mun æfa e-ð með Susanna og kem á Ísland í næstu viku!..

Það er skrítið að við séum bara búin að vera hér í 2 vikur.  Þó það sé ennþá frekar tómlegt í íbúðinni (það er samt alltaf að bætast e-ð dót við) þá er einhvern veginn eins og við séum búin að vera miklu lengur hér. (En ef  ég hugsa ég bý í Svíþjóð.. þá er það e-ð meira skerí en það er í raun J ) Við erum komin ágætlega inn í allt hérna.. Skólinn byrjaður og loksins komin með stundaskrá, farin að kynnast æfingingarfélögun ágætlega og svona.. Við erum reyndar ennþá að lenda í einhverjum strætó ævintýrum, náum alltaf á einhvern átt að misskilja e-ð og endum í einhverri vitleysu.. hehe.. verður þæginlegra þegar við verðum komin með hjól þá verður þetta mun einfaldara, allavega tekur mun minni tíma. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig það gengur að hjóla í snjónum/hálkunni.. en það gera það margir hér og tala nú ekki um á Akureyri.. haha.. mér fannst fyndnast þegar lögreglan var búin að biðja fólk að vera ekki á ferðinni að óþörfu á Akureyri og þá sá maður fólk á hjóli.. haha!

Annars eru helstu fréttinar í þessari viku að ég mun taka e-ð af æfingunum með Torbörn Eriksson, sem sér um elitu hópinn og háskólakrakka. Í þeim hópi er t.d Susanna Kallur. Ég mun samt vera á prógrammi hjá Benke og hitta hann eins oft í viku og ég get. Hann ætlar að setja upp prógram þar sem ég verð að æfa 8x í viku.  Það er mjög gott að vera æfa hjá Benke. Hann er mikið að pæla í öllu og sinnir mér vel, mjög áhugasamur og gefur mér mjög mikinn tíma, spjallar við mann um allt. 

 Hann lét mig líka hlaupa á stóra hlaupabrettinu á æfingu um daginn sem ég setti mynd af um daginn.. og versta við þetta hlaupabretti að maður stjórnar harðanum ekkert sjálfur heldur  þjálfarinn.. og Benke sett einhvern hraða á og kíkti svo á mig eftir kannski 5 mín og jók hraðann eða hækkaði hallan e-ð.. Góða við þetta bretti að það er ekkert smá stórt þannig ég hef alveg smá svigrúm til að hlaupa pínu í Essum eins og ég vil oft gera.. og ef maður dettur þá stoppar það strax því að maður er með e-ð svona belti á sér sem er fest í grind fyrir ofan.. pínu eins og maður sé e-ð tilraunadýr.. Benke talaði líka um að gera svona súrefnis-upptöku próf á mér.. það er svona annað hlaupabretti sem hægt er að gera allskonar test.. það verður spennandi :)

Á laugardaginn var ég að keppa á móti hér í Falun í 60m grind og hljóp á 9,04.. ég hefði viljað ná undir 9 en þessi árgangur er samt vel ásættanlegur. Ég er búin að vera pínu lasin/kvef og slöpp í vikunni, ný komin með rúm og ný flutt í annað land. Svo vann ég líka hlaupið og það er aldrei leiðinlegt J Í verðlaun fékk ég gjafabréf í íþróttabúð uppá 150SEK. Verst að ég var að kaupa mér snjóbuxur í sömubúið fyrir viku síðan.. hehe..

Annað sem er að frétta að við erum komin með rúm.. jii það var svo yndislegt að fá rúm! Sérstaklega þar sem síðasta nóttin áður en við fengum rúmið svaf ég eiginlega ekki neitt, mér var svo illt í bakinu og allt óþæginlegt. Það var himneskt að fá að sofa í rúmi J Við keyptum líka glös í gær.. loksins.. þannig þá getum við hætt að drekka allt úr þessum 3 bollum sem við tókum með okkur út.. hehe.. það er ágætis tilbreyting.  Annað ánægjulegt þá hringdi ég stutt heim í gegnum skype.. Hringdi þannig að ég náði að tala við mömmu, pabba, systur mína og börnin hennar.. mjög gaman. Eina skiptið sem ég er búin að heyra í þeim síðan ég fór út.  

Ég er svo að fara að koma á Ísland í næstu viku! ný komin út.. hehe.. en félagið mitt er svo yndælt að það ætlar að kaupa flug fyrir  til Íslands og til baka til þess að ég geti keppt á MÍ og Bikar með þeim.. það verður fjör! 

Það var gott að drekka loksins úr glasi.. prófum e-ð öðruvísi Fanta með fösudagspizzunni.. (þó það sé ekki hægt að kaupa pizzusósu hér þá redduðum við okkur með pasta sósu.. líka hægt að búa til sína eigin..)

Bakaði dýrindis Ostaslaufur.. mjög hentugt að smurosturinn hér er í túpum..

Þegar ég var að fara að keppa á laugardagsmorguninn þá leist mér ekkert á strætóleiðinna sem við tókum.. var alveg viss um að þetta yrði eitt en ævintýrið með stætó.. en ekki alveg til í það þarna.. en strætóinn kom og planið gekk upp.. renydar átti ég að mæta í nafnakall 1 klst áður vissi það ekki.. en Benke reddaði því..:)

Verðlaunin sem ég fékk fyrir að vinna 60m grindarhlaupið :)

Ég og Benke..

Á Sunnudaginn fórum við í göngutúr.. það er svo oft fallegt veður hérna.. sól og logn..

Ég keyri í þessa átt ef ég ætla í IKEA... tekur 1 klst..

Löbbuðum inn í skógin.. sáum enga úlfa í þessari ferð.. hehe

Tréin eru svo há.. ólíkt því sem er á Íslandi!

Ekki vildi ég vera ruslamaðurinn sem sækir ruslið í þessa tunnu!

 


Spennandi að fara að æfa við þessar breyttu aðstæður

Ég er alveg rosa spennt á hverri æfingu hér. Ég er yfirleitt alveg að sofna þegar ég er í strætóinum á leiðinni en þegar ég byrja æfinguna gleymi ég því alveg, það er svo gamanJ Það er fullt af nýjum æfingum sem ég er að gera, allar mjög skemmtilegar og krefjandi. Strákarnir sem ég er að æfa með eru rosa duglegir að útskýra æfingarnar fyrir mér, sem gerir allt miklu auðveldara. 

Þessa vikuna er ég eiginlega búin að vera bara að æfa og fara út að versla á hverjum degi. Það er sko ekki leiðinlegt líf! J

Það tekur allt svo langan tíma að fara með þessum strætóum, reyndar eigum við kannski eftir að læra betur á þetta en ekki taka bara alltaf sömu strætóana, heldur skipta kannski meira á milli. Hvað um það þá er ég á æfingu 2,5 til 3 klst og að komast á æfingu og heim með strætó tekur kannski  1 klst.. og þá förum við að versla e-ð í matinn og við vitum ekkert hvað neitt er og erum oft mjöög lengi að finna e-ð. Í gær vorum við allavega 15 mín að leita af geri!

Að vera svona lengi á æfingu eða lengi að heiman í einu kallar á að smyrja nesti með sér, en ég er svo ótrúlega heppin að ég fæ aðgang að svona nesti fyrir krakkana sem eru að æfa frjálsar í Lungnet. Ég get s.s fengið mér samloku, banana e-ð á eða eftir æfingu! Það er algjör snilld!

Svo ætlar Falun liðið að borga fyrir mig keppnisgjöldin þegar ég keppi hérna í Svíþjóð, þannig ég þarf ekki heldur að hugsa um það. Þá mun ég keppa undir Falun/island. Kannski fer ég alveg inn í liðið en það er ekki  komið  alveg á hreint. Þó að ég sé í liðinu hér þá mundi það ekki hafa nein áhrif á það að ég keppi áfram fyrir HSK/Selfoss eða landsliðið. Ég má bara ekki keppa á sænska meistaramótinu, það er eina J

Það er búið að vera mikið prógram í skólanum og við erum ekki alveg að ná að komast yfir það allt, þreytt eftir flutningana og svo líka lengi að komast á milli staða. Til dæmis í morgun áttum við að fara í ferð með skólanum og skoða ma. Námuna hérna í Falun sem er mjög þekkt. En við misstum af einum strætó og fórum út á vitlausum stað í öðrum og misstum af rútinni okkar.. haha.. Þetta er samt svo frægur staður að við mundum pottþétt fara þangað þegar einhver kemur í heimsókn til okkar þannig við bíðum bara þangað til. Í staðin fórum við bara að versla á ústölum. Það var búið að láta okkur vita að það væri mjög kalt í námunni og ættum að vera vel klædd. Þar sem það var -12°C í morgun ákvað ég að klæða mig vel. Fór í síðar ullarnærbuxur og ullarnærbol. Venjulega sokka, ullarsokka sem ná upp að hnám og pjónaðar ullarlegghlífar yfir, venjulegar íþróttabuxur og vindbuxur þar yfir. Að ofan fór ég að auki í íslenska ullarpeysu, þykka kápu, stóran klút, pjónaða vettlinga og hlýtt eyrnaband.  Þetta er ekki beint fatnaðurinn til að fara að versla í!! Ég var ekkert smá sveitt að versla og að reyna að máta. Held  að starfsmennirnir hafi haldið að eitthvað væri að því að ég var alltaf svo lengi inn í mátunarklefanum því það tók ágætan tíma að fara í og úr öllum þessum fötum og svo aftur í!

Við erum búin að finna rúm sem við ætlum að kaupa í rúmfatalagernum, fáum það næsta miðvikudag, mikið verður það ljúft að fá að sofa aftur í rúmi. En það kostar 12þús að láta senda rúmið til okkar, þeir eru kannski 10 mín að keyra hingað yfir til okkar! Frekar hátt tímakaup þar sem við þurfum sjálf að bera það inn í íbúðina! K

 Þar sem við erum ekki enn komin með net heima, heldur er ég bara að nota netið úr símanum mínum set ég inn myndir eftir helgi, þegar ég verð í skólabyggingunni :) En set tvær myndir inn sem Sigga þjálfari tók síðustu helgi á MÍ þraut..

Verðlaunaafhendingin

 

 


Íslandsmeistari :)

Vegabréfsvesenið mitt..

 

Ég ætlaði svo mikið að blogga á föstudaginn um “góðverk dagsins”. Ég tel mig vera alveg ágætlega skipulögð og var til að mynda búin að skipuleggja hvern einasta klst alla vikuna áður en við fórum út. Á föstudeginum var ég svona að renna yfir helstu mikilvægu atriðinn eins t.d vegabréf tékka aftur á þeim. Kíkti á Jóns Steinars bréf og það rennur út 2015. Þá fór ég að fatta að það væri komið 2012 (aaaalveg steikt) og mundi að mitt mundi renna út árinu. Já,já.. þá rennur út 5. Feb 2012!!... klukkan var 13.55. Ég hringdi á sýsluskrifstofuna til að ath. Hvenær mundi loka. Það voru 20 mín í það.

Ég dreif mig  að laga aðeins hárið og svona þar sem ég leit út eins og útigangsmaður, það er verra fyrir vegabréfsmyndatöku sem fylgir manni næstu árin. Ég var komin á sýsluskrifstofuna 14.12.. Kom móð eftir hlaupin að biðja um nýtt vegabréf.

Afgreiðslukonan: já, ertu e-ð að fara að nota það á næstunni?

Ég: já, reyndar bara núna eftir helgi. En það rennur ekki út fyrr en í febrúar, ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti ekki sótt um nýtt og fengið það bara seinna.

Afgreiðslukona: neiiiii, það er ekki hægt. Um leið og þú sækir um nýtt bréf þá virkar ekki hitt bréfið lengur.

Ég: öööö.. hvað á ég þá að gera?

Afgreiðslukonan: ertu með bréfið með þér?

Ég: nei, hehe..

Afgreiðslukonan: þú hefðir þurft að taka það með, þá hefði ég getað framlengt það um ár.

Við töluðum þá um að ég væri að fara til Svíþjóðar og mundi ekki þurfa vegabréf,  það væri nóg að vera með ökuskyrteinið mitt. Þá hinsvegar fattaði ég að ég ætla að fara í æfingabúðir um páskana og það er ekki víst að ég komi Ísland áður. Þá þyrfti ég vegabréf. Eftir ýmsar hugmyndir og rökræður og það átti að vera búið að loka segir hún “farðu bara heim og náðu í bréfið þitt, ég er ekki farin heim strax, bankaðu bara á gluggan og ég skal hleypa þér inn!”… Ég fékk vægt kast af gleði að hún væri í alvöru til í að gera þetta fyrir mig og þakkaði henni þvílíkt fyrir og brunaði heim og sótti bréfið og fékk framlengingu. Ég þakkaði henni endalaust fyrir og hún sagði “þú hleypur bara hraðar eða hoppar hærra fyrir mig í staðin”.  Þessi kona heitir Guðrún, ég þekki hana ekkert og reddaði mér alveg. Kjáninn ég að klúðra þessu!

 

Takk Guðrún!

 

Þetta er ekki eina kjána-klúðrið hjá mér fyrir ferðina. Ég t.d gleymdi skónnum mínum í höllinni í gær eftir að ég var búin að keppa. Þegar ég kom aftur var búið að læsa öllu og engin á staðnum. Ég hringdi þá í einn þjálfara sem var með lykla af höllinni (Stebba Jó) sem kom seinna sér ferð um kvöldið og opnaði fyrir mér. Endalaust glöð með það.  TAKK!

 

Síðan er það keppnin í gær.

Í gærmorgun þegar ég vaknaði var ég öll uppspennt, enda að fara að flytja út um nóttina. Ég var ekki viss um hvað þessi spenningur í mér mundi gera. Annað hvort mundi mér ganga hræðilega eða súper vel. Þegar ég fór að hita upp fann ég að ég var alveg með hnút í maganum. Mér leist eiginlega ekki nógu vel á þetta, man ekki eftir svona miklum spenningi fyrir keppni en hann var greinilega til góðs! Í vikunni voru ólíklegast fólk og bara eiginlega allir sem ég hitti hvort sem ég þekkti það eða ekki að óska mér góðs gengis að fara út og spyrja mig um það.  Frá kveðjur frá hinum og þessum. Þetta er æði, að það séu í alvörunni svona margir að fylgjast með mér, styðja mig og hvetja mig áfra. Það er ómetanlegt. Þessi stuðningur skilaði sér svo í stórkostlegum árangri! Bætti minn persónulegan árangur í öllum 5 greinunum. Ég er bara ekki að ná mér niður á jörðina aftur.

Ég byrjaði á að keppa í 60m grind. Startið hjá mér var alls ekki nógu gott og bara ekki alveg nógu gott hlaup, ég og Sigga þjálfari vorum sammála um það. Svo kom tíminn og þá hljóp ég á 9,02 sek (hljóp á 9,06 um daginn) og er það nýtt HSK-met.

Þá fór ég næst í hástökk og looooooksins fór ég yfir 170cm!! búin að bíða eftir því í 2 ár.. ég fór yfir 1,71cm í fyrstu tilraun. Sigga þjálfari fór að gráta.. haha.. af gleði, svo það sé örugglega á hreinu. Ég átti síðan góða tilraun á 1.74. (ég átti fyrir 1,66 síðan núna um daginn). Þessi árangur er 5 besti árangur í hástökki frá upphafi á Íslandi!

Síðan kom kúluvarpið, ekki mín sterkasta grein. Þar varpaði ég kúlunni 9,91 og átti 9,66 síðan í nóvember. Ég er keppti svo þar á undan úti í þrauttinni og þá kastaði ég 9,50.. ég er alls búin að bæta mig í þessari grein um tæpan meter á þessum mótum! J

Næst var það langstökkið. Fyrir átti ég 5,17 en stökk 5,35. Reyndar var síðasta stökkið mitt mun lengra, örugglega um 5,50 en ég gerði hárfínt ógilt, tennurnar á skónnum rispuðu leirinn, pínu svekkjandi, samt mjög ánægð J

Ég endaði svo keppnina á að stórbæta mig í 800m. Þegar ég bætti mig um tæpar 6 sek. Þegar ég hljóp á tímanum 2:17,74 en átti áður 2:25,00. Ég á alveg inni smá meiri bætingu þar þar sem ég er ekki vön að hlaupa þessa vegalengt og átta mig ekki alveg á tempóinu sem ég get hlaupið á J

 

Alls bæting um 318 stig þegar ég náði 3793 stigum og var aðeins 16 stigum eftir HSK-metinu hennar. Þessi árangur í fimmtarþraut er fjórði besti árangur hjá konum á Íslandi frá upphafi J

 

p.s blogga þetta blogg frá flugvellinum Arlanda í Stokkhólm

Læt nokkrar myndir fylgja sem er tekið af mér í keppninni í gær.. alveg met hvað ég er sæt á myndum sem tekið er af mér á mótum!


photo

hahahahahahaha!!! fyrir utan hvað tækniatriði eru léleg á þessari mynd er svipurinn yndislegur!..

ég leggst alltaf í loftinu... hehe.. 
Greinilega aðeins of nálægt hér.. fettan er ekki alveg yfir stönginni..
 
alveg ágætlega yfir þessari hæð! W00t
Ég og María að keppast í grindinni.. 
Síðasta greinin að fara í gang..  
 

 


Veist þú hvað fluga þýðir á sænsku?

Það styttist í brottför.. við erum byrjuð að pakka og svo erum við að skoða vefsíðu og skoða e-ð sem við munum þurfa kaupa.. flottur kjóll á 99 sænskar.. gallabuxur á 199.. og svo húsgögn.. erum svona að pæla á hverju við eigum að byrja að kaupa.. líklegast verður það jysk (rúmfatalagerinn) og kaupa hnífapör, dýnu ofl. og síðan farið í matvörubúð.. hehe.. gott plan?

Ég er samt ekki alveg að fatta að ég sé að fara að flytja til Svíþjóðar. Mér finnst bara eins og við séum að fara til útlanda í frí.  

Skemmtilegt að segja frá því að við ákváðum að vera rosa skipulögð og panta lestarferð strax frá flugvellinum og til Falun. Við þurftum líka að segja hvenær við mundum lenda nkl. í Falun því að við verðum sótt á lestarstöðina. Hvað um það. Við erum að kaupa lestarmiða og það er ekkert til sem heitir Stokkhólmur -flugvöllur e-ð álíka.. þannig við keyptum bara Stokhólm C.. svo föttuðum við núna í vikunni að þetta væri e-ð skrítið og þá heitir flugvöllurinn Arlanda og hann er á allt örðum stað en Stokkhólm C.. haha.. og þar sem við keyptum ódýrasta miðana þá er ekki hægt að breyta eða fá endurgreidda miðanna þannig við þurftum bara að kaupa nýja frá Arlanda!.. W00t

en jæja.. best að fara að hvíla sig nóg að gera og græja síðasta virka daginn sem við erum hér á landi.. á mánudaginn verð ég að hvíla mig í nýrri íbúð í nýju landi... spennandi :)

p.s fluga þýðir slaufa á sænsku.. og skinsofa eru leðursófar.. haha.. 

Sprungschanze Falun

Skíðastökkpallar í Falun.. það á að vera e-ð kreisí snjóbretta sýning-mót í mars.. eigum alveg örugglega eftir að kíkja á það :) 


Nú rúlla ég!

Ég er búin að vera mjög þreytt, stíf og pirruð í líkamanum.. ekki búin að sofa nógu vel.. sérstaklega eftir síðasta mót, þá kláraði ég mig alveg í 400m hlaupi og varð súrari enn allt!

Svo var ég búin að fjárfesta í svona fínni rúllu í sumar hjá Sigga í sportækjum.. Því það hefur endalaust verið að segja við mig "Fjóla þú verður að rúlla meira" og þegar ég fer í nudd og emja eins og ljón segir hún "Þú gætir alveg rúllað þessa spennu úr þér".. og ég keypti þessa rúllu.. en samt aldrei nógu dugleg að nota hana.. bara svona einstaka sinnum.. 

Ég ákvað núna að vera svolítið virk í þessu.. Ég er búin að rúlla núna síðustu 4 daga, 2x á dag.. og ég sef svo miklu betur.. mér líður svo miklu betur í líkamanum.. ótrúlegt?! og að ég skuli ekki vera búin að átta mig betur á þessu einfalda töfra tæki.. svo einfalt! Það er líka rosa gott þegar maður hefur ekki tíma til að horfa á t.d Desperate Housewives í TV þá er fínt að nota þetta sem "afsökun" til horfa á þetta um leið og maður rúllar.. (en þá verður maður líka að rúlla.. ekki bara sitja á rúllunni og góna á TV).. hehe.. Mæli með þessu fyrir alla.. !! :)

rakst á grein/pistil um þetta þegar ég var að leita af mynd.. þar er hægt að sjá video hvernig er hægt að rúlla.. :) getið séð það á þessum link:

http://pulsthjalfun.is/2011/09/rulla%C3%B0u-%C3%BEig/

 



tvær bætingar nú þegar komnar..

Ég er búin að keppa núna í des á 3 mótum, tvö mót sem eru án atrennu mót og meira til gaman og mæling á sprengikrafti frekar en e-ð alvöru mót. Hvað um það ég bætti mig allavega í langstökki án atr. þegar ég hoppaði 2,58m.. og janfaði mitt besta eða við mitt besta í öðrum greinum í gær. 

Ég keppti síðan19. des á litlu bætingarmóti hjá ÍR of var stökk langstökk vel eða jafna minn besta árangur inni og svo bætti ég mig í 60m. grind þegar ég hljóp á 9,16 sek..  Síðan hljóp ég 300m í fyrsta skipti inni og setti þar með líklegast HSK-met.. Hlaupið var hinsvegar afar slakt hjá mér þar sem ég fór hægar en allt af stað, það er svona típist fyrir mig þegar ég er að byrja að keppa í lengri sprettum. Ég byrja alltaf of hægt, hausinn heldur að ég sé að fara rosa hratt, að ég geti ekki farið hraðar því þá komist ég bara ekki í mark.. en svo endar alltaf með því að ég tek endasprett.. sem er algjört rugl. Það er svo miklu erfiðara að vinna upp hraða í svona hlaupi en að fara hratt af stað og reyna að halda þeim hraða.

Hvað um það ég fæ síðasta séns á morgun til að bæta mig sem unglingur á morgun. 1. jan 2012 er ég orðin fullorðin.. 

Þessar bætingar koma mér pínu á óvart núna. Ekki það að ég er búin að vera dugleg að æfa í vetur en ég var svo veik í nóv, og fram í des og er ennþá að taka púst því það er ennþá e-ð í lungunum á mér.. plús að ég meiddi mig í bringunni.. plús að ég var í massa erfiðum prófum og mikið stress, álag og ekki sofið alveg nóg og það hefur þau áhrif að ég hef minni matarlist (reyni að vera dugleg að hafa alltaf hnetur í vasanum til að éta yfir daginn til að fá holla fitu til að reyna að halda þyngd)..

Síðan bætti það ekki ástandið þegar pabbi greinist með beinmergskrambamein 16. des.. Ekki besti tíminn fyrir svona sjokk/áfall og vinnu.. þar sem það er alveg nóg af tímaleysi,álagi og vinnu fyrir jólin. En ég er búin að vera keyra pabba til rvk stundum 3x í viku til læknis, þar sem það er ekkert hægt að gera hér á Selfossi, þó það sé meira að segja "bara" lyfjagjöf. Fyrst var maður líka svo reiður að þetta væri ekki búið að uppgvötast fyrr því að pabbi er búinn að vera hjá læknum í e-h ár útaf því að honum er alltaf svo illt í bringubeininu og með RISA (og þá meina ég RISA) kúlu á bringubeininu. Það var bara alltaf sagt við hann að taka inn allskyns verkjatöflur ofl..  Þetta er samt að fara að komast í ákveðnar skorður núna, þetta er erfiðast fyrst þegar maður er að átta sig á aðstæðum. Þetta er bara eitt af þeim krefjandi verkefnum sem lífið býður uppá.  Það er víst þannig að þriðja hver manneskja fær krabbamein á lífsleiðinni, þannig ef þú hugsar um 6 einstaklinga er líklegt að 2 af þeim fá krabbamein!

Ég er að vinna í því að vinna upp tapaðan svefn sl. tvo mánuði.. en það gengur ekkert ef ég sef ekki.. ef ég geri það ekki hef ég litla matarlist.. og ef ég borða ekki verð ég mátlaus og ef ég er mátlaus þá get ég ekki æft.. og ef ég æfi ekki líður mér illa.. en ég er búin að vera sofa frá 8 klst upp í 12 alla síðustu 4 daga Sleeping Svo ég ætti að vera frísk á mótinu á morgun Happy

p.s Ég var í 2. sæti sem íþróttakona Árborgar í kvöld.. í fyrra var ég í 3. sæti og sagði að ég skildi verða ofar eftir ár.. sem ég stóð við.. og ætla ég mér að vera enn ofar eftir ár LoL

 p.s 2 það kemur viðtal við mig í mogganum á morgun!W00t 

Við skulum enda á nokkrum jólamyndum W00t

Hvern einasta morgun í sveitinni þá stend ég í smá stund og horfi á þessa fegurð.. það verður allt e-ð svo fullkomið, fallegt, kyrrt og yndislegt að sjá sólina rísa, einu sinni enn :)

Jón, Ég og Vinur..

Jóla-súkkulaði og smákökur á aðfangadag

Prinsessan og allir pakkarnir!

Við ELSKUM jólin..

Svo erum við líka lang flottastar LoL

Það er sko mikið fjör að opna pakkana!

Svo verða brátt allir pakkarnir búnir og Jóhanna orðin kreisí og farin að taka til, ganga frá gjöfum og henda pappír!

Kasper með mömmu sinni eftir að hafa leikið sé í snjónum..

Þá er næst matur heima hjá pabba.. allir mættir, allt að gerast og mikið fjör!

ahh... jólin eru svo yndisleg.. InLove 


það er alltaf eitthvað..

Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að byrja blogg þegar það er orðið svona langt síðan ég bloggaði.. Þessi önn er alveg met í að vera mikið að gera.. frekar strembin önn í skólanum.. og svo er ég alltaf að búa mér til e-ð svo mikið að gera eins og ég er búin að vera rannsaka rófufræ.. og svo taka æfingarnar og hvíldin sinn tíma..

Ég er ennþá að jafna mig eftir veikindin sem ég náði mér í.. er ennþá með eitthvað í lungunum og hóstandi en orðin miklu betri, sérstaklega eftir ég fékk púst hjá lækninum.. Strax og ég tók fyrsta pústið fann ég hvað ég var strax miklu betri, ég gat andað! ég dreif mig á æfingu og allt annað líf þó það væri nú ekki fullkomið.. Til að gera langa sögu stutta var ég mjög æst og ólympískri lyftingaræfingu sem heitir power clean.. (nenni ekki að útskýra það frekar) en ég missti s.s 60kg stöng á bringuna.. og dísus sársaukinn! ég gat ekki andað nema fáranlega grunnt.. verkurinn var mestu í bringunni en líka í bakinu því höggið var svo mikið.. Ég neyddist til að hætta æfa.. bólga og mar fór að koma á bringuna á mér.. ég bar krem á þetta og og tók inn bólgueyðandi.. það er eiginlega eina sem hægt er að gera.. þetta er svo ómmögulegur staður til að meiða sig á.. ekkert hægt að gera.. en versta var að ég var ennþá með svo mikinn hósta.. en ég gat ekki hóstað.. ég gat varla andað.. hversu ömurlegt er það.. vera með tilfiningu að maður þurfi að hósta en geta ekki reyna samt og meiða sig bara meira í bringunni og þurfa samt ennþá að hósta!

Þetta var verst fyrstu 2 dagana.. en þetta gerðist 6. des.. ég er ennþá mjög slæm og læknirinn vill meina að það sé betra að skoða þetta þó það sé ekki hægt að gera... ég skil samt ekki alveg afhverju.. held að lækniskostnaðurinn hjá mér á árinu sé komin hátt í 30 þús á þessu ári :| en það ætlar læknir að kíkja á þetta á mánudaginn..

held að ég sé búin að skrifa nóg í bili.. ætla að koma með smá slatta af myndum :)

Sönnun þess að ég var að vinna sjálf að rannsaka rófufræ í nóvember.. mjög áhugaverðar niðurstöður sem gerir það að verkum að þetta verður rannsakað frekar og mjög líklegt að þetta sé rosa holl fræ til fæðu og mögulega hægt að búa til krem.. ég er ennþá að vinna í þessu og þetta tekur allt saman langan tíma.. en mjög gaman að rannsaka þetta.. gera e-ð verklegt.. og eitthvað öðruvísi

Dæmi hvað var gert á rannsóknastofunni.. flöskurnar með bleikavökvanum er vökvi með litar efni og síðan er vökvi eimað ofan í þær (vökvi sem innihélt rófufræs-sýni) og þá varð vökinn grænn á litinn.. síðan er látið saltsýra fara  ofan í þennan græna vökva þangað til að liturinn á þessu verður hlutlaus.. og þá er hægt að reikna út eftir því hvað þarf mikla saltsýru og segir til um hversu mikið magn af próteini er í fræjunum. 

 

Síðasti morgunmaturinn í íbúðinni okkar á Akureyri.. öll húsgögn farin þannig við sátum á gólfinu í tölvunum meðan við gúffuðum einhverju í okkur

Hitamælirinn alltaf rosa jákvæður..

Og þá lá leiðin heim í sveitina..

 

Það var þröngt á leiðinni.. þetta er s.s tekið þannig að myndavélin er á mælaborðinu.. þurftum að henda t.d eiginlega öllum matnum okkar sem við áttum eftir ofl... :/ mæli ekki með að flytja.. ekkert rosalega skemmtilegt!

Svo kem ég í sveitina og sit þar og læri.. og jólasnjórinn fyrir utan.. ég man eftir því þegar ég var yngri þá máluðum við oft svona snjó í gluggana því það var engin snjór úti.. hehe

Á hverjum degi er svo ólýsanlega fallegt að sjá sólina rísa, setjast og tunglið koma upp.. ég tók mér oft pásu frá lærdómnum og horfði á þetta.. svo fallegt.. ég er líka búin að taka svolítið mikið af myndum af þessu!

Það er allt svo stillt og fallegt..

En á kvöldin þá kemur skafrenningur og býr til skafl og lokar bílinn okkar inni.. ég var pínu bjartsýn þegar ég ætlaði að bruna í gegnum skaflinn.. vorum í klst að losa bílinn aftur!

Eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég var búin í prófum var að fara á gönguskíði í fallegu sveitinni þegar sólin var að setjast.. Ég tók Vin með og við fórum og heimsóttum hestana mína og gafum þeim brauð..

okey.. er þetta orðnar þreytandi þessar myndir? 

 

Grey hestarnir þurfa að vera úti sama hvernig veðrar.. En Óli í Geirakoti er alveg ótrúlega góður maður og hugsar rosalega vel um hestana mína!  

Hljómur.. hann er ekki alveg eins nettur og hann var í sumar.. svona í vetrarfeldinum!

Í gær fórum við sólveig í göngutúr þegar sólin var að setjast..

Vinur kom auðvitað með.. nú er nýjast sem hann er að læra er að "Dansa"

Tími til að halda heim.. 


Aukaæfingin..

Ég var nú að vonast eftir aðeins meiri viðbrögðum þegar ég bað um að fá ykkar álit á um "aukaæfinguna" sem er svo oft talað um.. "það er ekki æfingin sem skapar meistarann heldur aukaæfingin".. Ég er ekki alveg nógu hlynnt þessu.. því það er orðið allt of algengt að fólk fer í ofþjálfun! allt of margir halda að þeir verða meistarar á að taka einn auka sprett.. taka eitt auka sett.. og alveg upp í heilu æfingarnar.. Ef það er að skila árangri þá er þjálfunin ekki að gera sitt.. 

Aukaæfingin fyrir mér er að gera alla þessa litlu hluti sem er ekki oft talað um.. eða vilja allavega oft gleymast.. t.d að horfa á video af sér gera e-h tækni og sjá hvað maður gerir vitlaust.. horfa á annað video til að sjá hvernig það á að gera þetta atriði... hugsa um hvernig maður ætlar að gera hlutina.. eða gera litlar æfingar eins og þjálfa jafnvægið ef það þarf að bæta það.. taka auka teygjur ef maður er styrður einhverstaðar.. og margt fleira sem veldur ekki meira álagi á líkamann en þjálfunin gerir.. frekar meira í áttina að auka líkamsvitund og tengsl við það sem maður er að gera.. Það er mín skoðun.. en svo eru sumir sem segja að þetta eigi allt saman að vera inn í þjálfuninni.. að þjálfarinn eigi að setja alla þessa litlu hluti inn í prógrammið hjá viðkomandi.. ég er ekki frá því að það sé góð lausn á þessu..

Það er lítið um æfingu hjá mér í dag þar sem ég er bara lasin heima.. það er nákvæmlega ekkert skemmtilegt við það.. ég er búin að vera með pínu kvef/hálsbólgu í svolítinn tíma.. svo á föstudaginn var kreisí dagur.. fékk ekkert matarhlé frá því ég borðaði morgunmat kl 7.30 og þangað til 20.30 um kvöldið.. ekki sniðugir svona dagar.. ég hvíldi mig þó vel um kvöldið og fór svo að keppa á nóvebermótinu hér í Boganum.. þetta mót er hugsað meira sem svona test-mót þar sem það er undirbúningstímabil ennþá og ekki vænst af neinum sérstökum bætingum.. mér gekk þó bara furðu vel.. bætti mig í kúluvarpi um 37cm.. og 10cm í stangarstökki.. ég er að vísu frekar slök í þessu greinum þannig það er aðeins auðveldara fyrir mig að bæta mig í þessum greinum..  En árangurinn í heild sinni segir að það er von á miklu bætingum í vetur :) enda búin að styrkjast alveg helling.. til að mynda fór ég í klípu- og ummálsmælingu.. þar kom í ljós að ég er búin að þyngjast um tæp 4kg, bæta 10cm í heild á mig og snarlækka fitu%..  s.s búin að þyngjast í vöðvum.. maður heyrir allt of oft af stelpum sem vilja ekki lyfta því þá þyngjast þær.. en það eru bara vöðvar!

Eftir mótið fór ég í sund og eftir það varð ég bara veikari og veikari. mjög slöpp, hausverk, stífluð , illt í hálsinum og eyrunum.. og frekar ómögulegt að geta lært þessa stundina.. nóg er þó af lærdómi!

enda á tveim skemmtilegum myndumTounge 

 

p.s erum búin að fá íbúð í Falun.. 3ja herbergja þannig það er nóg pláss til að taka á móti gestum:) 


Er ég meira í uppnámi útaf verk eða pirring?

Núna er undirbúningstímabil og mikið álag á líkaman.. ekki beint svona þæginlegasta tímabilið.. maður finnur fyrir óþægindum hér og þar og svona.. mér finnst oft erfitt að greina á milli hvað er óþægindi og svo hvað er verkur..því ef það er verkur ætti maður að stoppa.. Því mikilvægast af öllu er að passa að meiða sig ekki, hlusta á líkamann og ofgera sig ekki.. ég hef reyndar fengið að heyra það stundum frá þjálfaranum að ég sé of góð við mig.. hehe.. þrátt fyrir það finnst mér oft koma fyrir að ég finn til og get ekki gert allt eins og prógrammið segir til um.. 

Eins og í dag.. var ég að gera lyftingaræfingu þegar ég fékk e-ð í öxlina.. mjög vont og ég þurfti að hætta.. ég roðnaði af pirring og strunsaði og náði í klakapoka til að kæla.. því það er mjög mikilvægt að kæla strax.. ég náði svo í peysuna mína og bað þjálfarann um að hjálpa mér að vefja peysuna utanum svo ég gæti verið með kælingu en haldið áfram með þær æfingar sem ég gæti gert.. hann hristi hausinn og sagði rólega.. sestu bara niður og kældu í 10 mín og haltu svo áfram.. Hann spurði svo hvort það væri allt í lagi.. sem það var auðvitað ekki.. en ég var ekki viss hvort það væri útaf því að mér væri illt eða bara pirruð að geta ekki gert æfinguna mína.. 

Pointið með þessari sögu er að þegar maður finnur til þá verður maður að stoppa.. maður verður að hlusta á líkamann.. því maður gerir ekkert meira en hann getur.. mér finnst það sjúklega pirrandi og erfitt.. Því ég væri til í að æfa miklu meira og oftar..  en ég hef alveg brennt mig á því að gera of mikið.. og reyndar líka gera of lítið.. hvor tveggja er ekki gott..

Held ég segi þetta gott í bili.. en held ég bloggi næst um "aukaæfinguna" sem margir íþróttamenn tala um.. mig langar svolítið að heyra ykkar skoðun á því og hvað þið túlkið sem aukaæfingu..

 

Ég sirka í þessari stöðu þegar ég fékk verkinn.. var reyndar ekki svona brosandi.. og btw. þessi verkur er örugglega ekkert merkilegur sem fer á 3 dögum.. langaði bara aðeins að tjá mig um að þurfa að sýna sjálfsaga á æfingum með svona lagað á æfingum.. sem ég hef reyndar ekki alveg 100% en reyni Tounge


Læra og æfa.. :)

Þetta er örugglega met hvað ég blogga sjaldan núna.. ef ég tek ekki sumartímann með sem er líka útaf því að ég er svo lítið í tölvunni á sumrin.. Ég held ég verði að fara að bæta mig e-ð.. það kemur þó ekki á óvart en ég reyni frekar að eyða tímanum í að læra og æfa en að blogga hehe.. það þetta er eiginlega það eina sem ég geri.. og jú auðvitað að borða og sofa.. ég einmitt byrjuða ð þurfa að sofa meira en áður enda undirbúnningstímabil.. eða harðsperru-tímabil eins og sumir kalla það.. en það er mikið álag og maður þarf að sofa meira.. 

Það bætir heldur ekki ástandið að það er frekar erfið önn hjá mér núna það sem það er rosa mikill reikningur og það er bara þannig að þú reiknar bara eins og þú kemst yfir.. maður er aldrei búin.. aftur á móti er þessi önn að verða búin! aðeins 2 skólavikur eftir?! shitt.. ég er orðin þokkalega stressuð fyrir þessum prófum.. við flytjum líka núna í lok mánaðarins þannig það er ekki til að bæta stressið..  Það verður samt svo ljúft þegar prófin verða búin.. jólin á næsta leiti.. mögulega vinna e-ð.. baka smákökur.. jólastússast.. hitta Sólveigu mína sem kemur heim um jólin..  svo er það bara Svíþjóð!

Það er svosem ekki mikið að frétta af Svíþjóð.. við erum enn að leita okkur að íbúð.. fer vonandi e-ð að gerast í því á næstunni.. flesta daga hlakka ég til og er spennt allan daginn.. það kemur þó fyrir að ég fái stress yfir þessu öllu saman þegar ég er að pakka niður í kassa og selja dótið mitt því ég er að fara flytja til útlanda.. þar sem ég fæ öll æfingarprógrömmin mín á tungumáli sem ég kann ekki og mun búa í bæ sem ég hef aldrei komið til.. en svo eftir smá stund þá þá hljómar þetta allt bara spennandi að takast á við ný verkefni, kanna heiminn, kynnast nýju fólki, nýju landi og allt það :)

 Já tíminn flýgur svo sannarlega áfram.. og maður verður að muna að lifa í núinu.. hvað maður ætla að gera í dag.. Það eru jólapróf í desember sem ég er stressuð fyrir.. hvað ætla ég að gera í dag til að ná betri árangri þá? það getur verið að læra heima, einbeitt e-ð.. gæti líka verið að fara snemma sofa svo maður sé með einbeitingu í tíma í fyrramálið.. því það er ekkert betra að ofgera sig því þá fer maður yfir um... mér finnst oft erfitt að finna línuna þarna á milli.. Eins og ef maður finnur að maður sé að kannski að verða lasin.. smá illt í hálsinum.. á maður þá að vera heima til þess að maður verður ekki lasin..og komast því ekki yfir allt.. eða á maður að harka af sér og gera þetta allt.. sem gæti endað með því að maður verður lasin og getur gert enn minna?

Ég fór í klippingu einhvern tímann um daginn..  hehe.. ætlaði alltaf að setja inn mynd ..ég stend við það þó það sé svolítið síðan ;)

Svo eins silly kreisí mynd til að lífga aðeins upp á daginn.. haha.. ég er nú þekkt fyrir fabulous hár á æfingum/keppnum með buffið mitt! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband