Færsluflokkur: Bloggar
Þá er það endanlega ákveðið og staðfest að ég er að fara flytja til Falun í Svíþjóð í Janúar. Ég og Jón Steinar bókuðum flug í fyrradag til Stokkhólms þann 16. janúar (maður er í 2,4klst með lest til Falun frá Stokkhólm). Ég er búin að vera að undirbúa og skoða möguleika sem voru í boði síðan núna í vor. Aðal ástæðan fyrir því að við erum að fara út er til þess að finna stað þar sem er topp aðstaða með heimsklassa þjálfurum. Það opnar fyrir mér möguleika t.d að keppa á fleiri mótum þar sem ég fæ meiri keppni og betri keppnisaðstæður en gerist hér á þessu landi. Svo er auðvitað frábært að fara æfa við svona frábærar aðstöðu, rosa flott innanhúshöll og svo er útivöllurinn fyrir utan. Það er heldur ekki verra að fara að æfa á sama stað og heimsmethafin í 60m grind innanhús, Susanna Kallur. Ég er líka búin að fá samþyggi fyrir styrk sem er þannig að ég þarf ekkert að borga fyrir þjálfunina eða afnot af þessari aðstöðu sem ég kemst alltaf í. Ég fæ öll prógröm á sænsku þannig ég mun ekki komast hjá því að læra sænskuna.
Ástæðan fyrir að Falun var valin er að þarna eru bestu þjálfararnir, góð aðstaða og skóli sem ég og jón steinar getum farið í skiptinám í. Við byrjum bæði í skiptinámi og svo kemur í ljós hvernig framhaldið verður. Stefnan er sett fyrst á 2 ár (en komum heim eftir ár ef allt er ömurlegt) en ef allt gengur vel og okkur líka vel þá verðum við eitthvað lengur. Ég er ótrúlega spennt yfir þessu öllu saman en ég hefði þó ekki geta gert þetta alveg ein. Ég fæ frábæran stuðning frá fjölskyldunni, vinum og þjálfurum. Það er mjög mikilvægt því maður verður að vera 110% sáttur við það sem maður er að gera og líða vel til að ná árangri. Einnig Vésteini Hafsteinsyni að þakka því hann benti mér á þennan stað og benti mér á við hvern ég ætti að tala og svona.
Ég flutti norður fyrir 2 árum.. ég gat það.. ég er búin að ferðast mikið erlendis.. gat það og því er ég komin með ágætis sjálfstraust í að þetta gangi mjög vel. Ég verð næstum því jafn lengi að kom mér heim í sveitina frá Falun eins og ef ég keyri héðan frá Akureyri. Ég mun koma reglulega á Ísland bæði til að keppa á stóru mótunum með mínu félagi og líka yfir jólin og svona :)
Ég er búin að vera vinna rosa mikið í þessu síðan skólinn byrjaði og því er ég ekki alveg búin að sinna skólanum alveg nógu vel. Ég er svo byrjuð að æfa á fullu og Gísli (þjálfarinn) er einbeittur að koma mér í massaform áður en ég flyt þannig það fer slatti tími í æfingar + að elda/borða og sofa því það skiptir alveg jafn miklu máli.. en ég læri eins og ég get..og því er búið að vera lítið um blogg reyni að nýta tímann frekar að reyna að læra e-ð þegar ég er við tölvuna.. og talandi um skólann þá sá ég þetta skemmtilega video hér fyrir neðan um lesblindu. Þetta er ótrúlega satt.. þeim sem langar að vita e-ð um lesblindu eða lesblindir vilja fá smá hughreystingu er gott að horfa á þeta video:
svo koma nokkrar myndir af því sem ég er búin að vera að gera síðustu daga:
Vaknaði einn morguninn og þá var allt hvítt..
Laufblöðin eru ekki einu sinni búin að gulna.. þau eru ennþá græn! en sjórinn er nú ekki búinn að stoppa lengi.. rétt aðeins að stríða manni;)
Bökuðum sjúklega góða Pizza-hut pizzu.. (kláraði ólífu-olíuna mína.. haha)
Pizza og hvítlauksbrauð..
NAMMI!
Þokkalega þykkur botn!
ég slefa á því að skoða þessar myndir.. botninn á pizzunni var reyndar aðeins of þykkur.. spurning að hafa aðra 9" til viðbótar en notað sama deig næst.. fyrir áhuga sama þá er hægt að finna uppskriftina af deiginu hér :http://www.cdkitchen.com/recipes/recs/525/Pizza_Hut_Original_Pan_Pizza41605.shtml
Réttur vikunnar hjá mér... búin að fá mér þetta í hádegismatinn í gær og dag.. ótrúlega gott! Þetta er s.s pasta, iceberg, tómatar og eggjahræra sem inniheldur 2 egg, lítið rautt chilli, 1/4 lauk, 1 hvítlauksrif... og svo Selfoss-vatnsbrúsinn klikkar ekki ;)
Samloka.. með gúrku, iceberg, eggi og beikon ...
Svo er það stundum sem maður fer að gera e-ð allt annað en að læra.. t.d að horfa út um gluggann og taka myndir af öllu mögulegu sem var í kringum mig.. það var svo flott birta að ég varð að nýta mér það.. þessar myndir eru allar teknar í lit og nánast alveg óunnar.. smá crop og svona sem er aðalega búið að gera!
Bloggar | 12.10.2011 | 21:48 (breytt kl. 21:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Blóðtaka er kannski pínu gróft orð.. en ég fór í dag að gefa blóð. Ég fór fyrir 2 vikum síðan en þá þurfti fyrst að taka svona test, það kom allt vel út svo ég fór í dag. Ég hef aldrei gefið blóð áður og vægast sagt stressuð fyrir þetta. Ástæðurnar eru 2 fyrir því að ég fór að gefa blóð, bæði til að gera góðverk og einnig því ég er sjúklega hrædd við nálar og planið að reyna að yfirstíga þá hræðslu með tímanum. Ég ætla aðeins að deila með ykkur þessari reynslu, því ég var t.d sérstaklega stressuð því ég vissi ekkert hvernig manni mundi líða á meðan og eftir þetta.
Eftir að vera búin að fylla út spurningalista (tékk hvort maður má gefa blóð) þá stakk hjúkkan í puttann á mér til þess að fá blóðdropa til að mæla hemóglóbín í blóðinu (tækið sem átti að gera það var bilað.) Nema hvað ég var svo sjúklega stressuð að hendurnar á mér voru ískaldar og æðarnar búnar að dragast saman. Hjúkkan var heillengi að ná að kreista út blóðdropa, sagðist aldrei hafa lent í öðru eins. Ég sagði henni þá frá því hvað ég væri mjög stressuð yfir þessu öllu saman. Hún, sem og hinar hjúkkurnar þarna voru mjög svo almennilegar við mig.
Ég lagðist á þæginlegan bekk og hjúkkan var mikið að spjalla, sem var mjög gott til að dreifa huganum (var örugglega markmiðið með þessum samræðum hjá henni). Ég fékk mjúkan bolta sem ég hélt á til þess að kreista öðru hvoru til þess að auka blóðflæðið í höndina. Síðan kom nálin.. ííí.... það er aldrei kósý tilfinning. Hún talaði stöðugt við mig og hjálpaði mér að slaka á.. pass að halda ekki inn í sér andanum því þá fer manni frekar að svima.. bara anda venjulega og reyna að slaka á. Svo kreista bolta.. það ver ekkert rosa skemmtilegt því ég fann alveg hvernig nálin hreyfðist i hendinni þegar ég kreisti boltann (vöðvarnir spennast og því færðist nálin)..
Það tekur 5-7 mín að fylla pokann af blóði. Eftir smá stund þá varð mér kalt á hendinni sem nálin var í. Síðan eftir lengri tíma þá byrjaði mig að svima pínu. Ég reyndi að slaka á og tala áfram við hjúkkuna. Þegar þetta var búið þá sýndi hún mér pokann sem leit úr eins og blóðmörs-keppur. Hún kom svo með eplasvala og gómsætar kleinur sem ég japplaði á og lá áfram.. sviminn minnkaði og eftir smá stund stóð ég rólega upp og settist og fékk mér meira af kleinum og svala :)
Mér leið frekar skrítið og var frekar erfitt að labba upp allan stigann upp í íbúðina. Ég fékk mér jógúrt og lagðist svo upp í rúm og svaf í 3 klst. Ég var samt ennþá dauðþreytt en ég átti að drekka og borða vel á eftir og því var ég að fá mig til þess að vakna. Þessa 3 tíma dreymdi mig algjört bull, svo mikið bull að á þessu stigi yfirleitt þegar mig dreymir svona bull þá er ég veik. hehe.. það er ákveðin mælikvarði hvenær ég set mörkin við að vera heima ;)
Ég er mun hressari núna þó mér sé búið að vera illt í hendinni, þreytt og með hausverk stundum. Ég vona að þessi færsla sé ekki að fara hræða neinn.. ég er bara að segja hvernig ég upplifði þetta allt saman. Ég sátt við að geta gefið blóð, það eru nefnilega alls ekkert allir. Ég er ó O+ flokki eins og 56% íslendinga þannig það fer mest af því blóði og því oftast þörf á að fá þannig blóð eins og var í dag. Ég hvet alla til að drífa sig í að gefa blóð!
p.s veit einhver hvar maður skráir sig sem líffæragjafa, þ.e.a.s þegar maður deyr að það megi taka allt úr manni?
Til að lífga aðeins upp á stemminguna þá ætla ég að koma með slatta af myndum:)
Eggjasnafs.. namm elska það. maður getur reyndar ekki drukkið of mikið af því.. annaðhvort færðu bara nóg eða færð illt í magann en þetta er sára einfalt eða:
1 egg og 4msk sykur þeytt vel saman og síðan restinni bætt við
1/2 líter mjólk
1/8 tsk salt
1/4 tsk vanilludropar
hræra þessu öllu vel saman og hella svo í glas og rosa gott að hafa múskat ofan á..mér finnst gott að hafa mikið af því en Jóni lítið eins og þið sjáið á glösunum
Ég er byrjuð á að breyta hafragrautnum mínum..þ.e.a.s láta meira í hann. Hér er ég með egg, ber, kanil og borða epli með.. ég var alltaf föst í því að borða með mjólk og sykri.. en sykurinn er óhollur og mjólkin fer illa í mig á morgnanna þá byrjaði ég með kanil og epli.. og núna er ég komin í þetta ;)
Rjúpa sem ég sá 17. sept.
Haframuffur sem ég bakaði. upprunalega uppskriftin fékk ég hér :
http://www.pressan.is/heilsupressan/Lesa_heilsupressuna/thaegilegur-morgunmatur
Síðan breytti ég ýmsu.. eins og bætti hnetum við, suðusúkkulaði bitum, notaði AB-mjólk og fjörmjólk í stað fyrir sojamjólk og svona.. ég áttaði mig á þarna hvað það getur verið auðvelt að breyta uppskriftum og gera bara e-ð sem manni langar í.
Upp úr því bjó ég til þessar hafra-stangir.. sem var bara e-ð sem ég setti saman :)
Ég, Sunna og Stefanía fórum upp á súlur 16. sept. LOKSINS fór ég upp á Súlur!
Sunna fékk sé snjó sem var þarna á fjallinu
Kvitta í gestabókina uppi á tindinum.. Ekkert smá flott útsýni!
Á afmælisdeginum hans Jóns fórum við í smá bíltúr og fórum m.a í sundlaugina í Hofsósi. hún er mega flott... þessi mynd er tekin þar en hún sýnir samt ekki nógu vel hversu geðveikt útsýnið er.. og ef maður er ofaní lauginni/pottunum þá er eins og sjórinn taki við vatninu í lauginni.. erfitt að útskýra.. best að fara bara sjálfur og upplifa þetta :)
Yndislega og krúttlega hús sem er á Hofsósi
Búðin á Hofsósi.. þegar maður fer inn í þessa skemmu þá er bara eins og maður sé kominn inn í venjulega verslun..
Svo keyrðum við og skoðuðum.. komumst að því að það er ENGINN veitingarstaður á Dalvík ekki nema þá N1 skálinn eða olísskálinn.. !!
Fórum í gegnum fullt af göngum.. þessi einbreiðu göng voru pínu skerí!
Ég og Jón Steinar í afmælispartyinu hans.
Teddi með verðlaunin sín sem hann vann í pub-Quizinu í afmælinu
Sjúklega góð og óholl Twix-mars-ostakaka sem ég gerði fyrir afmælið hans Jóns Steinars..
Hafdís kíkti í heimsókn og þá var auðvitað bakaðar vöfflur og heitt súkkulaði með:P
Súkkulaði bollinn minn:P
Bloggar | 27.9.2011 | 22:09 (breytt kl. 22:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þá er komið að því... sumarið er búið.. þett er búið að vera æðislegt sumar. Ég gat verið mikið í hestum fyrsta skipti í 4ár!!!! ég náði góðum árangri í frjálsum.. fór í snilldar keppnisferð.. fór í 4 brúðkaup.. veiddi fiska (meira að segja í kaldaðarnesi!) svona til að segja e-ð hvað ég gerði í sumar. Bara nokkuð sátt.
Ég segi að sumarið sé formlega lokið þar sem skólinn er kominn á fullt, ég flutt norður og síðasta mótið á tímabilinu var í gær. Ég endaði á að taka eina sjöþraut. Eins og ég hef sagt áður þá er áherslan á grindarhlaup en mér finnst alltaf æðislega gaman að keppa í sjöþraut.. en er bara vonlaus kastari. Ég náði að bæta minn persónulegan árangur um helgina í 4 greinum. Ég bætti mig í þraut um 407 stig sem er slatti og náði alls 4689 stigum. Árangurinn í greinunum var þessi:
100m grind: 14,87 (löglegur vindur, var í algjöru bulli og passaði ekkert ég byrjaði ca 30cm fyrir aftan ráslínuna til að reyna að láta passa á fyrstu grind.. þannig sátt við tímann miða við ruglið á mér)
hástökk: 159cm.. (rosalega svekkt með þennan árangur ætlaði svo mikið að bæta mig og koma mér yfir 170cm.. en líkt og í grindinni þá var ekkert að passa hjá mér atrennan öll í rugli allt í einu.. ég hoppaði hátt yfir 159 og ákvað því að sleppa 163.. og felldi svo 3x 165.. )
kúluvarp: 9.50m.. (ég heft oft kasta svipað langt en aldrei í keppni og var þetta því bæting um 53cm!)
200m: 26.57 ( ég best 26.56 þannig ég var 1/100 úr sek frá mínu besta..)
langstökk: 5.51 (bæting um 2cm vindu +1,8.. vindurinn var mismunandi og náði bara 1 gildu stökki)
Spjótkast: 24,13 ( bæting um 24cm.. vandræilegt hvað ég á lítið í spjóti.. ég er meira að keppa í spjót"sleppi" frekar en kasti.. hehe)
800m: 2:22,32min.. (bæting um 3,45sek.. sem er góð bæting en ég átti samt meira inni.. mér var kalt í hlaupinu.. ég var töluvert á undan næstu og ekki alveg með taktíkina í þessu þegar það voru 50m eftir áttaði ég mig á að ég ætti fullt inni og tók þvílíkan sprett síðsutu 50m.. hefði bara átt að byrja á því aðeins fyrr)
Eins og sést á þessari mynd þá er snjór í fjöllunum og það var svona 5-7°C hiti í keppninni.. heita kakóið, simson teppið og snjóbuxurnar var voru vinsæl um helgina
Með síðustu úreiðatúrum í sumar.. Þeir sem þekkja til sjá hvað Geisli, hesturinn sem ég er á, er ótrúlega stressaður á þessari mynd.. haha.. alveg í varnarstöðu.. hann er pínu stressaður.. og svo er Jón Steinar á Hljóm, sínum hesti.. Þessa tvo náði ég að temja í sumar.. Geisli þar reyndar aðeins meiri þjálfun til að aðeins á..hehe.. Ég fór í reiðtúr með alveg ótrúlega margir sem komu með mér á hestabak í sumar eða þau Sólveig Sara, Anna páls, Sigga litla, Julia, Jón Steinar, Stebbi, Guðbjörg, Mamma, Bergþóra Krisín, Bergþóra Gylfa, Eyrún, Gerða, Gummi Kalli, Dýrleif, Ísold og ég er alveg örugglega að gleyma einhverjum.. allavega æðislegt hesta-sumar! :)
Þess má til gaman geta að ég týndi 15kg af berjum í garðinum heima í sveitinni.. og ég kláraði ekki alveg allt einu sinni! þegar ég sýndi mömmu hvað ég hafði tínt mikið upp og spurði hvort þetta væri ekki mikið af berjum.. hún þagði í smá stund á meðan hún horfði agndofa á öll berin og sagði svo "ég hef allavega aldrei sé svona mikið af berjum!"
Í næsta bloggi ætla ég að koma með gúrme uppskrift af haframuffins og eggjasnafsi.. hljómar örugglega ekki vel fyrir suma.. en þetta er hvotveggja þvílíkt gott!
Bloggar | 12.9.2011 | 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ásdís stóð sig vel á HM.. ánægð með hana!
Það er ekkert smá flott að vera með íslenskafánan á nöglunum! ég ætla klárlega að nýta mér þessa frábæru hugmynd næst þegar ég keppi fyrir Ísland!
Með íslenska fánann á fingrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.9.2011 | 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er ekkert rosalega mikið í því að vera inni og vera í tölvunni.. Ég er meira rétt að vinna í henni og síðan úti að vinna, hestbaki eða æfa.. Þar af leiðandi er ég ekki alveg nógu dugleg að láta myndir inn í tölvunna.. Síðasta vika var alveg brjálað að gera.. ég var að reyna að klára öll verkin áður en ég mundi flytja norður.. sem fór svo þannig að ég er eina viku í viðbót hér fyrir sunnan til að reyna að klára þetta.. Ég var samt að keppa síðustu helgi á MÍ 15-22 ára.. og ég var að gera of mikið í vikunni náði ekki að sofa alveg nóg.. hefði átt að borða meira og betra fæði.. en ég hugsaði "okey ég bæti mig kannski ekki um helgina en ég hlýt að meika þetta" hversu fáranlegt er að hugsa svona? maður á ALLTAF að leggja sig allan fram við hverja einustu keppni.. og dagarnir á undan skipta alveg jafn miklu máli.. Svo kom keppnin.. byrjaði í langstökki var ekki að ná að hlaupa nógu hratt í atrennunni.. og bara já, ekki hoppa langt.. næst var mín grein 400m grind.. það var smá misskilningur með tímann og ég missti næstum af hlaupinu.. það var ekki til að bæta ástandið.. hlaupið fer af stað og ég hleyp ömurlegasta hlaup sem ég veit um.. ég fann strax þegar ég fór að stað að ég væri að hlaupa of hægt.. ég reyndi að hlaupa hraðar.. hugaði "hlaupa hraðar, hlaupa hraðar" en málið er að maður á að tæma hugan alveg meðan maður er að keppa.. Ég var alveg brjáluð út í sjálfan mig eftir þetta hræðilega vandræðilega hryllilega lélega hlaup.. Ég náði að taka mig saman í andlitinu og breyta hugafari og náði að gera ágætt það sem eftir var af mótinu.. Fékk ég 8 gull og 1 silfur eftir helgina. Eitt er víst að maður er alltaf að læra og aldrei aftur ætla ég vísvitandi að vera ekki alveg 100% undirbúin fyrir keppni og hugsa bara jájá.. ég hleyp bara.. ákveðni, áranleiki, jákvæðni, gleði, upplifun og margt fleira verður að vera 100%
Svo verð ég að fá að koma að hversu gott íslandsmet við eigum í 400m grind. Í undanúrslitum á Heimsmeistarmótinu í gær var aðeins 1 kona sem hljóp hraðar en íslandsmetið hennar Guðrúnar Arnardóttur (metið er 54,37 sek). Það var s.s Lashinda Demus sem var á 53,82 sek."
Ég er núna að passa litla frænda og hafði því tíma til að koma í tölvuna og setja inn mörg hundruð myndir.. en ég ætla að setja all nokkrar hér inn sem mig langar að deila með ykkur..
Ég var mjög vilt um versló og fór ma. í keilu!
Besti eftirréttur sem ég hef smakkað!! Fersk jarðarber og bláber sett í eldfast mót, marens helt yfir og hitað inn í ofni og borðað með ís.. dísus hvað þetta var gott, ætlaði ekki að geta hætt að éta! en tengdó á heiðurinn af þessum dýrindis rétt :)
Við erum búin að reyna að þjálfa Vin í grindarhlaupi.. hann skilur ekki alveg afhverju hann á að hoppa yfir þær ef hann getur farið undir..
Vini finnst gaman að vera með mér á æfingum og fá að fara í kapp við mig.. reyndar fer hann fyrir mig ef ég er að fara of hratt fyrir hann.. það er ekki alveg eins sniðugt..
Ég hef oft talað um falleg sumarkvöld í sveitinni
Elska þessa kyrrð..
Elska hvað það er mikið af hestum í sveitinni :)
eruð þið búin að ná því hvað þetta er fallegt og yndislegt?
Frærófurnar spretta vel.. eiginlega of vel í nýja húsinu.. fara allt of hátt upp eins og sést á þessari mynd!
Eitt af verkefnunum er að klára að mála þetta hús.. búin með 1 umferð!
Það verður pínu munur þegar það er búið að mála húsið!
Það eru komnar nýjar rófur! nammi nammi!
Þær spretta vel núna í rigningunni!
Fallega, duglega og unga HSK-liðið okkar á bikar..
Mamma var 60 ára.. í tilefni á því ákváðum við að halda á mömmu!
mála og mála..
Ísold kom að læra aðeins á hest hjá mér
Vinur hress í sveitinni! (Jón Steinar tók þessa mynd)
Alltaf að fá einhverja á hestbak með mér.. Hér eru Eyrún, Gerða og Bergþóra..
Þessi mynd er e-ð svo yndisleg.. haha
Gerða og Geisli
Anna og Þruma
Riðum niður að ánni..
Fórum svo heim og átum allan heiminn.. hér er eftirétturinn hennar Önnu..
Sumir segja að peningar vaxi ekki á trjánum.. en ég mundi segja að það gerði það í mínu tilfelli.. þar sem ég er að vinna í rófunum, og selja svo rabarbara, sólber, stikilsbera og maðka.. allt sem ég finn í garðinum heima :)
Stikilsberin..
Geggað gaman að sjá tónleikana á menningarnótt.. ekki verra að vera með svona fallegu fólki ;)
flugeldasýningin var mun flottari en þessi ljós í Hörpunni verð ég að segja!
Vinur er svo mikið krútt.. :P
Sætið mitt á leiðinni norður á MÍ 15-22 ára.. það var kósý!
Ég var ekki á bíl fyrir norðan og ég hef aldrei labba svona mikið eina helgi (nema ég sé í útlöndum) hér er hluti af hópnum að labba og kaupa sér ís/nammi
Allt of mikið krútt!
Bloggar | 31.8.2011 | 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggar | 15.8.2011 | 23:08 (breytt kl. 23:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sólveig og Hjalti voru svo elskuleg að bjóða mér með sér í náttúrulega fótsnyrtingu.. sem fellst í því að labba á tánum í fjörunni.. Ég get ekki sagt að mér hafi liðið vel í tánum á meðan þessu stóð! við fórum frekar seint og það var orðið kalt.. að labba með frosnar tær í sandinum var eins og labba á títuprjónum! En ferðin var skemmtileg.. svo sáum við líka sel! :)
Meistaramót Íslands er svo um helgina.. og það á Selfossi! það er bæði ánægjulegt og skrítið að keppa á svona stóru móti heima.. Vona sem flestir mæti á völlinn og hvetji áfram sitt heimafólk!
Bloggar | 22.7.2011 | 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það sem ég elska mest við að vera í sveitinni er tímleysið! Lífið stjórnast ekki eftir klukkunni.. Ef ég er svöng 30 mín fyrr eða seinna þá fer ég bara í mat þegar ég er svöng.. ekki þegar það er "matartími".. eða stimpli klukka sem ég þarf að stimpla mig inn.. ef ég er í stuði og gott veður þá vinn ég aðeins lengur, ef ég er þreytt þá vinn ég aðeins minna. Yfirleitt eru það kvöldin sem fara svo í að vinna í hestunum þar er sama sagan ef veðrið er gott og hestarnir skemmtilegir hef ég stundum verið að fara að skríða upp í rúm um klukka 2.. ekki held ég að það sé nú beint til fyrirmyndar að fara seint að sofa en þetta frelsi er ómetanlegt..
Ég hinsvegar búin að lifa í algjöru tímaleysi síðustu daga þar sem aðfaranótt miðvikudags fékk ég einhverja magapest og búin að sofa meira og minna síðan, veit ekkert hvað tímanum líður. Ég vona samt að ég geti farið að gera eitthvað á morgun. Ég er nefnilega alveg fín núna.. þ.e.a.s ef ég geri ekki neitt og borða ekki neitt.. get ekki sagt að það sé beint skemmtilegt en skurðurinn á hnénu á mér hefur tekið svaka kipp í að gróa. Saumarnir voru einmitt fjarlægðir í dag, 12 dagar síðan ég náði að skera mig á grind í Svíþjóð.. 12 dagar! hvað líður tíminn eiginlega hratt! það er bara 5 vikur eftir af þessu sumri! og 162 dagar til jóla!
Nokkrar myndir frá liðinni viku:
Fór í útilegu með systkinum mömmu og afkomendum á Eyrarbakka sl. helgi. Vinur var að fíla sjóinn!
Jón Steinar tók þessa og fyrir ofan..
Jói alltaf að matreiða eitthvað öðruvísi, núna eru það blóm og því smakkar hann öll blóm sem hann finnur!
"allir eru að taka planka-myndir" ég fatta það ekki alveg.. þ.e.a.s ég var að fatta það af hverju er maður ekki í plankastöðunni? eins og æfingin er.. ef það er ekki tengt því af hverju heitir þetta þá að planka? ég er víst bara svona treg.. hehe..
Elska sjóinn.. ég get horft á hann tímunum saman.. horft á öldurnar endalausu og endalausan sjóinn..
Notalegt að fara niður að á og veiða og njóta kyrrðarinnar og náttúru
annar fiskurinn sem ég veiddi.. þeir gerast ekki mikið minni en það var ekki hægt að sleppa honum eins og hinum sem ég veiddi.. hann var líka lítill en þó stærri en þessi
Bloggar | 15.7.2011 | 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þessi mynd með fréttinni er alveg yndisleg! eins og þær eru nú held ég alltaf sem mbl birtir af mér.. hehe.. En það stendur í fréttinni að ég hafi unnið hlaupið á 60.50 sek.. það hefði nú verið óskandi... en það var víst 61.44!
Ég er samt ekki að átta mig á því að ég hafi ekki náð þessu lágmarki.. ég er ekki að fatta að ég sé ekki að fara til tékklands.. og á ég að taka niður stóra miðann sem er fyrir ofan tölvuna sem stendur með risa stöfum 60.50... og fyrir neðan 4. júlí...?
Fjóla fékk gull og silfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.7.2011 | 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt of snemma í morgun vöknuðum við við þjóðverjana sem eru með okkur í salnum (sofum í íþróttsal).. Þeir blöstuðu ömurlegri teknótónlist og kveiktu ljósin! Svo kom reyndar e-ð lag á ensku og textinn var einhvern veginn á þennan veg
góðan dag, góðan dag.. þú þarft að vakna.. kominn tími til að fara á fætur.. þú þarft að fara að mæta í vinnuna.. góðan dag.. svo var tónlistin bara áfam þó að þau væru öll vöknuð.. bara á meðan þau voru að éta.. svo þegar þau voru búin að éta fóru þau að gera æfingar og hopp á gólfinu til að toppa allt saman! Yndislegt að vera vakin upp við þetta fyrir allar aldir!
Í morgun var rok og rigning.. kalt.. ég hitaði því upp í ullarnærfötum og regnfötum.. veðrið skánaði töluvert þegar ég átti svo að hlaupa 100m grind.. ég var staðráðin í að nýta mér tækifærið og bæta mig og vinna hlaupið.. Það fór þó ekki svo ég byrjaði að hlaupa á 1. Grind.. og á grind nr. 2 hljóp ég illa á grindina og skar á mér hnéð.. datt næstum því.. (ekki hugmynd hvernig það er hægt skera sig á grind.. ) ég klárði engu að síður hlaupið og endaði í 2. Sæti á tímanum 15.28..
Ég leit þá á hnéð á mér og sá að ég var með djúpan og frekar breiðan skurð á hnénu.. það var ekki byrjað að blæði.. ég sá bara e-ð hvítt.. ojjj..
Ég labbaði svo nokkur skref til að tala við starfsmann á vellinum til að biðja um plástur og benti á hnéð.. þá var byrjað að blæða og niður allan fótinn..
Síðan kom maður og sagði að best væri að ég færi á sjúkrahús því að það þyrfti örugglega að sauma. Einhverjir starfmenn skutluðu mér á sjúkrahúsið og Dagur kom með mér. Við þurftum ekki að bíða lengi.. eða eftir sirka 1,5 klst. Var búið að sauma 3 spor. Læknirinn sagði að ég ætti ekki að hlaupa eða æfa mig í allavega viku.. Það mundi ekkert hættulegt gerast en skurðurinn mundi ekki gróa því hann er á þannig stað að það er stöðugur núningur..
Þegar við komum út af sjúkrahúsinu var komið þetta fínasta veður. Lítill vindur, léttskýað og heitt. Gummi kom þá mér einstaklega skemmtilegt komment og sagði spáðu í því Fjóla ef þú hefði hlaupið núna þá hefðiru örugglega náð lágmarkinu! hmm.. það skiptir ekki máli.. ég er ekki að fara að hlaupa í þessu góða veðri..
Svo er heimferðin á morgun! Ótrúlegt að ég sé strax að koma heim.. Það verður kannski ekki þæginleg ferð með hnéð svona.. en ég er fegin að þetta gerðist ekki t.d í Finnlandi e-ð! Þessi ferð hefur verið rosa góð reynsla og ég er nokkuð viss um að ég muni fara aftur að ári!
Hér koma nokkrar myndir:
Gummi að hoppa í sjóinn í dag..
Ég fór ekkert í sjóinn með skurðinn minn..
Halli bætti sig í 200m í dag.. 22.99.. endaði í 6. sæti..
Medalíurnar mínar.. gull og silfur
Fékk þennan fína stól líka í verðlaun.. verður e-ð vesen að koma honum heim! ( þessi mynd er uppstillt.. ég var ekki svona glöð eftir 400m gr. og það var ekki svona hlýtt að ég vildi vera á bolnum!)
Gummi og Dagur í stellingum..
Gummi að planka á verðlaunapallinum.. hann plankar allstaðar!
Gummi og Halli pöntuðu Fjölskyldupizzu.. á staðnum sem við mætum alltaf 15 mín fyrir lokun og notum netið þeirra!
Svona var veðrið í morgun!
Aldrei eins gaman að horfa á sleggju.. giskuðum á hvað þeir mundu kasta langt áður en þeir köstuðu.. haha.. Dagur bætti sig og kastði 48,18..!
Sjaldan hlegið jafn mikið í morgunverði eins og í morgun.. ég fékk krampa í magan!
Ostur, salami, marmelaði, brauð, smjör, skinka, gúrka og tómatur.. að hætti Dags..
Skurðuinn minn
Verið að sauma mig saman..
Bloggar | 2.7.2011 | 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar