Nýtt blogg

Jæja, ég er komin með nýtt blogg núna.. endilega kíkja á það hér:

http://fjolasigny.blogspot.se/ 


Þegar ég var stungin af geitungi

Ég hef tvisvar sinnum verið stungin af geitungi.. fyrra skiptið var ég ca. 10 ára og lá/sat í sakleysi mínu inn í sjónvarpsherbergi þegar ég fæ sting í lófan.. ég lít á höndina og sé  að það er geitungur búinn að stinga mig og fastur við mig.. Ég fríkaði út stökk upp öskrandi, sveiflaði hendinni eins brjálæðingur þannig að systur mínar þurftu að halda mér fastri til þess að ná að slá geitunginn af mér. Þegar það loksins náðist var ég komin út á tröppur af einhverjum ástæðum, haha! jæja ég reyndi að ná andanum og lít aftur á lófann og sé þá að oddurinn hafði orðið eftir! ég fékk annað svipað kast sem endaði þó með því að þær héldu mér á meðan mamma var að reyna að ná oddinum með flísatöng.. sem tókst á endanum.. 

Þetta brjálaðist kast er algjörlega fáranlegt, það gerði ástandið miklu verra, en ég var mjög lítið að hugsa í þessari atburðarrás, en maður lærir af mistökunum sem sýndi sig fyrir viku síðan.

Ég var að keppa á Sænska meistarmótinu í þraut og var búin að ljúka fyrstu greininni, grindarhlaup, og er að klæða mig aftur í fötin. Ég er komin í tights buxurnar þegar mér finnst eins og e-ð sé að skríða inn á buxunum! ég legg höndina ofan á, við hnéð og finn að það er e-ð undir buxunum! Ég fann hvernig allt blóð fór úr andlitinu á mér á sama tíma og áttaði mig á að það var geitungur inn á mér. Ég varð alveg stjörf og sagði lágt við Jón Steinar "það er geitungur inn á buxunum mín" Jón Steinar svara "ha?! er geitungur?!! farðu úr buxunum!!!" ég byrja að hreyfa mig rólega og finn þá að hann stingur mig "hann er að stinga mig!" segi ég um leið og fer úr buxunum..  Geitungurinn reyndi að fljúga burt þegar ég tók buxurnar niður en komst hvergi því hann var fastur við hnéð á mér! Ég dró andann djúpt og mundi að maður á ekki að slá hann af, ég tók varlega utan um hann og togaði hann varlega út og hann flaug í burtu!.. oddurinn varð ekki eftir.. 

En eftir smá stund byrjaði hvítur hringur/bólga að myndast í kringum stunguna og rautt þar í kring.. ég var ennþá með tilfinningu eins og það væri verið að stinga mig.. þetta hélt áfram að aukast og versna svona í svona 1 1/2 klst.. (ekki alveg það þæginlegasta tilfinningin til að hafa meðan maður er að keppa..) en svo fór þetta að lagast.. í lok dagsins þá var ég aðeins með lítinn rauðan punkt þar sem hann stakk mig.. aftur á móti var ég endalaust með tilfinningu að það væri e-ð að skríða á mér inn á fötunum mínum.. og er reyndar ennþá.. *hrollur*

Geitungurinn hefur s.s farið í buxurnar mína á meðan ég var að hlaupa og svo kom ég að klæddi mig í þær og geitungurinn þá lokaður inni - í buxunum mínum! ég þakka bara Guði að hann var ekki ofar í buxunum!

Það sem ég lærði af þessu að næst þegar ég finn að e-ð er að skríða inn á mér mun ég kremja það á sömu sek. ekki stoppa og bíða eftir að það stingi mig! 

  

4639850747_c4a28e341e

Yfirlit yfir sumarið..

Þetta er búið að vera mjög gott sumar. Bæði að ég er búin að bæta mig rosalega í frjálsum og búið að vera æðislega sumarveður í allt sumar á Íslandi :)

Sumarið byrjaði mjög rólega hjá mér í frjálsum enda var pabbi minn mjög veikur í byrjun sumar og þá skiptir ekki máli í hversu góðu formi maður er maður er ekki að fara að bæta sig ef manni líður ekki vel. Ég vissi að ég yrði að setja viðeigandi markmið, að vera ekki að svekkja mig þó ég væri ekki að bæta mig, ég var svo að verða frekar óþolinmóð eftir smá stund, eða fannst leiðinlegt að engar bætingar komu en samt í svona góðu formi. Það var mjög merkilegt að um leið og pabba fór að líða betur og braggast þá komu bætingarnar hvað eftir annað. Grin 

Ef ég tek sama þær bætingar í hverri grein eru þær eftirfarandi:

Grein

Átti áður

Árangur 2012

100m

12,98 (síðan 2009)

12,84

200m

26,56 (síðan 2010)

25,51 (Bætti 30 ára gamalt HSK-met)

400m

57,52 (síðan 2011)

57,32

100m grind

14,60 (síðan 2009)

14,47 (jafnaði 17 ára gamalt HSK-met)

400m grind

60,63 (síðan 2011)

59,62 (bætti mitt eigið HSK-met)

Hástökk

168 (síðan 2011)

169cm

Langstökk

5,51 (síðan 2011)

5,62m

Kúla

9,50 (síðan 2011)

9,73m

Spjót

24,13 (síðan 2011)

27,76m

800m

2:22,32 (síðan 2011)

2:16,00 (bætingum 6,32 sek!!! Það er magnað!

Sjöþraut

4689 (síðan 2011)

5041 stig

 Ég s.s bætti mig í öllum þeim greinum sem ég keppti í nema í þrístökki en þar var bætingin í of miklum vindi. 

Þetta er sko alveg slatti mikið að bætingum.. ótrúlega yndislega frábært allt saman.. og ég er sko búin að njóta hvert sek.brot eða cm sem ég hef bætt mig um... Ég veit að ég var í líkamlegu ástandi til að ná jafnvel enn meiri árangri í vissum greinum en það kemur bara á næsta tímabili og ég er ekkert að hanga á því, það er bara æðislegt að vita að ég get enn bætt mig Grin

Ef ég tek þessa bætingar saman í orð þá er svo greinilegt að ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ég var þetta sumar, ég var að bæta mig í greinum sem ég hef ekki bætt mig í 3 ár. Ég er 3 sek. frá B-lágmarki í 400m grind.. Ég er reyndar ekkert óraunverulega langt frá lágmarkinu í þraut heldur en það vantar 759 stig í það Shocking En ég mun þó halda áfram að hafa megin áhersluna á grindina en aftur á móti var Benke þjálfari að tala um að bæta inn kastæfingum í hverri viku í vetur og svo eru æfingarnar mjög fjölbreyttar sem ég er að gera þannig ég verð alveg í standi til að keppa í þraut áfram.. en ég er bara svona vandræðalega léleg í köstum, ef einhver er að spá afhverju ég sé ekki bara í þraut.. og það er ekki það að ég sé ekki búin að kasta mikið... en við sjáum til hvernig ég mun koma undan vetri með því að kasta e-ð í hverri viku :)

Þessi sjöþraut sem ég tók síðustu helgi var ótrúlega skemmtileg. Ég er ótrúlega sátt við að hafa náð að bæta mig svona mikið, ég bætti minn persónulega árangur í 4 greinum af 7! ég var líka svo sátt við að ná þessum árangri þar sem ég var orðin vel þreytt og fannst ég alls ekki frísk þegar ég var að keppa, þung á mér í hástökkinu og öllu saman.. samt náði ég þessum árangri! Það er svosem ekki skrítið að ég hafi verið orðin þreytt þar sem tímabilið var orðin frekar langt, held ég hafi aldrei átt svona langt tímabil eða keppnistímabil í 4 og 1/2 mánuð! en nú er komin hvíld og ég er bara að slaka á, borða vel og njóta síðustu sumardagana í Svíþjóð

564734_10151257007421654_1338092936_n

  Völlurinn í Huddinge þar sem ég var að keppa síðustu helgi..

 Ég og Ingi Rúnar voru einu íslensku keppendurnir á mótinu

303125_10151257007381654_251051847_n

  


Hestarnir mínir

Þegar ég fer á hestbak, í hvert einasta skipti þá kemur bara einhver ánægju tilfinning um allan líkama.. endorfínið alveg í hámarki.. meira að segja stundum ef ég þarf að fara af baki í reiðtúr þá kemur tilfinningin aftur þegar ég sest á bak.. maður er e-ð svo frjáls þegar maður er á hestbaki.. ekkert áreiti frá símanum, tölvunni eða e-ð álíka.. 

 Ég hef alist upp við hesta.. frá því ég var 1 árs þá sat mamma með mig fyrir framan sig í reiðtúrum, ef ég fékk ekki að koma með grenjaði ég þangað til hún kom aftur... þegar ég var 4 ára þá sat ég ein á hestinum mínum, Aþenu.. þegar ég sé 4 ára krakka í dag get ég ekki ímyndað mér að ég hafti verið svona lítil, mér fannst ég nefnilega ekkert lítil þá.. og skildi ekkert í fólki þegar það var gapandi að ég væri ein á hesti.. Ég hef samt aldrei keppt á hestum eða lært neitt sérstaklega um þá.. 

Þegar ég var yngri þá var maður alveg ruglaður.. nennti kannski ekki að labba heim úr fjárhúsunum og tók þá bara hest og fór á honum heim.. með engan hjálm, engan hnakk og stundum ekkert beisli! ég ýtti bara á hálsin á hestinum í því skyni að hesturinn fattaði að beygja, annars kunnu þeir nú alveg leiðina heim.. Ég hef dottið óteljandi sinnum en sjaldan meitt mig.. 

Ástæðan fyrir því að ég er að blogga um hestana mína er að þeir eru stór þáttur í því að mér gangi vel í keppni..  það er svo mikilvægt að gefa sér tíma í að slaka á, láta sér líða vel og njóta lífsins.. Ég var mjög dugleg í sumar að fara á hestbak og ég er líka búin að bæta mig fullt í sumar..

Það er ekki bara andlegi þátturinn sem hestarnir hjálpa til með heldur líka líkamlega.. Áður en ég kom til Íslands í vor sagði þjálfarinn minn að gera nokkrar æfingar reglulega yfir sumarið, æfingar fyrir mjaðmirnar, innan á læri, kvið og bak.. en ég spurði til baka "get ég ekki bara farið á hestbak" Benke hugsaði sig um og svo var þá það ákveðið að reiðtúrar væru inn í prógramminu.. eftir t.d sumarið í fyrra þá var sjúkraþjálfarinn minn gapandi yfir framförum sem ég hefði náð í sambandi við styrkja og halda mjaðmagrindinni réttri.. og það mátti rekja ma. til reiðtúranna.. 

Það kom reyndar fyrir að ég þurfti að segja Benka í vor "heyrðu, það hoppaði stór og feitur hestur á fótinn á mér.. síðan komu tveir aðrir hestar seinna og stigu á fótinn á mér.. ooog ég get ekki hlaupið í 1 til 2 vikur".. og svo nokkrum vikum seinna.. "ööö.. hesturinn sem ég var á fékk kast og hoppaði upp og niður og á endanum datt ég og þá undir hestinn og hann var þá enn í loftinu og lennti með einn fótinn ofan á ökklan á mér....oog ég get ekki hlaupið í einhvern tíma.." haha.. pínu vandræðalegt.. en hann tók þessu alltaf mjög rólega og sagði mér bara e-h aðrar æfingar sem ég ætti í að gera í staðinn.. enda held ég að heildina komi ég út í STÓRUM plús :)

 

423685_10151237364111654_1474815782_n
 
Náttfari..smá knús..
538962_10151237364221654_548370575_n
 Geisli.. 1. skipti að fara berbakt á honum (ég fór samt ekkert því ég var ekki með hjálm)
 
556510_10151237387031654_1200377814_n
 skoða myndavélina.. 
 
394398_10151237387591654_1411923610_n

Yndislegt líf.. 
393535_10151237387366654_1172074446_n Vatnssopi...

283127_10151239817481654_1293147980_n

Þeir elska grenitré... það eru vítamín sem þeir fá úr nálunum.. svo finnst þeim líka oft gaman að vera naga greinarnar og toga þær sín á milli 

246616_10151239817431654_28394867_n

 

 

223933_10151237395806654_954570301_n

  


376766_10151237396026654_1780122734_n
 
 
 
 

Sumarið er tíminn

Það er engin breyting á því að þegar það er sumar þá er ég úti meira og minna yfir allan daginn, sem þýðir að ég er ekki mikið í tölvunni.. ég veit ekki hvort það séu einhverjir hér sem eru farnir að lengja eftir bloggi hehe.. en hér kemur allavega eitt..

Síðan síðast er ég búin að fara til Möndal í Svíþjóð og keppa þar. Það gekk ágætlega, ég hljóp á næst besta tíma sem ég hef hlaupið eða 60,42. Ég náði að sigra hlaupið í síðasta skrefinu. Ég var svo greinilega 3. (eins og  ég var allt hlaupið) yfir síðustu grindina en náði samt að sigra hlaupið og sigraði ma. Fridu sem keppti á EM fyrir Svíþjóð núna í sumar. Þjálfarinn minn var sérstaklega ánægður með það og sagði líka að þetta hafi verið hraðasta hlaup í 400m grind í Svíþjóð í ár. Þetta hlaup var samt ekki nógu gott að mínu mati, ég byrjaði allt of hægt, stelpurnar voru komnar yfir 1 grind áður en ég kom að henni.. En þið getið séð hlaupið á myndbandi hér fyrir neðan....

 

 Ég lenti líka í því þegar ég átti 3 grindur eftir að reimarnar á öðrum skónum losnuðu alveg! Það var frekar óþæginlegt.. ég reima samt þannig að ég set tvöfaldan hnút og treð svo reimunum ofan í skóinn.. En ég fann ekki mikið fyrir að reimarnar voru lausar því ég var í svona "sokka-skóm" fann bara reimarnar flaksast í mig!

Ég var svo beðin um að hlaupa sem héri í 800m hlaupi sem var 30 mín eftir 400m grind.. Ég hélt að ég væri e-ð að misskilja þegar mótstjórinn kom að tala við mig (á sænsku) fyrir mótið og fór að spyrja hvort ég væri í góðu formi, hvort ég væri búin að æfa vel og mikið og hvort ég væri ekki bara að keppa í einni grein.. ég hélt að hann væri að ýja að því að ég ætti að keppa í fleiri greinum.. haha.. ég var samt ekki alveg strax til í að hlaupa sem héri, aldrei gert þetta áður og hvað þá svona stutt eftir 400m grind..  en þegar hann tók fram peningabúnkt þá samþykkti ég það.. haha.. datt ekki hug að ég mundi fá borgað fyrir þetta. En ég fékk 1000 SEK fyrir að hlaupa fyrsta hring á 60 sek.. og ég hljóp á 60,00sek! Nokkuð sátt við það.. rosa flott að fá þennan pening ég notaði hann til að borga hótelið, vantaði bara smá upp á til að  ná fyrir öllum kostnaðinum.

533170_10151187750416654_1917832857_n

 

 

 Íslensku keppendurnir í Svíþjóð. Hafdís, Trausti og Ég (í leggingsbuxum því ég gleymdi tightsbuxunum mínum! hahaha)

530217_10151193449846654_1983493050_n

 Við lökkuðum neglurnar í fánalitum í fyrsta skipti.. ég er nokkuð viss um að þetta verður flottara hjá okkur næst.. hehe.. :)

542490_10151193450121654_1669490541_n

 Snilldar dressið sem Mæja Siss prjónaði handa mér.. nú get ég keppt í hvaða veðrum sem er! :) btw. hún er að selja legghlífar (þurfa ekki að vera í þessum lit) ef einhverjum vantar!

183596_10151193483291654_1008700801_n

Í kópavogi á palli fyrir 400m hlaup. Sara, Ég og Sólveig. 

Ég keppti svo í kópavogi núna 15. Ágúst bætti mig þar í 100m og 400m hlaupi.. vann þær greinar sem ég keppti í en ég keppti líka í 100m grind. Ég er sérstaklega ánægð að bæta mig í þessu greinum því líkaminn minn var alls ekki í stuði.. ég var með brjálaðan hausverk (var búin að vera með hann í 2 sólahringa), stíf og stirð í líkamanum, illt hér og þar, þung á mér og bara alls ekki að fíla mig vel... en ég vissi að ég ætti inni bætingu í þessum greinum og vissi ekki um annað tækifæri í sumar til að bæta mig í þeim þannig ég kláraði greinarnar.. Í 100m grind hljóp ég á 14.66 vindur var +0,4 og í 100m hlaupi hljóp ég á 12,84 ég átti áður 12,98 síðan 2009! Endaði svo daginn á því að hlaupa 400m á 57,32 en átti 57,52 síðan í fyrra..

 

2822_10151193520626654_293850396_n

 

 Síðan er það Bikar á Akureyri 24. Og 25. Ágúst.. Það er ekki alveg komið á hreint í hvaða greinum ég keppi í, þar sem HSK mundi helst vilja að ég mundi taka minnst 10 greinar en má bara keppa 6 greinar + boðhlaup.. hehe.. en eitt er víst að ég fer pottþétt í grindarhlaupin og ætla ég mér svo sannarlega að hlaupa undir 60 sek aftur í 400m grind Smile

 Síðan nokkrar sumar sápukúlu-myndir í lokin

 

306492_10151172441086654_1994575190_n251856_10151172441246654_661965513_n306444_10151172441431654_200773469_n418897_10151172441611654_927040232_a399418_10151172443241654_1050889135_n 

Æðisleg bætingar :D

Fyrir viku síðan var meistarmót Íslands.. það var fyrsta mót sumars sinns sem ég næ að undirbúa mig almennilega fyrir.. þ.e.a.s að hvíla mig, borða vel og einbeita mér.. það sannarlega skilaði sínu... ég bætti mig hrikalega! byrjaði á því á bæta mig í fyrsta skipti í 100m grind í 3 ár þegar ég hljóp á 14.47sek, vann og HSK-met..! síðan seinni daginn small 400m grindin svo vel, hitti svo vel á allar grindur og bætti mig um rúma sek þegar ég hljóp á 59,62!! vann, HSK-met, næst besta afrekið hjá konum á mótinu og 5. besti árangur sem íslensk kona hefur náð í þessari grein..!! fór þá beint í hástökk og var alveg ótrúlega frísk og var að hoppa mjög hátt.. en svo kom þreytan þegar á leið á keppnina.. en var samt nálægt því að bæta mig utanhús.. það kemur pottþétt ef ég keppi frísk! en ég náði allavega vinna það líka og varð því þrefaldur íslandsmeistari.. varði alla titlana sem ég vann í fyrra.. ég þurfti nú að hafa töluvert meira fyrir því þetta árið.. hrikalega sátt við helgina :)

 Hér koma nokkrar myndir sem voru teknar af mér sl. helgi...  


553723_4378402746594_75265953_n

 Þessi mynd lenti í 3. sæti í ljómyndakeppni í fréttablaðinu og var birt í því í gær.. ég er bull hátt yfir þessari hæð.. klárlega hærra en ég hef stokkið hæðst yfir.. hefði í raun átt að byrja aðeins seinna.. en maður veit ekkert hvernig maður er eftir 400m grind.. hehe.. 

409650_4378401986575_1562259138_n

 Nýju buxurnar mínar eru flottar.. ánægð með þær..

205370_4378419747019_205699126_n

 

563490_4378420827046_487686734_n 553819_4378421307058_466549707_n

 

 Ég var svo að keppa núna um helgina á Akureyri og byrjaði á því að keppa í 400m grind í gær.. og það var alls ekki nógu gott.. var ótrúlega pirruð út í sjálfan mig.. ég var ekki nógu grimm og ákveðin.. of góð við sjálfan mig.. ég lét þreytuna hafa of mikil áhrif á mig, þ.e.a.s var svo þreytt eftir rosa busy viku, ekki búin að ná að hvíla mig nóg.. en maður á samt að negla á það og mér fannst ég geta gert betur þegar ég kom í mark.. það er ömurlegasta tilfinning í heimi.. eitt að hlaupa hægar en klára sig ekki.. urr.. ég var svo reið út í sjálfan mig.. fór í kúlu, kastaði yfir 10 í upphitun en lengst 9,60 í keppni.. ég á 9,77.. þannig það er svona lala.. 

Í dag fór ég í 100m grind hljóp á 14,74.. það er bara okay, ekki alltaf hægt að bæta sig.. hlaupið var líka mjög snemma eða kl 10.10.. líkaminn varla vaknaður.. hehe.. Síðan kom það besta, 200m hlaupið.. ég var búin að hlakka til að keppa í því og var rosa ákveðin í að bæta mig í því, sem ég gerði svo sannarlega.. í undanrásum hljóp ég á 25,54s og vinur +1,9! sem er rúm sek í bætingu það er alveg ótrúleg bæting! í úrslitunum hljóp ég á nkl. sama tíma nema meðvindurinn var þá minni eða 0,84.. þannig í raun betra hlaup.. hrikalega sátt við það.. Selfoss sveitin endaði svo á að vinna 4x100m boðhlaupið :)

376928_10151139266356654_529088835_n

 Boðhlaupsveitin í dag.. gaman að vera með Selfoss-boðhlaupsveit :)

 hér koma svo youtube-myndbönd frá hlaupunum mínum á MÍ fyrir áhugasama :)

 

Þetta er s.s úrslitahlaupið í 100m grind á MÍ þegar ég hljóp á 14,47 í mótvindi upp á -1,19

 

Þetta er af yndislega 400m grind hlaupinu mínu á 59,62 sek.. frábært að vera komin undir 60 sek! :)

 


Allt að koma.. :)

 Ég er búin að keppa slatta síðan ég kom á Ísland en ekki borið neitt sérstaklega mikið á einhverjum brjáluðum árangri hjá mér. Ég er búin að vera mjög dugleg að æfa og ganga vel í vetur og á inni góðar bætingar í hlaupunum.. Ég hef ennþá ekki bætt mig neitt í hlaupunum.. reyndar hljóp ég á bætingar tíma í 200m á móti í "kast-móti"hafnafirði en vindurinn mældist ólöglegur.. hann var samt mikið á hlið og var í raun að hægja á manni en annað þannig ég var sátt við það.. Ég er hinsvegar búin að bæta mig 2x í í kúluvarpi og á núna 9,77.. þegar ég næ yfir 10 þá er ég komin í ásættanlegar tölur.. Síðan bætti ég mig líka um 3,5 metra í spjóti þegar ég kastaði 27,76..  sem er rosa skemmtilegt.. er ekkert að æfa köstin aðal ástæðan fyrir bætingunum er að ég er orðin sterkari..  

 Nú er lífið er að komast í einhverskonar rútínu eða það sem getur talist það hérna í sveitinni.. það fellst þá aðallega í því að ná nægum svefn, borða og ná góðum æfingum/keppnum.. Síðustu 2-3 vikurnar í Svíþjóð var mikið að gera að klára allt og ganga frá áður en við komum til Íslands.. Síðan eru búin að vera veikindi í fjölskyldunni, ekki sofni nóg, borða kvöldmat kl 1 á nóttunni o.fl. og þegar það er svona mikið utanaðkomandi álag og þá verður maður að setja árangur í keppnum í samræmi við það..  

En þett er allt að komast betur í gang hjá mér, miðað við æfinguna sem ég tók sl. fimmtudag, var að hlaupa mjög hratt marga spretti.. rosalega "hard core" æfing.. Ég keppti síðan í dag í 400m grind en gekk ekki ekki nógu vel.. aðal ástæðan var að ég var bara ekki að "hitta nógu vel á grindurnar" var alltaf að hægja á mér þegar ég fór yfir grindurnar.. það er mjög slæmt.. en góð æfing þrátt fyrir það.. það eru tvær vikur í MÍ og ég ætla mér að ná að hlaupa mun betur þar!

Ætla að enda á nokkrum myndum..  

c1bfcb22b8c711e1af7612313813f8e8_7

Jón Steinar tók þessa mynd á æfingu um daginn.. 

rDB6Z

 Fallegur regnbogi á æfingunni sl. fimmtudag.. :)


306887_10151086255956654_910540960_n

   Það var rosa gott veður í gær.. eins og flesta daga.. þessi flottu frændur voru að njóta síðustu sólargeislanna áður en kreisí þrumuveður kom.. sem sést nálagast hratt fyrir aftan

a45130ccbb9611e19894123138140d8c_7

Ég reyni mikið að búa mér til pening eða vinnu og er núna að selja lífrænan rabarbara eins og enginn sé morgundagurinn, líkt og sl. 2 sumur :) 


Komin í sumarfrí!

 

 Síðustu helgi fór ég til Florö sem er í Noregi og þar keppti ég í 400m grind og í 4x400m boðhlaupi með landsliðinu.  Ég var ekki ánægð með tímann minn í 400m grind sem var 61,15 mér fannst frekar hallærislegt að hlaupa hægar en 61 sek.. þó að það hafi verið vindur og e-ð.. En þegar ég og þjálfarinn skoðuðum videoið af hlaupinu þá komst ég að því að ég byrjaði vel og var að hlaupa á 60sek hraða en á grind nr.2 þá hikaði ég e-ð og hægði rosalega á mér niður í 63sek hraða.. en vann svo upp hraða á næstum grindum og var komin aftur á 60sek.. en orkan og tíminn sem fór í hægja svona á mér varð til þess að ég hljóp ekki hraðar en þetta.  Ég hlakka til að hlaupa aftur 400m grind og hlaupa hraðar!

Ég var hinsvegar rosa ánægð með 4x400m boðhlaupið okkar! Það var ekkert smá spennandi og flott hlaup hjá okkur. Hafdís byrjaði vel og var örugglega önnur að skila keflinu til Stefaníu sem hélt forskotinu á finnskustelpuna  þangað til 150m voru eftir að hún náði að taka fram úr. Því næst kom Aníta og hljóp eins og vindurinn og náði að taka fram úr finnsku og skilaði keflinu rétt á undan þar sem ég tók síðasta sprettinn. Finnska kom og hljóp strax fram úr mér á nokkrum metrum, eða meira á mig og með þeim afleiðingum að við duttum næstum því báðar og ég fékk ágætan marblett á kálfan/hnésbótina eftir áreksturinn. Ég tók svo fram úr henni eftir 150m og náði smá forskoti en þegar 50m voru eftir var ég alveg búin og hún náði að fara fram úr mér. Tíminn sem við hlaupum á var 3:44,69  sem er um 4 sek hraðar en við hlupum á í evrópubikar í fyrra! Og það þarf að fara aftur um 15 ár til að finna tíma sem er hraðir en okkar og árangurinn er 7. Besti frá upphafi! Ég stend föst á því að það kemur íslandsmet í þessari grein á næsta ári.. !! J J og við erum að tala um það að ég og Stefanía vorum búnar að hlaupa 400m grind á undan, hvernig verður þetta þegar við erum ferskar!

 Þetta var alveg ótrúlega skemmtileg og skrautleg ferð. Hún var skrautleg því að það var verkfall á flugvellinum í Osló, lentum þar og tókum annað flug þaðan.. Ég var bara með handfarangur er alveg búin að sannreyna það nokkrum sinnum að það er laaang best ef það er einhver möguleiki á því (að vera s.s bara með handfarangur). En ég var samferða öðrum strák sem þurfti að tékka inn töskurnar sínar aftur og við misstum næstum að vélinni okkar. Það var alveg rugl löng röð til að komast í gegnum öryggishliðið  og við báðum um að fara á "fast line" þar sem enginn var í röð.. en nei gátum það ekki útaf við vorum ekki að fara að fljúga til útlanda.. við töluðum við þjónustuborðið en hún sagði að hún gæti ekkert gert.. það tæki 30 mín að fara í gegnum röðina.. en það var 30mín í flugið okkar!

Svo fengu allir þeir sem voru með börn að fara fremst í röðina, við báðum um að fá að fara líka.. en nei,nei.. ekkert hægt! Svo vorum við bæði stoppuð  í tollinum í e-ð tékk..! en hliðið okkar var bara 5m frá tollinum þannig við náðum þessu.. síðasta fólkið um borð! En svo voru aðrar sögur af þeim sem voru í nkl sömu stöðu nema þá var 5 mín í flug og hliðið þeirra út í enda.. þannig við vorum kannski bara í góðum málum!

Það sem var líka pínu skrautlegt var að ég var með finnskri stelpu í herbergi sem ég hafði aldrei hitt áður, mótshaldaranir röðuðu í herbergi. Það er kannski ekkert að því að vera með ókunnri manneskju í herbergi en þetta var lítið herbergi og 1 rúm sem við sváfum báðar í.. hehe... en stelpan var ágætt og hraut ekki þannig þetta var í lagi.. held hinsvegar að karlarnir sem voru í sömu sporum hafa fundið þetta enn óþæginlegra, að sofa með öðrum karlamanni í rúmi.

Það er alltaf skemmtilegt að keppa á svona stórum alþjóðlegum mótum en það var líka svo skemmtilegt að ég kynntist íþróttafólki héðan og þaðan. Til dæmis borðaði ég síðustu máltíðina mín með Dana, Dana sem var búin að búa í Portugal í 18 ár, Svía, Normanni og Breta.. mjög alþjóðlegt borðSmile

Svo fóru líka allir keppendurnir í bátsferð eftir keppni og silgt  var til eyju sem heitir Freyja á norsku. Á leiðinni stoppuðum við 2x og veiddum.. ég veiddi reyndar ekki neitt hehe.. í eyjunni fengum við dýrindis eftirrétt, svaka hlaborð af allskonar kökum!

Ég er nú loksins komin í sumarfrí, held ég hafi aldrei farið svona seint í sumarfrí.. hehe.. búið að vera rosa mikið að gera og lítið sofið.. núna er ég á leiðinni til Íslands, þetta er aðeins lengra ferðalag en venjulegra þar sem ég flýg frá Gautaborg í staðin fyrir frá Stokkhólmi (því það var mörghundruð % ódýrara).. Ég keppi svo á vormóti ÍR á morgun.. ég var alveg ótrúlega glöð að því var seinkað um einn dag.. ég var búin að vona svo mikið að því yrði seinkað... þetta kallast sko að taka "secret" á þaðSmile 

Nokkrar myndir í lokin frá helginni Smile 

481242_10151031243816654_818372030_n

 

Sveitin í hlauparöð.. pínu sólgrettumynd.. hehe

535697_10151031243971654_1656892369_n

 Aftur nema nú með verðlaunin sem við fengum fyrir 3. sætið ásamt mótshaldaranum


599204_10151031244071654_558026653_12248376_1317496519_n
íslenski fáninn var auðvitað með Smile
270864_10151031244191654_810210523_n

 Fallegt að sigla þarna um Heart
301831_10151031244411654_1266323233_n
 Egill e-ð að gæjast útum gluggann.. greinilega ekki leggja í að fara út
301804_10151031244526654_558026653_12248382_1303073856_n
 Yndisleg rok-mynd.. Hafdís, Stefanía og Aníta
 
 

 


Örugglega stærsta mótið í sumar!

Ég var rétt í þessu að ganga frá bókun á flugi og lestum til Noregs næstu helgi. En næstu helgi mun ég keppa á mótinu "Hyundai Grand Prix Florø Athletics Festival" rosa stórt og flott mót... ég mun keppa með landsliðinu í 4x400m boðhlaupi og í 400m grind.. Margir keppendur á þessu móti eru búnir að ná lágmörkum á ólyimpíleikana t.d 3 af þeim sem eru að keppa í 400m grind.. þannig þetta verður góð keppni!

Ég hlakka alveg rosa til að keppa, ég ætlaði að reyna að ná að keppa mér hér í Svíþjóð áður en ég kæmi aftur á Ísland í sumar.. en það er bara of stuttur tími og of mikið að gera þangað til ég kem heim í skólanum ofl.. Planið er svo að keppa á öllum helstu mótum á Íslandi í sumar, fara út á mót í Svíþjóð 4. ágúst og taka svo 2 mót í september þegar ég kem aftur til Svíþjóðar

 

269447_227944690573336_227806677253804_732913_5922742_n
 
Þessi mynd var tekin síðasta sumar af 4x400m boðhlaupsveitinni á Evrópubikarnum.. frá vinstri Björg, Stefanía, ég og Hafdís.. Stefanía og Hafdís munu vera einnig aftur í sveitinni í Noregi..  

Love it!

Það er búið að vera svo æðislegt að æfa síðustu daga. Það er búið að vera yfir 20°C hiti og lítill sem enginn vindur.. maður getur verið að æfa tímunum saman og verður ekkert kaldur því það er svo hlýtt.. frábærar aðstæður til að æfa 400m grind alla daga.. svo er ekki verra þegar maður hefur góða æfingafélaga og þjálfara á vellinum Grin


579567_10151002456626654_558026653_12144485_1511807952_n Þetta er mynd sem ég tók veit ekki hvort þið áttið ykkur á hvað þetta er yndislegt.. ég gat allavega ekki hætt að segja "love it!!!.." loooooooove it... W00t  

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband