Færsluflokkur: Bloggar

Myndband og dagbókafærsla frá Kirkjubæjarklaustri 24. maí

24. maí fór ég að hjálpa til með björgunarsveitinni á Kirkjubæjarklausti, þar sem allir blóta í sand og ösku og eru öskuillir.. nei, ekki alveg hehe.. eiginlega þvert á móti. Bændur voru ótrúlega duglegir og jákvæðir. 

Dagurinn byrjaði snemma, eða klukkan 04.15 var ég komin framúr og byrjaði að finna mig til fyrir langan og strembinn dag. Það er mjög mikilvægt að hafa næga orku og því eldaði ég mér gúrme hafragraut með kanill og eplum. Því næst var pakkað helstu hlutum sem maður þurfti í lítinn bakpoka. Það var orð á því að ég ætti besta persónulegan búnað við eldgosaðstæðum en þessi "búnaður" innihélt: 
-Góð öndunargríma, sem ég á síðan ég var að vinna í álverinu.
-Skíðagleraugu
-makeup remover-klúta.. til að þurrka öskuna reglulega í framan úr sér (sveitin okkar var áberandi hreinust hehe)
- bréfþurrkur 
-Vaselín og aloevera varasalvi nota sem varasalva þar sem varirnar þurrkast í öskunni, einnig gott að setja á sár til að reyna koma í veg fyrir að askan og önnur óhreinindi komast í sárið..
-Augndropar því það er endalaus aska sem fer í augun og þurrkar þau bókstaflega upp.
-Hælsæris-gerviskinn.. það er ömurlegt að vera með hælsæri!
Einnig voru fleiri krem með í för eins og handaáburgður, aloevera gel, verkjatöflur og hvaðeina.. og af sjálfsögðu var tekið nesti með sem var aðalega ávextir, orkustangi og 2l af vatni.. 

Ég er líka extra viðkvæm fyrir öskunni sem er kannski ástæðan fyrir því að ég var með svona mikið með mér. 

Rétt fyrir 5 var ég svo sótt og brottför frá Selfossi kl.5.. Sendir voru 2 hópar eða sex manns frá Björgunarfélagi Árborgar. Þegar við komin á Klaustur um sjö leitið leið ekki á lögnu að við fengum fyrsta verkefnið sem var að kíkja á tvo bæji í grennd við Klaustur og kanna stöðuna á fólkinu þar. Hvort það þyrfti aðstoð, hvort það væru gestir hjá þeim og hvernig staðan væri á dýrunum hjá þeim.  
Húsfreyjan á öðrum bænum var nýbúin að sópa saman ösku úr forstofunni hjá sér í hálfan heimilispoka (stór glær plastpoki). Allt var í sómanum hjá þessum tveim bæjum og þurftu ekki frekari aðstoð. Verkefni 1 lokið.

Næsta verkefni var að aðstoða bændur á bæ rétt austan við Kirkjubæjarklaustur að ná í 4 hesta sem voru út í haga. Bóndinn byrjaði á að segja við mig hversu ánægjulegt það var að vakna í morgun og það var bjart þó það sæist ekki langt var allavega ekki niðamyrkur eins og hafði verið dagana á undan. Þegar við nálguðumst túnið sem hestarnir voru á fór skyngið að versna töluvert, stundum var skygnið nokkur hundruð metrar og stundum 1 meter. Þegar við fundum svo hestana þá voru þeir mjög hræddir og svo var brjálað rok sem var ekki til að bæta ástandið.. Þegar við komumst nálægt þeim þá hlupu þeir í burtu út í öskuna og þá þurfti að finna þá aftur. Eitt skiptið vorum við alveg komin að þeim og múlinn var að fara koma á þá kom hressileg vindkviða og þeir fældust og stukku yfir girðingu og yfir á annað stikki. Eftir nokkrar tilraunir til viðbótar ákváðum við að reka þau bara heim. Það var ekki hægt að tala við þessi grey sem voru rosa hrædd,kvekt og örugglega svöng og þyrst í þessum öskubyl. Askan var greynilega búin að fara illa í augun á þeim og mátti sjá svarta rák sem hafði myndast og lá frá auganu og niður kjálkann. Það tók tíma en heim komust hestarnir og því verkefni 2 lokið. 

Við ætluðum þá að fara að fá okkur að borða og vorum ný komin inn í Skaftárskála þegar við fengum nýtt verkefni. Byggingarefni var byrjað að fjúka frá gistiheimili sem verið var að byggja við,. Þetta verkefni var fljótt afgreitt. Tilraun númer tvö til að fá sér að borða. Þegar meðlimir hópsins voru nýbúnir að fá matinn sem þeir pöntuðu kom nýtt verkfni. Verkefnið var að smala saman kindum á bæ í Landbroti. Því gúffuðu menn í sig matnum og restin tekin með í poka. Heppilegt fyrir mig að vera með nesti sem var lítið mál að borða á leiðinni. Margir hópar voru einnig sendir á þennann bæ og var byrjað á því að reisa upp girðingu til að loka af lítið svæði við fjárhúsin sem við áttum að reka kindurnar í. Smölunin gekk mjög vel þrátt fyrir að einstakar kindur hoppuðu yfir girðingu eða lömb hlupu í vitlausa átt. 

Á leiðinni á Klaustur komum við á einum bæ og leystum þar annað verkefni sem var að aftengja niðurföll eða frárennsli frá þakrennum. Þar sem þær vilja stíflast þegar það er mikil aska. Ekki vorum við lengi að losa allar þakrennur og þá fengum við smá pásu. í hádegismat var elduð handa okkur dýrnindis kjötsúpa. Eftir smá pásu var komið nýtt verkefni sem var að fara aftur að bænum austan við Klaustur, þar sem við smöluðum hrossum fyrr um daginn, en nú voru það kindur sem þurfti að ná á hús. Það er ekki hægt að segja annað en að kindurnar áþeim bæ hafi farið aðeins verr úr öskunni en í Landbroti, þar sem mjög margar kindur voru blindar af öskunni.Enda búið að vera meira öskufall þar. Þær löbbuðu eða hlupu bara einhvert, oftar en ekki á girðingarnar eða á okkur mannfólkið sem var að smala þeim. Það þýddi ekkert að hreyfa sig snögglega eða veifa höndunum. Maður þurfti að góla til þess að þær sýndu einhver viðbrögð. Ein kindin hljóp og hljóp í endalausa hringi svona sirka 100m stóra. Hún var á endanum handsömuð og dregin áfram því greyið vissi ekkhvert hvert hún átti að fara. 
 Önnur kind hljóp alveg á fullu og ofan í djúpan skurð. Það var ekki mikið vatn í þessum skurði en mjög mikil drulla sem hún sökk í. Einn björgunarsveitamaður stökk strax á eftir henni og hélt höfðinu upp úr. Ég kom svo hlaupandi eftir að vera ný búin að hlaupa á eftir annari kind sem var að hlaupa í burtu og það er hvorki hollt né auðvelt að hlaupa mikið í þessari ösku þó maður sé með grímur. Það er líka mjög erfitt að anda með grímuna. Enda var ég með hausverk mest allan daginn. En þegar ég kom ofan í skurðin byrjuðum við að toga kindina sem var frekar mikið föst og hún var ekkert að hjálpa til, heyrfði sig ekkert. Hún var að gefast upp. á endanum náðum við henni upp og þá þurftum við að draga hana algjörlega áfram, hún vildi ekki labba. Þá var önnur rolla sem var að hlaupa í vitlausa átt og ég byrjaði að hlaupa fyrir hana en bóndinn sjálfur náði henni á endanum. Hún var líka alveg búin á því og þegar lambið hennar sem var smá frá og var að jarma og jarma þá gaf hún ekki einu sinni frá sér jarm. Þessar tvær rollur voru settar á fjórhjól og fluttar að bænum enda voru þær búnar að hlaupa talsverðan spotta frá bæinum og ekki hægt að draga þær alla leið.
 Á meðan beðið var eftir fjórhjólinu skoðuðum við augun í kindinni og inn í augunum var þykkt lag af drullu eða ösku.. augun voru rauðleit og dökk rönd lá frá auganu og niður að kjálka líkt og hjá hestunum fyrr um daginn. Bóndinn sagði að á næsta bæ voru kindurnar teknar inn deginum áður og voru þær líka svona illa blindar en í dag voru þær í lagi og var hann bjartsýnn á að þetta mundi lagast. Einnig sagði hann að hann hafði búist við því að þetta væri allt saman seindautt eftir þetta gríðalega öskufall sem var búið að vera. Ég sá engar dauðar kindur og aðeins eitt lamb en nokkrar sem voru alveg að gefast upp og því greinilegt að ekki hefði mátt bíða mikið lengur með að setja þær inn. 

Þá tók við mjög rólegur tími og fengum við brauð,kökur og annað sem var boðið uppá fyrir björgunarsveitafólkið. Næsta verkefni var að fara með 4 vatnstanka að vatnsbóli sem við náðum í hreint vatn og keyrðum með það að Fossi. Þar skildum við eftir 3 tanka en þetta vatn var hugsað fyrir skepnurnar. Síðasti tankurinn var fluttur aftur á Klaustur og tilbúin ef einhverjum vantaði. 

Ekkert verkefni kom og við sátum bara og biðum. Á endanum vorum við send út í skóla þar sem þurfti að þrífa svo hægt væri að flytja aðstöðuna úr félagsheimilinu yfir í skólann. Það var síðasta verkefnið okkar þennan daginn og við vorum lögð af stað fljótlega upp úr 19. Eftir 12 klukkustuna verkefninavinnu á Klaustri. 

Það var gott að koma aftur á Selfoss og anda að sér hreina loftinu og þurfa ekki að ganga um með grímu. Fara í langa og góða sturtu og svo í bað og smúla sig aftur, það var erfitt að ná allri öskunni í burtu. Mikið var gott að leggjast niður og hvíla sig. Ánægð með daginn. Ég er svo heppin að vera í björgunarsveit og fá að hjálpa fólki í aðstæðum sem þessum. Manni líður mun betur ef maður getur hjálpað eitthvað til en ekki verið bara heima og hugsa "aumingja þau". En við getum farið til þeirra og verið að hjálpa þeim í þessum ömurlegum aðstæðum og farið svo heim í hreint loft og hrein hús. Þau búa þarna. Ár síðan að það gaus síðast á svipuðum stað. Mér finnst þessir bændur algjörar hetjur!
 
Hér kemur smá myndband með myndum og myndböndum sem ég tók..
 
Síðan ein mynd af mér þegar öskufallið var töluvert heima í sveitinni og ég var vel útbúin fyrir það:
 
Elska svipin á Vin á þessari mynd..! 
 

Núna er ég til staðar..

Þegar síðasta eldgos var þá var ég eiginlega allan tímann úti.. náði rétt upphafinu og endanum.. þar sem ég var úti í einn og hálfan mánuð! mér fannst svo ömurlegt að vera úti og sjá fréttir og myndir héðan hvað allt var ömurlegt og get ekkert gert.. en núna er ég heima og er til staðar.. ég fór að klaustri í gær en þegar þangað var komið þá voru öll verkefni búin.. Ég er að fara aftur í nótt.. verð pikkuð upp rétt fyrir kl 5..  þannig það er eins gott að fara að sofa sem fyrst til að ná einhverri hvíld.. nóg var ég þreytt í dag eftir annasaman dag í gær! 

Ég ætlaði að henda nokkrum myndum og myndböndum sem ég tók í gær, ætlaði s.s að setja það saman núna í kvöld en ég geri það þá bara seinna með fleiri myndum.. þetta eru samt ekkert nýjar myndir þ.e.a.s alveg eins og sýnt hefur verið í fréttunum..  en það er ótrúlegt að vera þarna.. þetta er eins og hryllingsmynd.. andrúmsloftið er þungt, alltaf grábrúnt og rauðir kallar (björgunarsveitin) á vappi..

nú fékk ég annað útakall, óveðursaðstoð! allt að verða vitlaust hérna, en ég held ég hvíli mig aðeins, frekar þreytt!

ps. fékk síðustu einkunn í dag.. meðaleinkunn því 7,8.. var samt ekki alveg nógu sátt við einkunnirnar.. þar sem mér fannst þær ekki endurspegla kunnáttu mína í áföngunum.. einhver klaufamistök og bull.. en var þó með þeim hæðstu eða hæðst svo fólk segir að ég eigi að vera sátt.. ég er að vinna í því..  

 

Ég er fegin að eiga ennþá grímuna frá því ég var að vinna í álverinu... en þarna er ég á Klaustri í gær seinnipartinn.. það var ansi gott veður þá! 


tvær sögur..

Þar sem mér finnst svo gaman að segja sögur og hef ekkert betra að gera en að blogg ætla ég að segja tvær ómerkilegar sögur...

Í gær fór ég til rvk með strætó.. Pabbi keyrði mig upp á Selfoss og ég ætlaði að taka hann í Fossnesti en þegar ég er að keyra þangað mæti ég strætóinum móts við Kaffi krús.. ég var ekki að skilja og hrópa " aaaa.. þarna er strætóinn minn!! en klukkan er ekki orðin" og þá segir pabbi " ég veit nú ekki hversu rétt þessi klukka er" og þá hófst eltingaleikurinn..

 Pabbi snéri við á punktinum og ég ætlaði að reyna að hlaupa og ná honum á stoppinu rétt hjá, en þegar við vorum að fara að koma að hún þá keyrði hann aftur af stað.. ég ætlaði þá að taka hann þá á síðasta stoppi út úr bænum en þar var enginn svo hann stoppaði ekki og hélt áfram.. ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.. Pabbi æstur og keyrði mjög nálægt honum og blikkaði á fullu.. ég vissi ekki hvað ég átti að gera.. of biturt að láta hann fara því hann var þarna fyrir framan mig.. þetta var líka eina ferðin sem ég gat tekið!

Við vorum komin út fyrir Selfoss og pabbi ennþá að reyna að blikka hann og ég segi að það er ekki hægt að láta hann stoppa á miðjum þjóðvegi.. en Pabbi vildi ekki gefast upp og tók fram úr honum og hélt áfram að blikka og blikka stefnuljósinu og hægði á sér fyrir framan strætóinn þegar við vorum næstum komin fram hjá Ingólfsfjalli beygði strætóinn út í kannt.. ég var samt ekki að þora að fara í strætóinn eftir þetta rugl! En bílstjórinn var voða jolly gæi og sagði að þetta væri allt í lagi víst það var lítil umferð, ég ætti bara að vera tímaleg næst.. 

!!!! díses kræst þetta var alveg fáranlegt stress og þvílík leiðinlegt.. það er best að stilla klukkuna í bílnum hjá pabba  rétt.. Eins og Nína Hrefna mundi segja "vandræðalegt!"

Í Reykjavík fór ég í ossa fínt matarboð og til að toppa kvöldið þá var ákveðið að fara í ísferð.. Ég var með svona plan A jarðaberjasorbet og sítrónusorbet kúlur og plan B var ís í brauði með dökkri súkkulaðidýfu með pistasíukruli... Við vorum 4 og þau 3 voru afgreidd á undan mér og svo ákvað stelpan bara að afgreiða alla búðina á undan mér... jæja þegar kom loksins að mér þá var ekki til í plan A.. þá var það plan B... loksins fékk ég ísinn minn en þetta var ekki pistasíur heldur salthnetu kurl! hver vill hafa salt á ísnum sínum?!

 


Ég er svo heppin..

Ég er svo heppin eins og mamma mín sagði þegar ég sagði henni að ég hefði náð og með hæðstu einkunn af staðarnemum í áfanga sem var tæplega 70% fall..  Ég kláraði prófin föstudaginn 13. Maí.. það var mikil gleði.. ég á ennþá eftir að fá eina einkunnen hinar fjórar alveg ásættanlegar.. ég vil auðvitað alltaf fá hærra en ég fæ..hehe..  t.d í allaveg þrem áföngum er ég lækkuð niður.. vantar bara öggu pons upp á að ég sé hækkuð upp. Eins og í einum áfanganum vantar 0.05 til þess að ég sé hækkuð upp í 9.. og þetta var námsefni sem ég kunni alveg 9.6 e-ð.. þannig mér finnst 9 alveg lágmark..  í einu lokaprófinu fékk ég 8.8 og villurnar á því prófi var annarsvegar misskilningur hjá mér og svo klaufavilla.. lét einn mínus á vitlausum stað.. kjáninn ég..  enþar sem ég var ekki með nógu góða annareinkunn lækkaði hún mig niður og ég enda með 8! Mér finnst það ekki sniðugt að annareinkunnin lækki mann niður!  Þar sem ég veit að sumir eru að láta aðra taka prófin sín sem eru t.d menntaðir endurskoðendur eða skila gömlumverkefnum.. og ég var búin að ræða þetta við kennarana og þá sögðu þeir

“þeir læra ekkert á því og þeir þurfa að standast lokaprófið og þar hafa þeir engan með sér, ef þeir ná að standast prófið þá eru þeir yfirleitt hækkaðir um 0.5 mestalagi 1 ef þeir eru heppnir”

Ég hugsaði þetta hinsvegar ekki á hinn veginn að þar sem ég geri verkefnin og prófin sjálf og er þá um leið að læra þetta og fæ ekki alveg eins hátt.. síðan í lok annar komin með þetta sæmilega á hreint fékk 8.8 með smá klaufa mistökum.. miða við þá einkunn hefði ég fengið 9 í lokaeingunn en ég enda með 8… ég veit ekki mér finnst þetta e-ð ósanngjart…

Á síðustu önn  þá var það í einum áfanga að annareinkunnin gat ekki lækkað mann niður nema að maður hafði ekki tekið þátt, s.s ekki tekið próf eða skilað verkefnum.. annareinkunnin gat bara hækkað viðkomandi.. en þarna voru auðvitað allir að taka prófin og verkefnin sjálf til þess að æfa sig. óhræddir um að það lækkaði mann niður..reyndar munaði í þeim áfanga 0.03 að ég hefði fengið 9.5.. það er líka svekk.. 

Hvað um það.. ég er komin í sumarfrí frá skólanum og þá tekur við annarsamt sumar hjá mér.. ég get þó ekki hætt að hugsa um skólann og prófinn.. hehe.. Ég get reyndar ekki sagt að það sé mikið sumarveður úti þegar það er alltaf næturfrost og snjóar.. það er ekkert rosa sumarlegt verð ég að segja.. ég vona til dæmis að veðurspáin gangi ekki eftir sem spáð er fyrir sunnudaginn en það er 4°C en þá er ég að fara að keppa .. fyrsta mótið á tímabilinu og það er haldið á Selfossi! Það er verið að merkja völlin núna bak og fyrir  og flytja ný áhöld á völlin.. það verður algjört æði að fá loksins völl! Það verður sko tekið á því þar í sumar! 

Það er reyndar líka kostir við að það sé svona kalt.. þar sem ég er að vinna mikið í gróðurhúsinu heima og það er ekki hægt þegar það er sól.. því þá verður allt of heitt og þetta er alveg nógu erfitt fyrir.. einnig er mjög lítið um flugur.. guð minn góður hvað ég þoli ekki þessar árans húsflugur! En bíflugurnar eru að reyna að vakna til lífsins og all nokkrar búnar að leita inn til okkar í hitann.. Eitt skiptið þegar ein flaug inn og flaug í áttina að ljósinu (það var myrkur úti) þá slökktum við ljósið og BAMM..hún skall samstundis til jarðar/gólfið og rotaðist… haha..

Það var líka ein bífluga í gær sem mér þótti gaman að fylgjast með en hún var að reyna að fljúga á móti vindinum..hún færðist hægt áfram meira bara upp og niður.. og allt í einu gafst hún bara upp og lét sig falla til jarðar… þar lá hún svo lengi sem ég nennti að fylgjast með henni..  hún hafði misst lífsviljan greyið..  Ég var að heyra að það væri þjóðsaga um það að þegar bíflugur deyja út þá deyr mannkynið því þær eru víst svo mikilvægar í hringrás lífsins..

Að allt öðru þá er nýjasta æðið hjá mér eggjaskyr.. fyrir suma kann þetta að hljóma illa.. sérstaklega þeir sem vilja hafa eggin sín harðsoðin eða steikt báðu megin.. mér finnst hinsvegar gott að hafa eggin linsoðin og helst drekka eggjarauðuna.. hehe.. eeeen þetta eggja skyr er nú ekki e-ð sem ég er að finna upp þvert á móti.. of þar maður að láta minna sig á svona gúrme “rétti”, ég á allavega oft erfitt með að finna mér e-ð nýtt þannig ef einhver laumar á einhverju svona hollu og góðum rétt endilega láta mig vita.. J ég er bara ný búin að rifja þetta upp, pabbi fann þetta oft til fyrir okkur þegar ég var yngri. Þetta er mög einfalt.

Pískar saman 2 egg

Tekur ein stóra dollu af óhræðu skyri og blandar saman við

Bætir við tæplega fullum tappa af vanilludropum

Tekur svo hálfan skammt af þessu  og lætur í skál (borðar restina bara á morgun) og skerð niður uppáhalds ávöxtinn þinn.. t.d peru, epli, jarðaber.. og blandar því saman við..og til að toppa þetta þá strá smá kanil yfir (ekki kanilsykri).. og vola.. ótrúlega gott og hollt!

Með því að blanda eggjunum við þá fær meður extra prótein og skyrið er ekki eins þykkt.. með ávöxtunum þá verður þetta ferskt og kanillinn gefur svo enn betra bragð plús hann drekkur ávaxtasykurinn úr ávöxtunum. 

 

MS skyr og fersk jarðaber er toppurinn! 


Vonbrigði..

Í dag átti að tilkynna hópinn sem yrði sendur á smáþjóðleikana í sumar, það var reyndar haft samband við þá sem fara í gær. Ekki var haft samband við mig. Ég er svo óendanlega sár og leið yfir þessu núna.. því ég ætlaði svo mikið að fara 2009 (smáþjóðleikarnir eru bara annaðhvert ár) en vegna lélegra samskipta þar sem ég var með marga þjálfara og annað þá vissi ég ekki þegar síðasta mótið var til þess að tryggja sér sæti í landsliðinu. Seinna það sumar vann ég þær sem kepptu eða voru að keppast um 400m grind og 100m grind. Eftir sumarið var ég valin í landsliðið. Ég var geðveikt sár yfir að hafa misst af þessum mótum sem ég hefði geta keppt fyrir Íslandshönd, huggaði mig við það að ég yrði orðin miklu betri 2009 og myndi massa smáþjóðleikana þá! (ég keppti þó á NM í þraut sem haldið var á Íslandi 2009)

Ég ætlaði mér síðasta sumar að keppa á NM í þraut, Evrópubikar og NM-Baldic U23... Í apríl var talað um að þeir sem yrðu sendir á NM í þraut yrði valið eftir árangri 2009 og eftir innanhústímabilið.. og taldi ég mig því nokkuð örugga því það gekk mjög vel inni. Síðan í vikunni fyrir MÍ í þraut (sem er eiginlega fyrsta mótið á utanhústímabilinu) sé ég að það er kominn ákveðinn stigafjöldi sem maður þyrfti að ná til að mega keppa. Ég var ekki búin að undirbúa mig, eða hafa æfingaprógrammið í takt við það og munaði litlu en náði ekki þessu lágmarki og fékk því ekki að fara út! ég hef sjaldan verið jafn sár... þar sem ég var búin að æfa allan veturinn fyrir þraut, og þegar maður æfir fyrir þraut þá nær maður ekki að standa sig eins vel í einstökum greinum þar sem t.d ef ég ætla að vera rosa góð í 800m hlaupi þá er erfitt að vera massa góður í 100m gr líka.. Eftir þetta ákvað ég að hætt að leggja áherslu á þraut.. umhverfið á Íslandi er ekki beint uppbyggilegt fyrir þessa grein. Það er eitt sjöþrautamót á ári og það er fyrsta mótið.. hvað er gaman að æfa fyrir það?! til þess að keppa með landsliðinu úti þá þarftu alveg að massa þetta mót rosa vel! þannig áherslan er á 100mgr og 400mgrind

Svo kom Kristín Brina aftur inn í landsliðið en hún var búin að vera frá í einhvern tíma vegna meiðsla. Hún kom til baka í hörku formi og er hún einnig í 100m gr. og 400m gr og Sjöþraut. Þar með missti ég sætið mitt í evrópubikarnum. Enda náði hún líka þeim frábæra árangri að ná lágmarki á EM í 400m grind. 

Ég náði lágmarkinu í NM-Baltic í 400m gr og fór og keppti í Svíþjóð síðasta haust.. Allt var fullkomið, byrjaði hrikalega vel, en datt mjög illa á 3. grind og gat því ekki klárað hlaupið. Það var ömurlegt! ég hef aldrei upplifað eins frábærann keppnisdag, keppnisaðstæður og keppninauta.. var lang fyrst og búmm.. Það tók mig eiginlega allan september mánuð að jafna mig í líkamanum eftir þetta fall..

og svo núna 2011.. markmiðinn fyrir þetta sumar eru/voru smáþjóleikar, Evrópubikar og EMU23...

 Ég vissi ekki (eins og svo margir aðrir) að maður þurfti að sanna sig á innanhústímabilinu til að vera öruggur með sæti á smáþjóðleikunum. Ég keppti ágætlega á innanhústímablinu en tognaði illa á ökkla 27.des og varð svo veik í jan sem setti strik í reikninginn en árangurinn alveg okey.. Planið var að koma svo hrikalega sterk inn á vormótunum í maí.. Ég fékk þó boð um að senda vegabréfs upplýsingar og annað, s.s inn í hópnum sem átti að fara. Síðan er búið að hringla með þetta fram og til baka.. 

Fyrir það fyrsta vildi FRÍ helst ekki senda lið því það á engan pening.. og því var talað um að keppendur mundu þurfa að borga ferðina.. síðan var talað um að fækka hópnum niður í 10-15 og FRÍ mundi borga fyrir þá.. talað var við þessa einstaklinga og ath. þeirra álit hvort þeir vildu borga og hafa fullt lið eða láta borga fyrir sig og það yrði ekki boðhlaupsveitir eða neitt, ekki fullt lið. ALLIR sögðust vilja borga.. En FRÍ leist ekki nógu vel á að láta keppendur borga og ákvað að senda bara þennan fámenna hóp. Ég er ekki alveg að skilja þetta, af hverju er ekki hlustað á keppendurna? er þetta ekki gert fyrir þá?

Þeir sögðu að "það væri ósanngjarnt að þeir færu sem hefði aðgang að fjármagni" en málið er að ég veit um eeeengann sem ætlaði ekki að fara því hann þyrfti að borga.. og það er nú ekki eins og ég eigi marga peninga en maður mundi redda því einhvern veginn.. sækja um styrki og annað!

 þessi 10-15 manna hópur er þeir sem eru líklegir til verðlauna miða við árangurinn 2009.. Mér finnst hallærislegast við þetta að það er ekki miða við árangurinn sjálfann, hvað það væri að gefa mörg stig.. Það er að segja að þeir sem velja að keppa í greinum sem er ekki eins mikil keppni í þeir eiga meiri möguleika á að komast. 

Ég er rosalega sár akkurat núna en það gengur yfir einhvern tímann.. það er bara svo óendanlega pirrandi að það komi alltaf e-ð upp á sem veldur því að ég næ ekki að keppa með landsliðinu. Ég legg þvílíkt mikið á mig og er búin að drífa mig áfram alla brekkusprettina, eða síðustu metrana i löngum sprettum, eða þrekæfingar er hvað það nú er með hugsuninni "Lichtenstein!! smáþjóðleikar!"... og svo verður bara ekki sent fullt lið.. 

Ég veit að þetta er enginn heimsendir en næ bara ekki að sjá einhvern jákvæða hlið á þessu máli, eða e-ð til að kæta mig..  

Evrópubikar verður svo haldinn hérna á Íslandi.. og þá er eftir bara að ná lágmarki í 400m grind á EM U23.. sem er 60.50.. ég verð bara að einbeita mér að því... og fara að skipuleggja keppnisferði sjálf, ein út til að keppa.. því ég þarf nokkur góð hlaup og það er ekki í boði hér á Íslandi.. planið var að skipuleggja í kringum smáþjóðleikana en það verður ekki úr þessu..

Þangað til næst...

Ein frekar ósátt og getur ekki hætt að hugsa um þetta og lærir ekki neitt á meðan! 

Hér er ég að keppa á NM í þraut.. í hástökki.. flottasta myndin af mér í landsliðsgallanum..sem ég veit um.. 


Sveitin er alltaf pínu spúkí!

Það er e-ð krípí við það þegar hundurinn byrjar að gelta upp á þurru út í loftið.. svona gelt eins og einhver sé að koma.. ég fer og ath. af hverju hann er að gelta og þá er eins og hann sé að gelta á einhvern (í þannig stellingum) nema ég sé ekkert.. ekkert sem hreyfist.. Hann heyrir að ég er kominn og kemur í áttina til mín og vælir.. og þagnar og ég segi "hvað sástur eiginlega?" og þá vældi hann aftur.. og svo kom hann inn og hélt þessum skrítnu hljóðum áfram og horfið alltaf reglulega í sömu átt.. 

... spes... FootinMouth kannski var einhver mús e-ð..   ég fékk mér bara te og held áfram að læra.. alveg óþolandi þessi lesblinda þegar maður er að læra svona mikið.. maður les enn hægar en venjulega (hélt það væri ekki hægt) og stafirnir hreyfast.. hversu fáranlegt er það.. og svo er letrið á stöfunum sem ég er að lesa kannski svart.. en allir hinir stafirnir gráir.. hvað er það.. mér líður stundum eins og ég sé hálf geðveikt þegar þetta er orðið svona.. 

Þetta er pínu eins og svona sjónhverfingarmyndir.. eins og þessar:

Ef þú horfir á einn hring þá hreyfist hann ekki.. en hinir hreyfast.. svipað með stafina hjá mér í augnablikinu

 

shitt.. eða þessi.. það er eins og myndin hreyfist aðeins.. hringurinn í miðjunni er aðeins að færast til og frá..

 


Fiskur í matinn og bannað að vinna..

Þrátt fyrir að pabbi minn hefur mjög lítil afskipti af mér hvort ég ætla að vinna í dag eða ekki.. og ég tala nú ekki um mataræðið.. en í dag átti ég ekki að vinna.. og í dag mátti ég ekki borða neitt kjöt.. bara fisk.. í dag er föstudagurinn langi.. 

Þar sem ég vann ekkert í dag náði ég að klára lærdóms-áætlunina mína fyrir daginn.. og ákvað að henda inn nokkrum línum..

Páskarnir eru næsta leiti.. eða bara á sunnudaginn.. yfirleitt fylgir frí í kringum þá en það er e-ð mest lítið um það á mínum bæ.. ég er núna að læra og læra.. undirbúa mig fyrir lokaprófin sem eru 5 talsins frá 3 til 13 maí. Þannig það má búast við því að það verði lítið bloggað á næstunni.. og ég verði soddan félagsskítur.. svo ég er eiginlega bara pínu ánægð að hafa svona ömurlegt veður.. þá fæ ég mig kannski frekar til að sitja yfir tölvunni.. 

Ég er búin að vera með þetta lag á heilanum í allan dag.. enda er þetta frábært lag til að koma sér í stuð á morgnanna.. eða bara hvenær sem er :) 

Gleðilegt sumar og páska allir saman! 


Áfengi

Ég vil byrja á því að taka skýrt fram að ég er ekki að beina orðum mínum til einhvers með þessu blogg, ég er ekki að tala um einhverja ákveðna aðila, ég ætla ekki að móðga neinn. Ég er algjörlega að segja mína skoðun og vil endilega fá svör og hvað ykkur finnst.. fá ykkar skoðun líka..

Ég hef aðeins verið að pæla í áfengi og umgjörðina í kringum það.  Af hverju fer fólk á fyllerí? Mögulega útaf....

... það villfinna fyrir áhrifum og gera e-ð sem maður mundi annars ekki gera?

... hafa afsökun fyrir að láta eins og bjáni?

... af því að hinir gera það?

... missa/minnka dómgreinda tímabundið?

... sleppa því að þurfa keyra?

... það er gottbragð af áfenginu?

... fá líkaman til að slaka aðeins á?

... vera ónýtur daginn eftir út af þynnku?

... geta varla labbað upp stiga því allt þol í líkamanum farið?

... Kyssa (og jafnvel e-ð meira) einhvern sem maður ætti alls ekki að gera?

... Til að reyna að gleyma einhverju leiðinlegu og/eða erfiðu?

...  bara af því bara?

... eða eitthvað annað?

Og fyrir þetta allt saman að borga stórfé.. því áfengi kostar ekki lítinn pening..  Ég veit það ekki.. þessi atriði heilla mig ekki.. ég tala svo ekki um þegar maður sér fólk alveg út úr heiminum, hefur drukkið of mikið og það er með buxurnar á hælunum, ælandi, vælandi og ég veit ekki hvað.. Ég hef samt prófað að smakka áfengi... af hverju? Kannski pínu forvitni en aðallega hópþrýstingur.. Ég skil ekki hópþrýsting.. ef það er eitthvað atriði eða e-ð sem fær þig til að langa að drekka.. fine.. en af hverju viltu þá að ég geri það?

...Er það útaf éger svona leiðinileg edrú? (ætti maður þá ekki að gera e-ð annað saman?)

... eða líður þérbetur ef ég drekk? (Afhverju?)

... vilt að ég geri einhverja tóma steypu sem ég mundi annars ekki gera? (Af hverju?)

... vandræðalegt að það sé edrú manneskja sem man allt? (er það eðlilegt að vilja ekki muna eftir kvöldinu?)

... eða eitthvað annað?

Þessi hópþrýstingur er alveg hræðilegur.. hver hefur ekki heyrt til dæmis

 Einhvern segja "þú verður að drekka því Siggi á afmæli..."

eða "hva hvað þykist þú vera, af hverju ertu ekki að drekka?"...

eða "ertu alveg geldur?! Ætlaru ekki að drekka" ...

eða " hva, getur alveg fengið einn bjór.."  

eða " hvað er eiginlega langt síðan þú drakkst.. verður að drekka í kvöld!"

ofl.ofl... munið þið ekki eftir einhverjum svona setningum/kommentum?

Mér er samt alvegsama að aðrir séu að drekka, kemur mér ekkert við.. þeirra val.. mér finnst bara svo pirrandi þessi hugsunarháttur að það eigi bara allir að drekka, nema að viðkomandi eigi við vandamál eða er að keyra.. ef þú ert edrú þá átt þú bara að keyra..!

Ég var að fljót að komast að því að áfengi er ekki minn tebolli.. hef enga löngun í að veraeinhver önnur en ég er dagsdaglega, minnka dómgreindina ofl. Auk  þess þolir líkaminn minn það ekki plús mundi ég ekki vilja það út af íþróttunum. Ég vil samt ekki segja að ég drekki ekki..því kannski einhvern tímann seinna langar mig kannski að fá mér kokteil e-ð...reyndar finnst mér áfengisbragð mjög vont.. þannig ég fæ mér í dag bara óáfenga kokteila..  og þá heyri ég oft "mikið ertu dugleg að drekka ekki".. þetta er enginn brjáluð barátta, kannski frekar viðeigandi að segja það við manneskju sem á við áfengisvandamál að stríða e-ð..æj ég veit ekki, mér finnst allavega alltaf jafn skrítið þegar fólki  finnst þetta vera einhver árangur.. það er kannski bara ég.. þetta blogg er auðvitað bara ég og mínar skoðanir á þessu..og þætti mér mjög fróðleg að fá að heyra/lesa ykkar skoðun.. 

mmm.. mojito... ég fæ mér oft svona.. án áfengis.. (ég stal þessari mynd af netinu.. þar sem ég er ekki ennþá með photoshop og er að læra á þessa tölvu og svona.. ) 

óll﷽﷽﷽﷽﷽﷽﷽ segja það við manneskju sem völdinu)drekka.. afhverju viltu þ


Ef hægt væri að virkja orkuna frá Agent Frasco mundi það lýsa upp bæinn!

Þessi mynd var tekin af okkur síðasta föstudagskvöld af einhverjum næturlífs-ljósmyndara.. (Jón Steinar mætti alveg fá smá lit í andlitið.. hehe) Við fórum á tónleika með Cliff Clavin og Agent Fresco. Það var reyndar einhver hljómsveit á undan, man ekki hvað hún heitir, enda hlustuðum við ekki á hana. 

Rosa góðir tónleikar. Ég var eiginlega á því að mér líkaði betur við cliff clavin, þar sem söngvarinn á til að öskra í agent fresco og mér líka ekki vel við það þegar fólk öskrar á mig.. En það er svo brjáluð orka og ástríða sem smitast frá þeim að það er ólýsanlegt! Söngvarinn er líka ótrúlega góður.. flott lög.. ég upplifði lögin frá þeim eins og draum sem allt er svo gott (þegar hann er að syngja) og svo allt í einu verður allt að og breytist í martröð (þegar hann byrjar að öskra).. þessi öskur hljóma eins og brjálað rok.. rok er eina "veðrið" sem ég þoli ekki... Jón sagði mér svo eftir á að flest lögin hans fjalla um að pabbi hans fékk krabbamein, held að hann hafi dáið úr því.. svo að þessi upplifun mín er ekki svo galin..

Ég er loksins að fara í klippingu núna á föstudaginn.. Hingað til er ég alltaf bara búin að gera eitthvað með hárið.. Þetta kvöld fléttaði ég báðar hliðar og túberaði svo hluta af hárinu.. heppnaðist bara allt í lagi held ég :)

 

Þetta voru vel sveittir kjallaratónleikar.. gaman af þessu.. sérstaklega þegar söngarinn sagði frá því að hann væri búinn að vera með niðurgang síðustu 3 daga.. W00t

Ég setti saman pínu video með klippum frá tónleikunum.. tók þau atriði sem ég náðir að taka upp og ná hva best að lýsa stemmingunni.. hvað finnst ykkur? 

 kannski ekki alveg nógu góð klippa fyrir þá sem ekki þekkja þessa hljómsveit. 

Svo smá myndir frá interailferðinni sem ég var í fyrir ári..

Nice.. ótrúlega fallegt! sögðum alltaf Nice í staðin fyrir að segja næs.. hehe..

Þessi er klassísk

Það er ekki laust við að maður hafi orðið pínu þreyttur á ferðalögunum.. dröslast með bakpokann útum allt..

Yndislegar vel troðnar rútuferðir sem við fórum í..

 

svo var svo gott að fá að borða! yfirleitt vel svangur eftir daginn og það tók yfirleitt einhvern tíma að finna stað sem við vildum borða á.. 

Í Barcelona.. Eitt það skemmtilegasta sem við gerðum.. leigðum hjól og hjóluðum marga marga kílómetra.. Þeir sem hafa komið til Barcelona vita að það er kannski ekki alveg það skarpasta að vera á hjóli því það er allt í brekkum og umferðin alveg vangefin! því þarna hjólar fólk með bílunum, má ekki hjóla á gangstéttum... Að hjóla yfir t.d margra akreina hringtorg sem var ekki akreinaskipt á hjóli, með engan hjálm eða neitt var pínu klikkað.. Bergþóra var svo ekki að bæta ástandið þegar hún vildi ekki hjóla á móti umferð í íbúðargötum, þar sem var s.s einstefna og eiginelga engir bílar... haha.. 

Þegar ég var að skoða þessar myndir þá var ég búin að merkja myndir "JAPANST!" en það var orð sem við sögðum yfir allt.. t.d að maturinn var japanskt góður.. s.s e-ð orð eins og geðveikt e-ð álíka.. man ekki alveg hvert upphafið var.. allvega mjög steikt! 

p.s ég get ekki séð hverjir eru að like bloggin mín.. þannig það má endilega kvitta :) 


Ár síðan að ég hélt að afríku maður ætlaði að ræna mér!

Ég trúi varla að ég sé ekki búin að blogga í 19 daga!! Ég er nokkuð viss um að þetta sé met hjá mér síðan ég byrjaði að blogga í 7. bekk! 

Ég ákvað að blogga í tilefni dagsins, þar sem ég var orðin frekar smeik á tímabili að Afríkumaður mundi ræna mér á flugvellinum í Madrid. Fyrir ári síðan skildi ég við æfingafélagana á tenerife eftir æðislegar æfingabúðir og tók ein flug til Madridar til Laufeyjar og Bergþóra Gylfa kom svo seinna og við störtuðum mánaðar geggaðri interail ferð! Ég get nú ekki sagt að ferðin hafi byrjað vel!

Ég hafði aldrei áður tekið ein flug í útlöndum. Ég fékk gluggasæti og þeldökkur maður settist hliðin á mér.. ólýsanleg og ógeðsleg svitalykt af manninum.. Ég lokaði bara augunum og sofnaði..vaknaði stuttu seinna með hálsríg og þá byrjaði maðurinn strax að tala við mig. Fyrst byrjaði þetta sem kurteissis spjall.. þar sem við vorum að sitja hlið viðhlið í 3 klst ákvað taka þátt.. Sagði honum að ég hefði verið í æfingabúðum í frjálsum, væri frá Íslandi  og væri að fara í interail og hann svipað e-ð svona um sig.. en ég áttaði mig fljótlega að ekki var allt með feldu og hætti eiginlega alveg að svara manninum.. það skipti engu máli.. hann var búinn að plana allt saman. Ég átti að flytja út og þjálfa börnin hans, en hann átti enginn börn þannig ég átti bara að eignast börn með honum. Svo mundi hann fara með mig til Afríku og þar mundi ég hitta alla fjölskylduna hans og við mundum ferðast saman. Hann fílaði stelpur sem áttu sér framtíð og heilsteyptar eins og ég.. ég átti ekki að fara til og hitta vinkonur mínar, ég átti að vera bara hjá honum í madrid!! ég reyndi t.d að segja að ég ætti kærasta og svona þá sagði hann " hann getur ekki komið í veg fyrir að þú hittir annað fólk, hann getur ekki komið í veg fyrir að við kynnumst, við eigum að vera saman"

Ég var farin að svitna ansi mikið og reyna að sena gamla manninum sem sat hliðin á svarta manninum hjálpar augnaráð en hann veitti því ekki athygli. Ég fór að hugsa um að ég væri búin að týna upplýsingunum hvernig ég kæmist til Laufeyjar (hún gat ekki sótt mig á völlinn).. Síminn minn virkaði ekki og var ekk búinn að virka eftir ég fór út.. Ég vissi ekkert hvert ég átti að fara eða hvað ég ætti að gera! Gaurinn lét mig fá símanr. sitt og sagði að ég yrði að hringja í hann því annars yrði hann reiður (sagði þetta mjööög ákveðið að ég var bara hrædd)!

 Þegar flugvélin lenti og þá hljóp ég út og hljóp inn á kvennaklósettið og var þar í góðan tíma.. Hugsaði svo að ef hann væri ennþá einhverstaðar frami mundi ég reyna fá hjálp frá einhverjum öðrum túristum á vellinum..Þess var þó sem betur fer ekki þörf.. Ég reyndi að hringja úr tíkalla símum í Laufeyju því ég kunni símanr. hennar utan af.. en enginn sími virkaði.. E-ð stm. reyndu að hjálpa mér án árangurs.. ég fór um allan völl.. einhvern tímann hjálpuðu einhverjir strákar mér án árangurs.. alltaf var ég að skíta á mig úr hræðslu ef þessi gaur mundi finna mig..

LOKSINS fann ég síma sem virkaði. Ég rétt náði að segja Laufey að ég vildi fá heimilisfangið hennar aftur þegar sambandið slitnaði!!! og ég gat ekki hringt aftur!!... ég var alveg komin á ystu nöf og kökkurinn komin upp í háls! hvað átti ég að gera ein og týnd í 5 milljóna borg! Ég stóð stjörf alveg ráðþrota þá hringdi tíkalla síminn aftur.. sem var þá Laufey! hún sagði að hún gæti komið eftir 2-3 klst.. þannig ég beið eftir henni.. Þegar hún kom fórum við á mis en fundum hvor aðra á endanum!

Þessi mynd er frá Cérrbere í Frakklandi.. áttu í erfileikum að komast yfir landamærin og enduðum í rosa litlum bæ þar sem voru engar lestir, sprengjur, fólk vildi ekki tala við okkur og allt voða spúkí!

Ég fann svo Pops morgunkornið í Montpellier í Frakklandi.. þokkalega sátt..  

Það má búast við því að ég eigi eftir að koma me myndir frá þessu snilldar ferðalagi þar sem ég verð núna ári seinna á haus að læra undir lokapróf og væri ekkert á móti því að fara í aðra svona ferð! 

Á síðustu 19 daga þá til dæmis eyðilagðist tölvan mín á eftirminnilegan hátt.. þann 23. mars pakkaði ég ofan í skólatöskuna mína eins og hvern annan morgun og meðal annars te-brúsanum mínum eins og ég hef gert flesta morgna frá því ég byrjaði í háskólanum og allt í góðu. Nema hvað, þann morgun þá gleymdi ég að loka fyrir drykkjargatið á brúsanum og þegar ég fór inn í bílinn lagði ég töskuna á hliðina, þá rann allt teið úr brúsanum. Þar sem taskan er úr leðri þá lak ekkert út úr töskunni og þegar ég tók töskuna aftur upp þá lak teið allt niður aftur. Með þeim afleiðingum að teið fór inn í tölvuna mína.. inn í viftuna, batteríið og önnur op. Þegar ég kom inn í tíman og tók tölvuna upp þá var bókstaflega eins og ég væri að taka hana upp úr baði.. það var ekkert lítið sem lak af henni.. Kennarinn minn fékk sjokk  og gal-opnaði augun og munninn og hrópaði "NEI,NEI,NEI,NEI!!!!!"Gasp

Síðan þá er ég búin að vera leita mér a tölvu og ekki búið að ganga neitt rosa vel.. kannski líka út af því að mér finnst yfirleitt bara ekkert gaman að versla (nema jólagjafir).. en maður þarf að vanda valið vel á svona tækjum.. ég er alveg að missa allt vit á þessu.. Svo er það ekki að bæta það að nú eru fermingatilboð og tölvan metin á tilboðsverði.. eða 30þús lægra verði en tölvan ætti að kosta! tölvan ætti að kosta 140þús.. en með tilboðverði, afföllum og sjálfsábyrgð þá fæ ég bara 59 þús úr tryggingunum!.... ég er ekki ennþá komin með nýja tölvu! en það er alveg að fara að breytast.. ég er svo heppin að ég gat fenið 8 ára gamla tölvu lánaða frá Mæju siss.. hún er pínu hæg og meikar stundum ekki alveg álagið sem fylgir skólanum..(það er reyndar búið að vera vangefið mikið að gera í skólanum) en hún er ótrúlega seig miða við aldur!

 Ég get því ekki sett inn myndir.. en það gerist vonandi í næstu viku!!

p.s það er komin like takki á bloggin fyrir ykkur sem ekki nennið að kommenta ;) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband