smámynd: GK

Ég ætla að prófa að blogga hér á ólæstu bloggi og reyna að hafa það meira ópersónulegt.. ekki gefna neinar óþarfa nákvæmar upplýsingar.. veit ekki hvernig það gengur en það kemur í ljós..  :)

 

GK, 24.9.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband